Eining - 01.04.1957, Síða 4

Eining - 01.04.1957, Síða 4
4 EINING Frá áfengisvarnaráði Samband bindindisfélaga í Finnlandi heldur landsþing sitt 27.—28. apríl n.k. í Helsingfors, og hefur það boðið áfengisvarnaráði að senda fulltrúa á þingið. Ráðið hefur þegið boðið og kjörið Magnús Jónsson alþm. til farar- innar. -------ooOoo------- Hátemplcir kemur hingað til lands Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands bauð hátemplar nokkru eftir nýár heim á næsta stórstúkuþing. Skýrði hann frá, að hann gæti komið síðara hluta júní- mánaðar. Nú hefur stórstúkuþing verið ákveðið 25.—28. júní í Reykjavík. Há- templar mun koma með flugvél frá Kast- rup að kvöldi 19. júní. Fyrir þingið mun hann ferðast bæði norðanlands og sunnan, og verður nánar sagt frá því síðar. — Er það framkvæmdanefndinni og öllum templurum í landinu mikil á- nægja, að hátemplar skyldi þekkjast boð vort, og væntum vér í alla staði ins bezta af komu hans hingað til lands. Hátemplar er sem kunnugt er yfirmað- ur heimsreglu Góðtemplara. Sá sem skipar það sæti nú er RUBEN WAGNS- SON, landshöfðingi í Kalmar. Hann hefur skipað öndvegi heimsreglunnar 10 ár (kjörinn 1947). Hann er maður hálfsjötugur að aldri. — Einn hátempl- ar hefur áður komið til Islands (Oscar Olsson). Það var 1934. -------ooOoo------- Áfengisvarnaráð hefur ráðið erindreka fyrir nokkru, Pét- ur Björnsson, kaupm. á Siglufirði, Axel Jónsson, sundlaugarvörð í Kópavogi, og frú Guðlaugu Narfadóttur í Reykjavík. Pétri er ætlað að starfa í Norðlendinga- fjórðungi inum forna og í Múlasýslum og Austur-Skaptafellssýslu. — Axel fær verksvið í Vestur-Skaptafells-, Rangár- valla- og Kjósarsýslum, og frú Guðlaug í Gullbringusýslu. Auk þess mun hún mæta á fundum kvenfélaga og kvenfé- lagasambanda í landinu til þess að greiða þar sem bezt fyrir bindindismál- inu. -------ooOoo---t--- Nýlega er komin út ný reglugerð fyrir áfengis- varnanefndir, staðfest 13. febrúar. Hef- ur hún verið send öllum áfengisvarna- nefndum með kennslukverinu „Ungur nemur — gamall temur“. Frumvarp til umferðalaga liggur nú fyrir Alþingi. Sendi allsherjar- nefnd efri deildar Alþingis áfengisvarna- ráði frv. til umsagnar. Miðuðu bending- ar ráðsins til Alþingis allar að því að tryggja umferðina sem bezt með kröf- um til þeirra, sem stjórna vélknúnum ökutæjum, sér í lagi með banni gegn áfengisneyzlu. — Frv. þetta er samið af milliþinganefnd, óg áttu sæti í henni: Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri í Reykjavík, Geir G. Zoéga, fv. vegamála- stjóri, Benedikt Sigurjónsson, cand. jur., Theodór B. Líndal, próf. juris, og Sig- urgeir Jónsson, bæjarfógeti í Kópavogi. --------------ooOoo------ Þorsfeinn M. Jónsson fyrrverandi skólastjóri á Akureyri, flutti erindi fyrir kennurum og nemendum gagnfræðaskólans í Keflavík í f. m., og var inn bezti rómur gerr að máli hans. Einnig flutti Þorsteinn fjögur erindi um bindindismál í skólum á Akureyri 1. febr. s.l. (í menntaskólanum, iðnskól- anum, gagnfræðaskólanum og efsta bekk barnaskólans). ■-----ooOoo------- Stúkan Mínerva I Reykjavík varð 40 ára 24. marz. sl. Hún hefur haft það sér tíl ágætis, flestum góðtempl- arastúkum fremur, að vera eins konar embætt- isrnanna og lærðra manna stúka, bæði á æsku- árum sínum og einnig nú á manndómsárunum. Hún á því sína sögu, bæði þessa og annarra liluta vegna, og verður hennar og afmælisins nánar getið í næsta blaði. því í té það, sem þeir vilja ráðstafa sem hyggilegast af þessum fróðleik. Ýmis- legt af því elsta, sem ritað hefur verið hér á landi um bindindismál, er til í safni þessu, einnig merk erlend söguleg verk þess efnis, sum þeirra nú ófáanleg. Lesstofa safnsins verður opin alla þriðjudaga, klukkan 8—10 síðdegis, þó aðeins þeim, sem eldri eru en 14 ára. Þar geta þeir, sem hug hafa á að kynna sér sem bezt allt um bindindis- og áfeng- ismál, fundið nægan og margvíslegan fróðleik, en í því augnamiði er m. a. efnt til safnsins. Þegar Guðm. G. Hagalín hafði lokið máli sínu, tók stórtemplar, Brynleifur Tobiasson, til máls og þakkaði sérstak- lega Einari Björnssyni fyrir brautryðj- andastarf hans í þágu safnsins. Einar er vörður þess, en þriggjamanna stjóm þess er: Guðmundur G. Hagalín, frá Stórstúku íslands, Brynleifur Tobiasson, frá Áfengisvarnaráði og Einar Björns- son, frá Þingstúku Reykjavíkur. Stofnun þessa bókasafns var aðkall- andi þáttur í starfsemi bindindismanna í landinu. Þeir munu vafalaust unna því og sýna verðugan sóma. Óskasftundir Svo heitir ný ljáðabók, er kom út eftir Kjartan Ólafsson seint á árinu 1956. Þetta er annað bindi, en fleiri ljóðabækur hafa komið út eftir sama höfund. Á þessari öld atómkveðskapar og list- spillingar í máli og myndum, verðum við íslendingar að halda þá menn í heiðri, er sýna þjóðlegri mennt og arfi feðra vorra ræktarsemi. Á öllum liðnum öldum hefur ljóðaform okkar verið þjóð- inni unaðarauki. Það er hinn ómþíði kliður ljóðformsins, sem nær til hjartna okkar og tilfinninga, jafnvel þótt efnið sé ekki eða hafi ævinlega verið gull í goðheima sótt. Kjartan Ólafsson misbýður ekki okk- ar elskaða ljóðaformi. Ljóð hans eru lipur, hlý og vel búin. Þau túlka fyrst og fremst ást hans til lífsins, til móður- moldar, náttúrufegurðar, menningar og dyggða, góðra málefna og samborgar- anna. Þar er haldið tryggð við það, sem ekki má glatast, en þó fagnað farsælum framfarasporum. Þar er ekkert logheitt trúboð á tízkustefnur, er vilja snúa flík- inni við og hafa ranghverfuna út, til þess að vekja athygli og gera hugsun- arlausan múg lipran í taumi. Ljóð Kjart- ans eru öll í þágu hins notalega og far- sæla lífs, ómur sálar, sem kann að gleðjast við það góða, sem er, vona á vöxt þess og stöðugt batnandi og fegurra mannlíf, og umfram allt una þakklát við gleðilindir lífsins. Ræktarsemin er aldrei föðurlands- laus. Kjartan elskar sína heimaborg. Eitt stefið í ljóðinu Borgin mín er á þessa leið: Sem rós við landsins ljósa barm þú ljómar borgin mín. Og allt, sem fegurst fær mig glatt ég finn við brjóstin þín. Við götu þína, garða og tjörn, við geislamerluð sund, þinn yndisfaðmur mætir mér í minninganna lund.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.