Eining - 01.12.1956, Page 11
EINING
11
og er skilgreining hans í þessu allítarleg.
Nokkru fyrir valdatöku Hitlers gerist ýmis-
legt markvert í lífi Þýsku þjóðarinnar. Þar
er til dæmis ungt og veikburða lýðveldi
að vaxa upp og reyna að ná fullum þroska,
en einmitt sumir kostir lýðveldisins, þess
frjálslega fyrirkomulags, verður til þess að
veikja það og búa því jafnvel banaráð.
Weimarstjórnarskráin mælir svo fyrir í
148. grein: „að æðsta hlutverk hverrar
menntastofnunar verði að vera siðgæðis-
uppeldið fyrst og fremst, að rækta starfs-
hæfni og getu hvers einasta manns, hinn
alþýðlega geðblæ, og siðast en ekki sízt
hina þjóðlegu þýzku skapgerð og þjóðlega
samhyggð.“
„En áður en hinar fyrirhuguðu framfar-
ir lýðveldisins í menntamálum þjóðarinnar
gátu fest rætur,“ segir bókarhöfundur
„komst Hitler til valda.“
Eitt af mörgu, sem flýtti fyrir hruni
hins þýzka lýðveldis og valdatöku Hitlers,
var einmitt þróunin í uppeldis- og skóla-
málum. Allir skólar stóðu mönnum nú opn-
ari en áður, jafnt rikum sem fátækum.
háum og lágum. Aðsóknin varð geysimikil
og hinum lærðu mönnum fjölgaði ótt, þó
ekki fyrst og fremst í hinum hagnýtu
fræðum.
Kotschnig segir að um 1932 muni hafa
verið um 50 til 60 þúsundir lærðra manna
í Þýzkalandi atvinnulausir. Flestir voru
þessir menn nýbakaðir úr hinum æðri
menntastofnunum þjóðarinnar. Hann ásak-
ar þýzka lýðveldið fyrir það glapræði, að
hafa vanrækt þá breytingu og nýsköpun á
skólakerfinu, sem orðið gat því hagkvæm-
ast og tryggt tilveru þess bezt, um leið
og það greiddi götu undirstéttanna til
skólamenntunar.
Hér skeður nokkuð nýtt og furðulegt í
lífi þýzku þjóðarinnar.
„Hin æðri menntun — háskólamenntun,
er allt í einu orðin orsök atvinnuleysis, í
stað þess að vera opin leið til efnalegs vel-
gengis og sérstöðu í þjóðfélaginu. Þetta
varð hinu menningarlega starfi niðurlæg-
ing, og mönnum sár vonbrigði, ekki sízt
hinum lægri hluta miðstéttanna, sem höfðu
gert sér miklar vonir um framtíð lærðra og
menntaðra barna sinna. Störf slíkra manna
voru ekki aðeins illa launuð, en staða þeirra
rýrnaði einnig í áliti. Margir þessara
manna, sem þrátt fyrir menntun sína,
fengu nú ekki umflúið sult og seyru, misstu
trú á framtíðinni, köstuðu frá sér hug-
myndinni um hina farsælu, þjóðlegu menn-
ingarþróun og gerðust sóknharðir liðsmenn
í byltingaráformum nazistanna.“
Allt miðaði að því, að greiða Hitler braut
til valda. Atvinnulausir menntamenn höt-
uðust við þjóðskipulag lýðveldisins, sem
ekki hafði látið draum þeirra rætast. Og
nú gerðist það, sem prófessor Kotschnig
segir að sé ef til vill einsdæmi í allri sög-
unni, að stórveldi taki að ota fram til for-
ustu mjög einkennilega gerðum og saman-
settum mönnum. Þessi veikleikamerki, sem
komið hafi í ljós hjá hinu þýzka lýðveldi,
segir bókarhöfundur, að séu yfirleitt aug-
ljós víðs vegar í hinum „vestlæga heimi.“
Eitthvað gott hafi auðvitað verið í nazism-
anum og hafi hann verið að nokkru leyti
„uppreisn gegn kaldri, óþegnlegri, eigin-
gjarnri og öfgafullri einstaklingshyggju,
gegn rótlausum og losaralegum
,.intellectualisma,“ sem nagað hafi í sund-
ur, með sínum eyðileggjandi áhrifum, öll
tengzl við hvers konar erfðavenjur."
Þetta er vissulega lærdómsríkt. Öfgar
skapa öfgar, rótleysið og ræktarleysið, þótt
iðkað sé í nafni lærdóms og gáfna, hefnir
sín. Yfir kveifarháttinn kemur harðneskj-
an, yfir agaleysið svipan, yfir óstjórn of-
stjórn, yfir stefnulaust múgræði öfgafull
harðstjórn. Kotschnig hefur eftir Hitler
orð á þessa leið:
„Kenning mín er hörð. Veikleikann verð-
ur að berja út úr þeim. Heimurinn mun
hopa á hæli fyrir þeim æskulýð, sem mín
Ordensburgen mun ala upp. Það sem ég vil
fá, er æskulýður, sem gengur að verki með
harðneskju, er kjarkmikill, ráðríkur og
óvæginn. Þannig þarf æskulýðurinn að
vera. Hann má ekki hirða neitt um þján-
ingu og sársauka. ekki ala með sér neina •
viðkvæmni eða veikleika. Ég þrái að sjá
enn einu sinni leiftra í augum æskunnar
eldmóð og sjálfræði rándýrsins. Sterkir og
vel gerðir verða hinir ungu menn mínir að
vera. Þeir verða að vera vel þjálfaðir
lýkamlega, íþróttaæska. Þannig skal ég
afmá þúsund ára gamla niðurlægingu
mannkynsins. Þá mun ég hafa í hendi mér
hið hreina, göfuga og útvalda lið til þess
að framkvæma hina fyrirhuguðu nýsköpun.
Ég vil ekki hafa neitt „intellectualt" upp-
eldi. Þekkingin er eyðileggjandi fyrir þann
æskulýð, sem ég vil fá. Hann skal læra það
eitt, sem örvar ímyndunarafl hans. Og fyrst
og fremst þarf hann að læra sjálfstjórn.
Með róttækri þjálfun skal þeim takast að
yfirbuga allan ótta við dauðann. Það er
hetjumerki hins geiglausa æskumanns.
Þannig rís upp hinn alfrjálsi maður, mað-
urinn sem er kjarni og kraftur mannkyns-
ins, hinn skapandi maður, guðmaðurinn. I
minni Ordensburgen skal hinn sjálfráði
guðmaður gnæfa hátt sem mikilfenglegt
verðugt tilbeiðslutákn . ... “
Slíkar kenningar geta auðveldlega risið
upp í heimi, sem orðinn er að bráð blind-
andi pólitiskra hvirfilvinda, sáldrepandi
efnishyggju og matarpólitíkur, stefnulausr-
ar, krítískrar en máttvana heimspeki, og
loðmullulegra, hikandi trúarkenninga. Þeg-
ar sá svíkst um að segja rétt fyrir verk-
um, sem á að gera það. og hefur aðstöðu
til þess, getur einhver, sem ekki kann það,
en vantar ekki viljann, ráðist í það óboð-
inn. Lönd, sem loga stöðugt í æsingum,
verkföllum og kaupdeilum, og ala sér við
brjóst rangsleitni, viðskiptaspillingu, svindl
og fjárglæfra, búa jafnan við svo lélega og
illa starfhæfa stjórn, eða óstjórn, að ekkert
er eðlilegra, en að „ofbeldið rísi upp sem
vöndur á ranglætið.“ að ofstjórn komi yfir
óstjórn, harka yfir agaleysið, léttúð, svall
og sællífi, og grimmd yfir andvaraleysi og /
spillingu. Sá er glæpamaður, sem kveikir í
húsinu, en hinn, sem svíkst um að vaka, er
líka sekur.
Uppeldismál ítala. og fasisminn.
Á blaðsíðu 35 í umræddri bók, segir höf-
undurinn :
„Á þeim árum er stjórnmálaleiðtogar
Englendinga og Frakka leyfðu sér enn að
ganga til veizluhalda og fagnaðar með
Mussolini urðu þeir (ítalskir menntafröm-
uðir) að líða fyrir gott málefni, fyrir hið
fagra, sanna og góða . . .
Líkt og veikleikamerkin í fræðslukerfi
Þjóðverja á árunum fyrir valdatöku
Hitlers, voru augljós og komu hinni villi-
mannlegu byltingu nazismans að góðu
haldi. var fræðslukerfi og uppeldi ítala á
árunum fyrir sigurför nazismans engan
veginn sá kraftur í þjóðfélaginu, sem
tryggir velfarnað lýðveldisins. Sökum
skipulagsleysis voru stór svæði afrækt.
sérstaklega á Suður-Ítalíu. Allt fram að ár-
unum 1921 voru 30 af hundraði íbúanna
hvorki læsir né skrifandi. Kennarar voru
oft illa menntaðir og þeim var illa launað.“
Tómt hús er oftast til leigu. Það sem
einn afrækir, getur annar fært sér í nyt.
Fasista-hreyfingin á Ítalíu átti greiðan að-
gang að þeim æskulýð, sem uppeldiskraft-
ar þjóðarinnar höfðu afrækt á ýmsan hátt.
Auðvitað var æskulýðshreyfingin hafin í
nafni iþrótta og menningar, en hún var þó
í þjónustu hernaðarandans. Allsherjar
æskulýðssamtök mynduðust, er hétu Opera
Nazionale Balilla, en fengu þó síðar nafnið
Giuventú Italiana del Littorio. „Þessi sam-
tök voru talin mjög mikilvæg og betur fall-
in en skólarnir til þess að æfa unga her-
menn. Árið 1929 voru þau gerð að einum
þætti í fræðslukerfi þjóðarinnar og sett
undir menntamálaráðuneytið. Hver einasti
skóli landsins varð þannig eins konar undir-
deild í facistahreyfingunni, og í skólastof-
urnar voru festar upp setningar eftir for-
ingjann, eins og þessar: „Ríkið er fylling
hvers einstaklingslífs." „Trúið, hlýðið,
berjist“.“
Árið 1936 voru fimm milljónir félaga í
þessari æskulýðshreyfingu. Henni þjónuðu
40,000 launaðir embættismenn, 2,000
íþróttaþjálfarar, launaðir að nokkru leyti,
14,000 embættismenn í þágu hernaðarins,
8,000 í þjónustu heilbrigðismála og 1600
prestar, auðvitað þeirrar trúar, er hentaði
facistahreyfingunni..
Kotschnig bendir á, að þrátt fyrir allt,
sem fasistahreyfingin gerði til þess að
leggja undir sig fræðslu- og uppeldismála-
kerfi landsins og ná tökum á hugum og sál-
um manna, hafi Mussolini samt misheppn-
ast. ítalir hafi að vísu lagt út í stríð og
barizt, en aldrei barizt af heilum hug og
hjarta. Svo að „jafnvel sigrandi var Musso-
lini að tapa.“ ,
Uppeldismál Rússa eftir byltinguna.
Menningarástand Rússlands verður að
ræða af mikilli varkórni, scgir Kotschnig.
„Því að saga hinna uppeldislegu og menn-
ingarlegu átaka í Rússlandi í seinni tíð, er
um leið saga einnar þeirrar miklifengleg-
ustu byltingar, sem mannkynssagan grein-
ir . . . Byltingin hefur skipulagt mennta-
og uppeldismál þjóðarinnar frá rótum.
Þar er hið gamla gersamlega afmáð . . .
Gersamlega nýtt fræðslu- og uppeldismála-
kerfi hefur verið byggt á aðeins rúmum
tveimur áratugum, sem ber merki Rúss-
lands útvöldu manna og átrúnaðar, allt frá
Marx til Lenins og Stalins. Það var skipu-
lagt þrátt fyrir borgarastyrjöld hungurs-
neyð og hreinsanir. Og það náði til 60