Eining - 01.04.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.04.1957, Blaðsíða 3
EINING 3 Hannes var um langt skeið einn af forystumönnum Góðtemplara í Siglu- firði, og lengst af umboðsmaður stór- templars í St. Framsókn. Hannes hefur jafnan verið ótrauður liðsmaður fyrir málstað Reglunnar, hvort heldur hefur verið til sóknar eða varnar. Hann er vel máli farinn og prýðilega ritfær og hef- ur verið ritstjóri margra blaða, sem út hafa verið gefin í Siglufirði. Var hann t. d. fyrsti ritstjóri ,,Regins“, blaðs templara í Siglufirði, er nú hefur komið út um 20 ára skeið. Hannes er skáldmæltur vel og hafa ljóð hans birtzt víða, meðal annars í söngbókum templara. I Siglufirði eru oft sungin ljóð eftir Hannes, bæði á gleðimótum og við hátíðleg og alvarleg tækkifæri. Þegar karlakórinn ,,Vísir“ þurfti að láta þýða söngtexta, þótti jafn- an sjálfsagt að leita til Hannesar Jónas- sonar. A þessu ári eru liðin 35 ár, síðan Hannes gerðist Góðtemplari. Hann tel- ur sig standa í mikilli þakkarskuld við Regluna, en eins má segja, að Reglan standi í þakkarskuld við hann fyrir langt og trúfast starf fyrir málstað hennar. Allir, sem vinna að því að efla bindind- issemi og reglusemi meðal þjóðarinnar, vinna heillaríkt starf í þágu alþjóðar. Hannes var kvæntur Kristínu Þor- steinsdóttur frá Stóru-Hámundarstöðum í Eyjafirði, en hún lézt 1932. Frú Krístín var merkiskona og samhent manni sín- um í starfinu fyrir Regluna. Var hún lengi gæzlumaður barnastúkunnar „Eyrarrós” í Siglufirði. Af börnum þeirra eru á lífi: Steindór, bakarameistari, í Siglufirði, Kristín, sem stendu,r fyrir heimili föður síns, Þor- steinn, óperusöngvari, í Reykjavík, og Jóhann, háskólakennari og bókavörður við Cornellháskólann í Iþöku í Banda- ríkjunum. Hallfríður, húsfreyja, í Siglu- firði lézt fyrir nokkrum árum, var hún elzta barn þeirra hjóna. Við vinir og samherjar Hannesar Jónassonar sendum honum þakklæti og árnaðaróskir, í tilefni af áttræðisafmæli hans og óskum honum heilla og bless- unar á komandi dögum. Óskar J. Þorlúksson. Nýtt blcað um bindindi og dfengismói Áfengisvarnanefnd Akureyrar hefur haf- ið útgáfu á litlu blaði, sem œtlað er það hlutverk fyrst og fremst að fræða bæjarbúa um framvindu áfengismálanna. Blaðið heit- ir Sindri. Ritstjóri þess er séra Kristján Róbertsson, en aðrir í áfengisvarnanefnd Akureyrar eru: Hannes J. Magnússon, Ei- ríkur Sigurðsson, Stefán Ág. Kristjánsson, Ragnar Steinbergsson, Einar Kristjánsson og Bjarni Halldórsson. Eining býður Sindra velkominn í sam- starfið. Frú Sveinlaug Hall- dórsdóttir áttræó Enginn hittir þar fýrir beygða sál eftir 80 ára ævigöngu. Ég brá mér til Hafnarfjarðar í þeim erindum að fá lán- aða mynd af frúnni, og leyfi til að birta hana í Einingu. Auðvitað var það ekki auðsótt, því að frú Sveinlaug á víst enn eftir alllanga leið til þess að komast á raupsaldurinn. En hið versta var, að frúin gat afsakað sig með því, að mynd væri ekki til, nema þessi, sem lesendur blaðsins sjá hér. Hver mundi nú trúa því, sem virðir fyrir sér þessa mynd, af slíkri fríðleikskonu, að engar myndir hafi verið teknar af henni, en sú er þó staðreyndin. Dætur fríðleikskvenna mega hrósa happi, því að oftast fá þær sinn vel mælda hlut af þeim arfi, og bera þá mæðrum sínum vitni. Þær eru þá eins konar mynd. Það, sem fremur öllu einkennir frú Sveinlaugu, er dugnaðurinn, heilindin og vænleikurinn. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður Kristjánsson, héldu um áratugi Hótel Hafnarfjörð, einnig hafði hún sumar-veitingastaðinn við Gullfoss milli 10 og 20 ár. Hún var því mörgum kunn, og að góðu einu, bæði innlendum og erlendum mönnum. Þessi sæmdarhjón voru meðal þekktustu og vinsælustu borgara Hafnarfjarðar. Komu þar mjög við félagslíf og athafna- líf bæjarins, og mætti margt nefna, sem ekki verður þó rúm fyrir hér. Að Ein- ing óskaði þess, að mega birta mynd af frú Sveinlaugu við þessi tímamót ævi hennar, var ekki sízt vegna afskipta þeirra af starfi templara og annarra bindindismanna. Sigurður var einn hinna traustu templara Hafnarfjarðar og frúin hefur svo oft staðið fyrir veit- ingum í sambandi við samkvæmislíf templara, að hún á þar miklar þakkir skilið, því að engu kastar frú Sveinlaug höndunum. Eiginlega lagði frúin bann við, að um sig yrði skrifað, og verð ég því að hafa orð mín fá og hófleg, en allir sem þekkja hana og heimili henn- ar og störf, munu vera mér sammála í því, að þar hefur farið hin mesta rausn- arkona, sem fagrar dyggðir og miklir mannkostir hafa prýtt. Slíkar konur hafa löngum gagnað þjóð sinni bezt. Frú Sveinlaug varð áttræð 28. marz sl. Hún er fædd að Staðarbakka í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi. Líklega hefur hún gengið á Helgafell á æskudögum sínum og borið þar fram ósk sína gegnt upprennandi sól, og í sólarátt mun hún hafa horft mjög alla sína farsælu ævi. Eins og títt er um góða búmenn, er hún barn morgunstundarinnar. Dagsverk hennar hefst enn sem fyrr klukkan 6 árdegis, og þegar aðaldagsverkinu er lokið, grípur hún prjónana, heklunál- inu eða rokkinn. Iðjuleysi þekkir hún ekki og þess vegna ekki heldur leiðindi. Glöð og þakklát við lífið hefur hún geng- ið hvert sitt spor, og það hefur lífið laun- að henni og látið hana verða blessunar sinnar aðnjótandi. — Lifi hún heil og sæl við kvöldsólar ljóma og varma, og aftanskinsroða minningalandanna. Pétur SigurSsson. Opnað lyrsfta bind- indisbókasafnið á íslandi Góðtemplarareglan á Islandi opnaði bindindisbókasafn og lesstofu 27. marz sl. Bókafulltrúi ríkisins, Guðm. G. Hagalín, rithöfundur, hafði boðað blaða- menn á fund klukkan 4 þenna dag, og við kaffiborðið skýrði hann nokkuð frá uppruna og tilgangi safnsins. Þessi ný- græðingur, er hvorki hávaxinn né gam- all. Safnið er stofnað 16. desember 1952. Áður hafði þó Einar Björnsson, þá verandi þingtemplar, viðað að sér allmiklu af innlendum og erlendum rit- um og bókum um bindindi og áfengis- mál, og eftir að afráðið er að koma upp þessu safni, hefur hann átt mestan þátt- inn í eflingu þess. Fjárhagsstyrks hefur það notið frá áfengisvarnaráði. Safnið er til húsa í ófullnægjandi húsakosti í garði templarahallarinnar, Fríkirkjuvegur 11 og hefur því eiginlega ekki mátt vaxa hröðum vexti, en í því eru nú 1500—1600 bindi og rit, þar af 600 íslenzk. Ætlunin er að safna öllu, sem unnt er af innlendum ritum, bók- um og ritgerðum um bindindi og áfeng- ismál, einnig fundargerðabókum og viss- um myndum. Sennilegt er, að víða á íandinu sé ýmislegt það í fórum manna, sem bezt væri komið í þessu bókasafni. Vonandi hugsa menn vel til þess og láta

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.