Eining - 01.12.1956, Qupperneq 5

Eining - 01.12.1956, Qupperneq 5
EINING 5 Pétur Oftftesen alþm. og óðals- bóndi á Ytra Hólmi á Akranesi, átti 40 ára þingmannsafmæli 23. okt. s. 1. Var hann þann dag 1916 kjörinn þingmað- ur Borgfirðinga og hefur æ verið endur- kjörinn siíðan, Hafa Borgfirðing"ar og allir landsmenn haft mikla sæmd af þingmennsku hans. Er hann sá íslend- ingur, er flest þing hefur setið allra landsmanna, bæði fyrr og síðar, að minnsta kosti síðan 1845. — Mér er sagt, að herra forsetinn hafi boðið Al- þingi þennan þingafmælisdag Péturs Ottesen til Bessastaða, þess manns, er bezt hefur barizt allra þingmanna síð- astliðin 111 ár fyrir bindindi lands- manna. Vér templarar og aðrir bindindis- menn hyllum bróður Pétur á þessum merku tímamótum í þingævi hans. Senn hefur hann setið full fimmtíu þing. Guð blessi hinn fertuga þingmann, konu hans, börn og barnabörn og áhugamál hana !____________T- Á þetta eftir að rætast? ,,Á þeim degi munu þessir þrír taka saman: fsrael, Egiptaland og Assúr og vera blessun á jörðinni miðri; því að drottinn hersveitanna blessar þá og seg- ir: Blessuð sé þjóð mín Egiptar, verkið handa minna Assúr og arfleifð mín ísrael.“ — Jesaja 19, 24, 25. Vill nokkur taka að sér að senda Egiptum, ísrael og Arabaríkjunum þenna huggunarríka spádóm? Getum við trúað því þessa dagana, að þessir þrír aðilar eigi eftir að standa saman sem bræður og vera blessun á jörðinni miðri? Heimsviðburðirnir hljóta að skyggja mjög á jólagleði okkar allra. Bræður okkar eru kúgaðir og kvaldir, en kross mannkynsins mun í fylling tínians verða þjóðunum himnastígi. Hjörftur Hansson kaupmaður Um leinn dáðan og elskaðan guð- fræðikennara í Ameríku, Phillip Brooks, var sagt, að þótt veðrið væri drunga- legt, yrði allt ljómandi bjart, er hann kom gangandi eftir götunni. Slík áhrif hafði hann á hugi manna. Mér fannst ævinlega glaðna til í um- hverfinu, er ég kom auga á Hjört Hans- son á götunni. Hann var maður, sem auðvelt var að láta sér þykja vænt um, en nú ætla ég að spara mér öll frekari orð um þenna vin okkar og reglubróð- ir. Ég bað þann mann, sem ég vissi, að einna bezt mundi gera það, að skrifa í Einingu um Hjört. Sá ágæti maður, Erlendur Ó. Pétursson, gaf mér þá leyfi til að nota að öllu eða einhverju leyti minningargrein, er hann hafði skrifað í Morgunblaðið 5. okt. sl. Hún fer hér á eftir. P. S. EINN af þekktustu borgurum Reykja- víkur, Hjörtur Hansson, kaupmaður, lézt hinn 1. október í Landakotsspítala eftir uppskurð. Hjörtur var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1883, sonur Hans Adolps Guðmundssonar og Helgu Hjartardótt- ur frá Gufunesi. Nam Hjörtur pr'antiðn í Reykjavík og stundaði hana til ársins 1902, en þá hóf hann verzlunarstörf við hina kunnu Brydesverzlun hér í bæ og var deildar- stjóri þar frá 1908 til ársins 1914. Eft- ir það gegndi hann ýmsum verzlunar- störfum og frá 1923 rak hann sjálfur umboðs- og heildsölu hér í bæ. Við, hinir eldri Reykvíkingar, mun- um vel eftir hinum unga og glæsilega verzlunarmanni við Brydes-verzlun, sem með kurteisi og vinsamlegu viðmóti hændi marga viðskiptavini að verzlun- inni. Má með sanni segja ,að Hjörtur var verzlunarmaður af lífi og sál. Einnig vöktu mikla a t h y g 1 i gluggasýningar verzlunarinnar, sem Hjörtur kom svo smekklega fyrir. En Hjörtur Hansson var meira en verzlunarmaður, hann var einnig mjög félagslyndur, og sjaldan leið honum betur en í góðra vina hópi, þar sem hann oft var fremstur í flokki að vinna að framgangi góðra málefna. Innan verzlunarstéttarinnar naut hann mikils trausts og vinsælda, enda var starf hans í hennar þágu bæði langt og mikið. Hjörtur var í fjölda mörg ár í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og formaður þess um nokkurra ára skeið. Var kjörinn heiðursfélagi þess að loknu miklu og farsælu starfi. Ég átti langt og mikið samstarf með f Hirti í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur og á frá því starfi margar kærar minningar. En minnisátæðasit dr mér starf hans í gamla daga við jólatrés- skemmtanir félagsins, sem haldnar voru fyrir boðsbörn félagsmainna, þ. e. a. s. börn, sem ekki áttu kost á slíkri skemmt- un í þá daga. Þá kom bezt fram hinn mikli kærleikur hans til allra og ánægj- an í því að geta glatt aðra. En það voru mörg önnur mál en verzlunarstéttarinnar, sem Hjörtur hafði áhuga á. Hann var einn af stofnendum hins ágæta félagsskapar K. F. U. M. í Reykjavík. I stjóm Dýraverndunar- félags íslands var hann frá 1930 og til dauðadags. Hann vann því afarmikið starf fyrir þennan göfuga félagsskap. Það á vel við hann eins og skáldið Þ. E. sagði um annan merkan mann: ,,Það er víst, ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt“. Hjörtur var einn af stofnendum Náttúrulækninga- félags Islands og í stjórn þess frá byrj- un. Hafði hann mikinn áhuga á fram- gangi þess félagsskapar. Hann var fram- kvæmdastjóri hinnar alm. fjársöfnunar- nefndar Hallgrímskirkju í Reykjavík frá byrjun 1941. Gerðist templar 1927 og gengdi m ö r g u m trúnaðarstörfum í Í.O.G.T. Starí hans. innan reglunnar var unnið af sama eldmóði og krafti, sem einkenndi hann alla tíð, og var bindindismálið honum hjartans mál. Þá skal að lokum getið þess félags- skapar, sem hann hin síðari árin tók svo mikinn þátt í, og er það Reykvík- ingafélagið. Hann var meðal stofnenda þess og í stjórn þess frá upphafi og nú síðast framkvæmdastjóri þess. Hjörtur Hansson var sannur Reyk- víkingur og átti heima óslitið alla tíð í fæðingarbæ sínum. Honum var þvi mikil ánægja í að starfa í Reykjavíkingafélag- inu, þar sem komu saman öðru hverju hinir eldri Reykvíkingar til að njóta sameiginlegrar skemmtunar og minnast

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.