Eining - 01.04.1957, Page 11
EINING
11
ársskýrslnr Bláa bandsins og A„ A.
Báðar eru þessar skýrslur ársins 1956
allathyglisverðar. Frá 22. okt. 1955 til
31. desember tók Bláa bandið á móti
590 manns, konum og körlum. Af þess-
um komu 366 til dvalar einu sinni, 234
komu tvisvar eða oftar.
Á þessu tímabili dvöldu á Bláa band-
inu 339 karlar og 27 konur, mismun-
andi lengi og er skrá í skýrslunni yfir
lengd dvalartímans. Hæst er tala vist-
mannanna, 65, á aldrinum 31—35, 59
á aldrinum 36—40. Það er á blóma-
skeiði ævinnar. Lægst er talan á aldr-
inum 17—20. Þeir eru 6. Enda er þetta
lágur aldur til þess að vera orðinn of-
drykkjumaður. Flestir hafa þó þessir
vistmenn, 292 af 361, byrjað að drekka
20 ára og yngri. 162 vistmanna voru
ókvæntir og 59 fráskildir.
Illa gengur mönnum að gera grein
fyrir orsök óreglunnar, 77 töldu þó
helzt hjónaskilnað og ósamkomulag í
hjónabandinu orsökina.
Eftir vissan tíma á Bláa bandinu fá
vistmenn þess leyfi til að fara út í bæ
síðari hluta dagsins, og segir í skýrsl-
unni, að það séu „hreinar undantekn-
ingar að menn misnoti útivistarleyfið
þannig, að þeir komi heim drukknir eða
með vín“.
Sýnir þetta eins og oftar, að traust
vekur menn til dáða.
Vikulega eru kvöldvökur á heimilinu.
Eru þá allir vistmenn viðstaddir, einnig
læknir, forstjóri og hjúkrunarkona. For-
maður Bláa bandsins, Jónas Guðmunds-
son, annast kvöldvökurnar, og mun ó-
hætt að treysta því, að þær geri sitt
fulla gagn. Yfirleitt sýnir skýrslan, að
vel er á öllu haldið varðandi þetta mark-
verða heimili. Vistmenn venjast á hrein-
læti, að ganga vel um utan húss og inn-
an. Þeir búa um rúm sín, ræsta her-
bergi sín og hjálpa til á ýmsa lund.
Rúmt hundrað vistmanna hafa hætt
áfengisneyzlu, eða V3 og annar V3 hluti
þeirra allra fengið verulega bót. „Virð-
ist hælisvistin þannig vera fullkomlega
jákvæð fyrir % þeirra er þangað koma“,
segir í skýrslunni, sem birtir sundurlið-
aðar tölur um þetta.
Bláa bandið hefur haft náið samstarf
við vinnuhælið að Gunnarsholti, og
hafa margir vistmenn Bláa bandsins
farið þangað. Það er sjáanlegt að nokk-
uð miðar í rétta átt um meðferð drykkju-
sjúkra manna í landinu, en fullkomn-
ara þarf skipulagið þó að verða, sam-
vinnan sem nánust milli hælanna, sem
þyrftu og að vera fleiri, og helzt öll
undir einni stjórn. Starfsemi þessa verð-
ur að efla á meðan ríkið vill selja áfengi
þegnum sínum til eyðileggingar, og
þjóðin vill rækta drykkjusýkina, en
skýrslan, sem hér er minnst á, sýnir
eins og margt annað, að óglæsileg er
uppskera ríkisins af áfengissölunni.
A. A. samtökin.
Eiginlega er Bláa bandið afkvæmi A.
A. félagsins. Margir þeirra, er dvelja í
heimili Bláa bandsins, sækja fundi A.
A. samtakanna, og þau styrkja Bláa
bandið á ýmsa lund, gáfu heimilinu t.
d. píanó, sem kostaði 10500 krónur.
Sömuleiðis reyna þessi samtök að lið-
sinna þeim, sem koma frá vinnuhælinu
að Gunnarsholti. Tveir úr stjórninni,
þeir Guðmundur Jóhannsson og Vil-
hjálmur Heiðdal, skiptast á um að fara
vikulega austur að Gunnarsholti til þess
að ræða við vistmenn þar og kynna sér
framtíðaráætlun þeirra. En svo fara sum-
ir vistmenn Bláa bandsins í vinnuhælið
að Gunnarsholti. Af þeim 25, sem á sl.
ári fóru af heimili Bláa bandsins á önn-
ur hæli, fóru langflestir að Gunnars-
holti.
Við síðustu áramót voru 493 félag-
ar innritaðir í Reykjavíkurdeild A. A.
samtakanna, 52 fundi hafði deildin á
liðnu ári og alls sóttu fundina 2773 fé-
lagar. I skýrslunni er þess getið, að 90
manns, sem af alvöru hafi farið eftir
ábendingu félagsskaparins, hafi alger-
lega breytt um líferni, hætt að fullu og
öllu fyrri drykkjuskap og verið nú reglu-
menn í 1—2 ár. Á skrifstofu samtak-
anna komu á sl. ári 1768 manns, er var
veitt leiðbeiningar, en auk þess var 420
mönnum veitt aðstoð um útvegun at-
vinnu, húsnæðis, og á ýmsan annan
hátt.
A. A. samtökin hafa nú starfað þrjú
ár. Þörf þeirra er augljós og árangur
starfseminnar góður. Ein mesta nauðsjm
samtakanna er að eignast nægilegan
húsakost. Öll félagsstarfsemi, sem á að
geta þrifizt vel og gert fullt gagn, verð-
ur að vera fjölþætt, en það útheimtir
hæfilegt húsnæði.
Vonandi er, að á næstu árum eflist
sem bezt allir þeir kraftar í landinu,
sem vinna gegn áfengisbölinu og áfeng-
issýkinni, og að allt það starf verði svo
vel samræmt og skipulagt, að til fyrir-
myndar sé, en heitasta ósk okkar margra
er þó sú, að þjóðin vaxi svo að viti og
andlegum þroska, einnig hver ríkis-
stjórn, að skrúfað verði fyrir áfengis-
kranann og þannig bundinn endi á rækt-
un áfengissýkinnar. Það eitt er sam-
boðið skynsemi og siðmenntuðum þjóð-
um.
-------00O00------——
Raunin mín
Ó, Guð, þú veizt, hve breysk við erum,
börnin þín.
Gegn þínum vilja þráfalt gerum.
Það er raunin mín.
Litlar syndir blinda oss
og byrgja sólarsýn.
Þá lokast okkar litlu hjörtu
Ijósinu, sem skín.
Hálfvillt því á hættuleiðum
hrópum við til þín.
P. S.
maður hennar var ekki heilbrigður, að sál hans var sjúk, og
þetta hafði henni verið lengi ljóst, en hún hafði vonað, að úr
mundi rætast og því reynt að umbera allt möglunarlaust.
En þetta — þetta síðasta uppátæki hans. Hvernig átti hún
að taka því? Átti hún að víkja strax eða bíða átekta? Henni
fannst hún ekki geta komizt nógu langt burt frá Hrauni, til
þess að vera að fara alfarin þaðan. Hún afréð því að vera
kyrr og sjá hvað gerðist, að minnsta kosti fyrst um sinn.
Gísli kom nokkrum dögum seinna, og hún sagði honum
frá áformi sínu.
„Auðvitað verður þú að ráða sjálf“, sagði Gísli, „en ég
held að þér sé mikill vandi á höndum. Þú unir þér aldrei
stundu lengur undir sama þaki og Bessa, það er ég viss um.
Ég hef heyrt, að þeirra sé von á laugardaginn, tími er því
ekki mikill til stefnu, en ef þú skildir skipta um skoðun áður,
þá veiztu, að þú ert velkomin hvenær sem er til okkar hjón-
anna.
Búnaðarbanki Islands
Stofnaður með lögum 14. júní 1929.
Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn
og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er
ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn
annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu
í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtökuskirteinum.
Greiðir hæstu innlánsvexti.
Aðalaðsetur í Reykjavík: Austurstrœti 9.
Útibú á Akureyri.