Eining - 01.12.1956, Blaðsíða 10
10
EINING
Jólavísur
Þrælar þurfa ekki leiðtoga
Jólin kveikja Ijós hjá lýð
og Ijós í hjörtum manna.
Þau eru hátí'S Herrans blíS,
og hátíð smœlingjanna.
Þótt fceri vetur frost og hríð,
svo fjúki mjög í skjólin,
og margt í heimi hrelli lýð,
er hlýtt og bjart um jólin.
Þótt heimskar þjóðir heyji síríð,
og heimi dyljist sólin,
þá fcerir Kristur fögnuð lýð
og frið um blessuð jólin.
Og allir þeir, sem eru í þröng,
með ónóg húsaskjólin,
og börn, sem einatt eru svöng,
fá alltaf gott um jólin.
Þótt ungum lagt sé ok á háls,
og einatt þreyti skólinn,
þá eru börnin frí og frjáls
sem fugl um blessuð jólin.
Það öllum þykir yndislegt,
þá aftur hcekkar sólin.
Það yrði dauft og ömurlegt,
ef aldrei kcemu jólin.
Pétur Sigurðsson.
Sjúkdómseinkenni
þjóðfélagsins
Þegar sjúklingur kemur til læknis,
spyr læknirinn um eitt og annað og
athugar sjúkdómseinkenni. Þannig má
og rannsaka heilbrigði þjóðfélags.
Hvað segjum við t. d. um það, að á
þessum árum, sem flestir virðast hafa
föng á að kaupa næstum hvað sem er,
þarft og óþarft, lúksus bíla, lúksusíbúð-
ir og alls konar munað, þá linnir aldrei
á vissum tíma ársins lögtakshótunum
frá bæjarstjórnum eða skattheimtu-
mönnum. Þessar tilkynningar flytur út-
varpið hvað eftir annað frá ýmsum
opinberum aðilum.
Áreiðanlega hafa margir þeirra, sem
tregðast við að greiða gjöld sín, miklu
hærri tekjur en hinir, sem ævinlega
standa í skilum, án eftirgangsmuna.
Um hvað vitnar sviksemi, óorðheldni,
tregða á að greiða skuldir sínar, sé þess
nokkur kostur, og fl. líkt þessu, annað
en menningarskort. Það, sem við köll-
um menningu, á oft alls ekki skilið að
heita það. Það er aðeins villandi útvort-
is gljái, sem reynt er að breiða yfir
fúann hið innra. En sá fúi stofnar hverju
þjóðfélagi í hættu.
Skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldar-
innar var mér gefin bók, sem lieitir Slaves
need no Leaders — Þrælar þurfa ekki leið-
toga. Ég gat ekki stillt mig um að skrifa
alllanga grein um þessa athyglisverðu bók.
Góðkunningi minn falaði greinina og átti
hún að birtast í tímariti, sem var í uppsigl-
ingu, en sigldi ekki lengi. Greinin lá svo
hjá þessum manni mörg ár og liefur nú
einnig legið hjá mér góða stund. Til þess
að hafa ekki unnið verkið til ónýtis læt ég
greinina nú koma fyrir almennings sjónir
og tel, að enn hafi hún að inestu leyti sitt
upprunalega gildi. P. S.
Bókin fjallar aðallega um uppeldi og
skólamál margra þjóða. Hún er þó ekki
nein veruleg kennslubók í þessum efnum.
Hún er mjög víðtækt yfirlit og skilgrein-
ing á uppeldismálum þjóðanna, samhengi
skólamenntunar, uppeldismála, stjórnarfars,
þjóðskipulags og friðsamlegrar sambúðar
þjóðanna. Og þótt höfundurinn segi það
ekki sjálfur með berum orðum, gæti lesar-
inn auðveldlega hugsað sem svo, að það væri
skólum og kirkjum allra menningarlanda
lítill sómi, eftir margra alda sérstöðu í
uppeldi þjóðanna, að hafa ekki megnað að
skapa alþjóðagóðvild, samhyggð og sam-
starf, og koma þannig í veg fyrir viðskipta-
stríð, fjármálaspillingu, rangsleitni í iðn-
aði, atvinnu og félagslífi og að síðustu hin-
ar blóðugu og hryllilegu styrjaldir.
Höfundurinn, Walter M. Kotschnig er
prófessor í samanburðar uppeldisfræðum
við einn æðri skóla í Ameríku. Hann starf-
aði 8 ár í Gefn, sem formaður alþjóða
stúdentahreyfingarinnar — The Inter-
national Student Service, og kynnti sér
þá mjög ýtarlega skólakerfi og uppeldis-
aðferðir þjóðanna víðs vegar um heim. Á
síðari stríðsárunum var hann í nefnd, sem
átti að semja tillögur um ýmsar aðgerðir
að stríðinu loknu, og er bókin að nokkru
leyti innlegg hans í það vandamál. Hann
er einnig formaður undirnefndar, sem hef-
ur til rannsóknar og meðferðar alþjóða-
uppeldismál og viðreisnarstarfið í stríðs-
löndunum. Bókin er því rituð af mikilli
þekkingu og viðkynningu við margar þjóð-
ir, og virðist skrifuð af sanngirni, fullkom-
inni gætni, en þó djörfung og góðum skiln-
ingi. Væri gaman að geta gert henni hér
nokkur sk.il, en þess verður þó lítill kostur.
Þess skal þó getið þeirra vegna, er kynnu
að ná í bókina, að hún er ekki lesmál, sem
hægt er að gleypa í sig eins og skáldsögu,
en hún er hvorki torskilin né óaðgengileg.
Höfundurinn kemst ekki í uppnám, er
hann ræðir um Þýzkaland eða Rússland, en
fjallar um mál hverrar þjóðar af stillingu
og sjáanlega þeirri þekkingu, sem ævinlega
útilokar blint ofstæki. í fyrsta hluta bók-
arinnar. á 62 blaðsíðum, tekur hann til með-
ferðar menningarástand og skólamál þjóð-
anna á árunum milli heimsstyrjaldanna.
Hann bendir til dæmis á, hvernig hið góða
og vel meinaða getur oft leitt til hins skað-
lega. Hann fer á einum stað með orð eftir
frakkneskan uppeldisfræðing, sem eru á
þessa leið:
„Menningin þarf fyrst og fremst að vera
sannleiksleit vegna sannleikans sjálfs. Þetta
útheimtar sérstaklega hina granavoru
íhygli, sem býr manninum fullkomið frjáls-
ræði, þá gagnrýnandi og grandvöru íhygli,
sem er manninum sjálfum vörn gegn allri
trúgirni: hinni vitsmunalegu trúgirní, er
kallar sig vísindi, hinni andlegu og trúar-
legu trúgirni, sem er hjátrú, þeirri trú-
girni, sem birtist í ofstæki.“
Þessi grandvai’a og gagnrýnandi afstaða
til allra mála, getur þó orðið um of, til þess
að hún geti verið hagkvæm og notadrjúg
mannkyni á núverandi þroskastigi. „Ekki
aðeins gerir hún allt, sem gildi hefur. af-
stæðiskennt, heldur hættir henni við að
lenda að síðustu í eins konar trúgirni, er
fóstrað getur sterka trú á hugsjónir og
hugmyndir, sem eru fjarlægar öllum þorra
manna, þótt hún hafni öllu hinu nærtæk-
asta. Og slík trúgirni getur orðið hinum
róttæka og krítiska þeim mun hjartfólgn-
ari, sem hún æsir menn meir til andstöðu.
Hann hugsar um það eitt að fullnægja
hinni meðfæddu öryggisþrá sinni, þótt
hann með slíku æsi og reiti samborgara
til reiði. Það er t.d. ekki til trúgirni á
hærra stigi, en trúgirni hins ameríska
kommunista, sem gagnrýnir og fyrirlítur
allar erfðavenjur Ameríkumanna."
Hinn bezti uppeldisárangur.
Þessar setningar ber ekki að taka sem
sönnun þess, að höfundur bókarinnar legg-
ist fremur gegn vinstri öflum en hægri.
Hann bendir á hversu rétthá sem gagnrýni
kunni að vera, og frelsis og framfarahug-
urinn mikill, megi þjóðir þó aldrei kasta
frá sér hinni áunnu reynslu og þeim full-
reyndu uppeldismeðulum, sem vel hafi gef-
izt á öllum öldum. Höfundurinn er ekki
Englendingur, en viðvíkjandi skapgerðar-
rækt og nytsemi hins sannprófaða menn-
ingararfs hverrar þjóðar, minnir hann á
það sem Tomas Arnold sagði: ,.að hinn
hreinræktaði enski heiðursmaður, kristi-
lega sinnaður, karlmannlegur og upplýstur,
væri sú lofsverðasta manntegund, sem
nokkur þjóð hefði fóstrað.“ Við þetta bæt-
ir dr. Kotschnig því, að „allt fram til þessa
tíma hafi slíkir menn, menntaðir í Oxford
og Cambridge, verið undantekningarlaust
forustumennirnir í stjórnmálalífi Englend-
inga.“
Sennilega er það slíku uppeldi og slík-
um menningararf að þakka, að enska þjóð-
in hefur siglt fleygi sínu örugglega þar
sem aðrar þjóðir hafa hleypt í strand,
þjáðst í byltingum og gagnbyltingum.
Uppeldismál Þjóðverja og nazisminn.
Dr. Kotschnig fjölyrðir um Þjóðverja,
skólamál þeirra, eðlisfar og þjóðareinkenni,