Eining - 01.12.1956, Qupperneq 14

Eining - 01.12.1956, Qupperneq 14
14 EINING I ióftspor Krisfts Ég þrái mest, aS feta í fótspor þín, en finn hve bilar veika trúin mín. Til sigurs leiða sé ég hvert þitt spor. Ég sekk í djúpfó og mig brestur þor. Kristur Jesús, kraftinn veittu mér, minn kross að bera og að fylgja þér. A hcettuleiSum hrópa ég til þín, þú hjálpin stœrst og líknarhöndin mín. AS líkjast þinni fögru fyrirmynd, aS fremja aldrei rangindi og synd, er hjartans þrá og heitust bœnin mín, þar hjálpar aSeins blessuS návist þín. Lát áhrif heilags anda mild og sterk, á anda mínum gera kraftaverk, og hreinsa allt, sem óhreint finnst hjá mér, svo alt mitt líf sé vígt og helgaS þér. Pétur Sigurðsson. -------ooOoo--------- Eiga bílslyssin að ftaka við af sjóslys- ftiiftftim? Oldum saman varð þjóðin að standa hljóð og harmþrungin andspænis þeim miklu mannfórnum, er sjósóknin hafði í för með sér. Gegn þessum voða hafa slysavarnir verið auknar ár frá ári og borið mikinn og blessunarríkan árang- ur. En á sama tíma aukast stöðugt bana- slysin í umferðinni á þurru landi. Þar eru ekki að verki hin trylltu og frum- stæðu náttúruöfl, heldur maðurinn, sem hefur þó bæði vit og dómgreind til að stilla athæfi sínu í hóf. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hafa orðið 6 dauðaslys í umferðinni fyrstu 9 mánuði ársins 1956, en á 5 árum hafa 23 beðið ba.na í Reykjavík. 1300 árekstrar urðu í bænum fyrstu 9 mánuði ársins, en 1060 á sama tíma árið áður. Arekstra- og umferðarslysafjöldinn, sem er orðinn ískyggilegur, hefur í för með sér, auk hinna átakanlegu dauða- slysa,, Iimlestingar á fjölda manna og gífurlegt eignatjón. Nú þarf lögreglan að fara að láta okkur í té sundurliðaða skýrslu um aldursflokkana, er í slysunum lenda. Á hvaða aldri eru þeir menn ? Eru það karlar eða konur ? Hve oft er gangandi fólk orsökin ? Eru vörubílar skæðari en önnurí bílategfund ? Og hvað svo um vélhjólin ? Nauðsynlegt er að fá yfirlit yfir þetta. ---oOo----- Konur beftri bílsftjórar Ekki er laust við, að almenningi sé gefið það í skyn með eins konar glettni, að minsta kosti hér á landi, að konur séu síður hæfir bílstjórar en karlmenn. Nú vill svo til, að frakkneskt blað birt- ir þá fregn, að tryggingafélög gefi 20% trygginga-afslátt á þeim bílum, sem konur stjórna eingöngu. Það verður að vera sannanlegt, að enginn karlmaður aki þeim. Hvernig lízt ykkur á, borgin- mannlegu bílstjórar, sem hafið haft það til, að henda gaman að akstri kvenna? Gerið svo vel að taka ofan fyrir þeim og biðja afsökunar. Rannsókn hefur sýnt það, og er það ekkert vafamál, að minsta kosti í Ameríku eru konur tald- ar öruggari ökumenn en karlmennirnir. Köllun konunnar hefur jafnan verið öllu fremur sú, að bjarga mannslífum, en karlmenn hafa því miður oft stundað mjög að glata þeim. Þar kemur og kæruleysi og glannaháttur til greina. ---------------ooOoo-------- Frægur leikari lék eitt sinn Rikhard þriðja og þrumaði hina frægu setningu: — Hest ! Heilt kongsríki fyrir hest ! Þá heyrðist rödd úr efstu sætunum: Má það ekki alveg eins vel vera asni ? Leikarinn svaraði hiklaust: — Jú, kom þú bara. --------ooOoo------- F r ú i n spyr: — Hvað er verið að leika ? Vörðurinn: — Níundu hljóm- kviðuna. F r ú i n : — Kem ég þá svona seint? -------------ooOoo-------- Ef þér hættið að reykja, sagði lækn- irinn, getið þér lifað enn 30 ár. En álítur læknirinn ekki, að það sé of seint fyrir mig að hætta ? — Aldrei of seint. — Ágætt, þá reyki ég nokkur ár enn. Hembygden. -------ooOoo-------- B. F. Ö. deild á Akureyri Um mánaðamótin október, nóvember var stofnuð á Akureyri deild í Bindindisfélagi ökumanna. Stofnendur voru 30. Formaður deildarinnar var kjörinn Ragnar Steinbergs- son, lögfræðingur. Aðrar fregnir liefur blað- ið ekki enn af þessari myndarlegu viðbót í þenna unga félagsskap, en veit að deildin cr vel mönnuð og óskar henni allra heilla. Lögreglan í Japan. lét sér liugkvæmast snjallræði, sem kvað liafa gefizt prýðilega. Hún bauð 200 dóm- feldum drykkjumönnum til tedrykkju og lét þá hlusta á ræðustúfa, sein skólabörn fluttu um viðbjóð þeirra á drykkjumönnum. ----------------ooOoo--------- / Svisslandi. eru fjögur ávaxtatré á hvert mansbarn í landinu. Alls eru ávaxtatrén 20 milljónir. Af hverjum sex. áfengissjúklingum í Bandaríkjunum er einn kvenmaður, segir prófessor Jellinek, áfengismálaráðunautur heilbrigðisstofnunar sameinuðu þjóðanna. Svíviröilegasta vopniö. Þjóðir liafa leikið það stundum, að reyna að veikja andstöðuþjóð með því að iðka þar leynilega eiturlyfjasölu. Formaður eitur- lyfjavarna í Bandaríkjunum, Harry J. Ansl- inger, telur, að slík leynisala eiturlyfja frá kommunistaveldi Kínverja til Bandaríkj- anna nemi árlega 80 milljónum dollara. Er þetta eitt vitni enn um siðferði þjóða. --------ooOoo--------- Þetta hefur unnizt. Til eru skýrslur, er sýna, að um síðustu aldamót voru árlegar kærur fyrir ölvun á almanna færi og ölvunarbrot í Bretlandi 200,000, en þá voru íbúarnir 33 milljónir. Nú eru hinar árlegu kærur fyrir hið sama aðeins 50,000, en íbúafjöldinn þó 44 milljónir. Menn gleyma því víst, hvernig áfengis- neyzlan var áður fyrr, er þeir til ófræging- ar bindindisstarfinu fullyrða, að ekkert hafi á unnizt. Á slíkt fleipur mega menn ekki leggja trúnað. Bindindishreyfingin hefur í samstarfi við almenna menningu unnið mikla sigra. / Canada. drukku menn áfenga drykki fyrir 869 milljónir dollara árið 1953, en 867 árið 1954. Hófsemdarfélagið, sem kappsamlegast vann að afnámi áfengisbannsins, hefur svikizt illa um að rækta hófsemdina í landinu. -----------------ooOoo--------- Áfengismál Svía í merku fræðiriti •— Alkoholfrágan — sem sænskir lærdómsmenn sjá um, eru ítar- legar skýrslur um áfengismál Svía. Þar er þess getið, að árið 1955 hafi áfengissalan aukizt um 42% á síðasta fjórðungi ársins, horið saman við þann ársfjórðung 1954. Áfengisneyzla þjóðarinnar var 3,73 lítrar á mann af 100% áfengi árið 1954, en steig í 4,09 árið 1955. Heildaráfengissalan varð 1,539,000,000 sænskar krónur árið 1955, en var árið áður 1,357,000,000. Ölvunarafbrotum fjölgaði úr 40,980 í 49,127 meðal karlmanna, en þeim fækkaði meðal kvenna. --------ooOoo---------- Þeir kaupendur blaðsins, sem enn hafa ekki greitt þenna árgang, ekki t. d. sinnt póstkröfunum, sem þeim hafa verið sendar, ættu að gefa blaðinu þá jólagjöf að greiða þessa litlu skuld. Eining reynir að standa í skilum við kaupendur sína og ætlast til hins sama af þeim. mér að bera matinn upp. Þau fylgdust öll ofan, en er þau komu upp aftur, var Hrafnhildur steinsofnuð. Bergljót lét börnin fara heim í sitt hús, en var ein eftir á bænum þar til Hrafnhildur vaknaði, og þá virtist hún vera allhress. Hún náði sér nú furðu fljótt, en henni varð það aldrei fullljóst, hvernig henni hafði liðið nóttina, sem Gunn- hildur dó, og þær sem verið höfðu hjá henni, töldu réttast að tala sem minnst um það við hana. Daginn, sem Gunnhildur var jarðsungin, lét Hrafnhildur skíra litla drenginn við kistu móður hans, áður en hún var borin út úr bænum. Drenginn lét hún heita Gunnar. — Framh.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.