Eining - 01.04.1957, Blaðsíða 9
EINING
9
Meiri hlnti þjóðarinnar er mótfallinn
vínveitingum í veizlum ríkisins
Við bindindismenn erum sammála
um, að áfengisveitingar hins opinbera
séu hneyksli — að það sé fráleitt, að
ríkið stuðli að aukinni áfengisneyzlu,
hinum mesta bölvaldi þjóðfélagsins,
með því að veita vín í veizlum sínum.
Auk þess er það frekleg móðgun við
þjóðfélagsþegnana, sem borga brúsann.
Það eru fleiri en bindindismenn, sem
eru mótfallnir þessum vínveitingum. Ef
greitt væri atkvæði um það af atkvæð-
isbærum þegnum þjóðfélagsins, hvort
ríkið ætti að standa fyrir vínveitingum
á kostnað borgaranna, er enginn vafi á
því, að það yrði fellt. Sem sagt, minni
hlutinn kúgar meiri hlutann í krafti
valdhafanna og lætur ríkið veita áfengi
og stuðla með því að aukinni áfengis-
neyzlu með þjóðinni. Þetta er stað-
reyndin.
,,Ef þið templarar tímið ekki að sjá
af þeim fáu krónum, sem fara til slíkra
vínkaupa, því að þær eru aðeins fáar
á hvern gjaldanda, þá væri svo sem
hægt að draga þær frá sköttum ykkar“,
segja vínneytendur máske, ef rætt er um
þessi mál. Hversu heimskuleg er ekki
slík röksemdafærsla? Ef vínneytendur
greiddu einir allan þann kostnað, sem
ríkið verður fyrir beint og óbeint vegna
áfengisneyzlu þeirra, svo sem í aukinni
löggæzlu, fátækrahjálp, sjúkrahjálp —
allt eignatjónið, sem áfengisneyzla veld-
ur — að ekki sé talað um öll mann-
tjónin — þá myndi þeim þykja djúpt
sótt í vasa sína.
En þótt fjárhagshlið málsins sé sleppt,
þá fer ekki á milli mála, hve fáránlegt
það er, að ríkið beiti sér á þenna hátt
fyrir aukinni áfengisneyzlu. Ollum hugs-
andi mönnum er ljóst, jafnt bindindis-
mönnum sem öðrum, að ofnautn á-
fengis er einn mesti bölvaldurinn í þjóð-
félagi okkar. Auðvitað ættu mestu valda-
menn þjóðarinnar á hverjum tíma að
ganga á undan með góðu eftirdæmi. —
Það höfðingjarnir hafast að, hinir ætla
sér leyfist það . . .
Á síðastliðnu vori var samþykkt til-
laga þess efnis á sameiginlegum fundi
stúknanna Einingar og Sóleyjar í
Reykjavík að skora á framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar að skrifa öllum frambjóð-
endum við þingkosningarnar, sem fram-
undan voru, og spyrja þá, hvort þeir
vildu, ef þeir kæmust á þing, beita sér
fyrir afnámi vínveitinga hins opinbera í
veizlum sínum. Skyldi frambjóðanda
jafnframt tilkynnt, að svar hans yrði
birt opinberlega fyrir kosningar eða
svarleysi hans ella. Ég hygg það hafa
verið ætlun þeirra, er að tillögunni
stóðu, að þessi svör yrðu birt rækilega
— og ekki síður nöfn þeirra, sem ekki
virtu bindindismenn svars — og þá jafn-
framt í þeirra eigin stjórnmálablöðum
sem í blöðum andstæðinga. Svo marga
bindindismenn eigum við í hverjum
stjórnmálaflokki, að það hefði verið
hægt, ef nægilegur vilji var fyrir hendi.
Hefði þetta verið gert og frambjóð-
endum verið nægilega ljóst, að það
yrði gert rækilega, er það skoðun mín,
að hægt hefði verið að ganga á fund
nægilega margra þingmanna, þegar
þing kom saman, sem hefðu gefið nægi-
lega jákvæð svör við umræddri spurn-
ingu, til þess að hægt hefði verið að
bera fram með árangri tillögu um af-
nám áfengisveitinga af ríkisins hálfu.
En þetta fór ekki á þann veg. Að vísu
var frambjóðendum skrifað, en svör
þeirra, sem bárust, voru hvorki birt í
dagblöðunum né nöfn þeirra, sem ekki
virtu spyrjendur svars..
Nú er það að vísu svo, að áminnst
tillaga stúknanna kemur nokkuð seint
fram, það var komið of nærri kosning-
um, nema ef brugðizt hefði verið því
snarlegar við. En hvers vegna var ekki
frumkvæðið hjá framkvæmdanefndinni
sjálfri og í tæka tíð?
Eg er þeirrar skoðunar, að ef málið
hefði verið tekið nógu föstum tökum og
bindindismenn í hverjum stjórnmála-
flokki virkjaðir til starfa, hefði árangur
náðst..
Þar sem líta má á þessi orð mín sem
gagnrýni á framkvæmdanefnd Stórstúk-
unnar skal ég gera þá játningu, sem er
sönn, að ég þekki ekki nöfn þeirra
manna, sem eru í nefndinni. Hins veg-
ar er það sannfæring mín, byggð á
reynslu minni af Góðtemplarareglunni
eftir tiltölulega stutta dvöl innan henn-
ar, að þeir hljóti að vera velhugsandi
afbragðs menn, sem hafi unnið bind-
indishreyfingunni mikið gagn, mörgum
sinnum meira gagn en ég. Annars væru
þeir ekki í þessum ábyrgðarstöðum.
Þrátt fyrir það leyfi ég mér að bera
fram þessa gagnrýni og fullyrði, að
hún er gerð af góðum hug. Gagnrýni,
sem borin er fram í góðum hug, skaðar
engan, hvorki þann, sem hún beinist
að, né þann, sem ber hana fram.
FriSjón Stefánsson.
Þar verður líf og f jör
Hið norræna æskulýðssamband góðtempl-
ara heldur þing sitt þriðja hvert ár. Hið
síðasta var í Örebro í Danmörku, en árið
1948 í Aalesund í Noregi. Bæði þau þing
sátu fulltrúar frá íslandi.
Að þessu sinni verður það í Osló, opnað
23. júní og fer þá á eftir mikill sumarsól-
stöðufagnaður, sem er í raun og veru hátíð
hjns heilaga Jóhannesar — St. Hans-fest.
Þá er gaman að vera í Noregi. Bál eru kynt
uppi á fjöllum og sumarsæla liggur í loft-
inu.
Gert er ráð fyrir að tvö til þrjú þúsund
ungmenna frá Norðurlöndunum öllum komi
til þingsins í Oslo, og mikið mun verða um
dýrðir. Höfuðstaðurinn mun sýna þeim alla
gestrisni. Ráðhúsið stendur þeim opið til
þingsetningar og þingslita. Skemmtiferðir
verða farnar og margt haft til uppbygg-
ingar og ánægjuauka. Gætu ungmenni frá
Islandi veitt sér að eyða þarna einhverju
af sumarleyfi sínu, mundi það verða þeim
mjnnisstætt.
-------ooOoo--------
HvaSa œskumenn faka við?
Þcssi spurning kemur oft í liuga minn,
er ég fæ hréf frá ýmsum öldruðum hetjum
á sviði bindindismálanna: Hverjir fylla
sæti þeirra, er þeir falla frá? Hvar eru þeir
ungu menn á meðal vor? Sæti þessj eru
vandfyllt, því að þeir sem víkja úr þeim,
sátu þau af mikilli sæmd.
Bréf var t. d. að berast í dag til Eining-
ar og ritstjórans, frá Jóni Engilbertssyni í
Grindavík, öldungnum á níræðisaldri. Hann
sendir hlaðjnu peninga. Þar er nú ekki ó-
skilsemi. Fleiri slíka mætti nefna, án þeirra
væri starfið kvalræði, því að til eru þeir,
sem hregðast. Jón endar bréf sitt á þessari
ferskeytlu:
„Allir menn um alla jörð
eru bræður, systur.
Eiga að vera í einni lijörð
og yfjrhirðir Kristur“.
Eailcg hugsun. Þyrfti að verða allra. —
Eining þakkar. P. S.
--------ooOoo--------
Reynslan af áfengisútsölunni
á Akureyri í janúarmán. 1957
Eins og kunnugt er, var útsala frá Áfeng-
isverzlun ríkisins opnuð á ný á Akureyri í
byrjun janúarmánaðar, samkvæmt atkvæða-
greiðslu, er fór fram meðal bæjarhúa seint
í síðastliðnum nóvembermánuði. Útsölunni
var lokað í þrjú ár. ■—• Eftir skýrslu yfir-
lögregluþjóns á Akureyri í blaðinu DEGI 13.
fehr. voru 22 menn sektaðir fyrir ölvun á
almannafæri í janúar 1957, en á sama tíma
1956 voru 8 sektaðir fyrir sama. Fjórir
menn voru sviptir ökuleyfi fyrir ölvun í
janúar 1957, en einn á sama tíma 1956.
Vínsmygl komst einnig upp í janúar 1957.
(Frá Áfengisvarnaráði).
Feimin
Feiminn ungur maður fylgdi ungri snót
heim til hennar, en hún var einnig mjög
feimin. Er hún kvaddi unga manninn, bað
hún hann hlessaðan að hafa ekki orð á
þessu við neinn.
„Nei“, sagði ungi maðurinn. „Þú getur
verið viss um, að ég blygðast mín sjálfur
fyrir þetta engu síður en þú“.