Eining - 01.04.1957, Page 12

Eining - 01.04.1957, Page 12
12 EINING Geigvænlegu mann- drápin á þjjóðbrauft- unum Ameríska tímaritið Listen birtir eftir- farandi tölur: Á tímabilinu 1775—1955 misstu Bandaríkin 1,130,393 menn í styrjöld- um. Á tímabilinu 1900—1955 fórust í landinu 1,149,414 í umferðarslysum. Tapið í styrjöldunum var þetta: í frelsisstríðinu................. 4,435 1 stríðinu 1812 .................. 2,260 f mexíkanska stríðinu .... 13,283 í borgarastríðinu ............. 529,332 I spánsk-ameríska stríðinu 2,446 I fyrri heimsstyrjöldinni . . 116,563 í síðari heimsstyrjöldinni . 407,828 I Kóreu-styrjöldinni...... 54,246 Samtals: 1,130,393 Aðeins á einu ári, 1955, slösuðust fleiri menn í umferðinni í Bandaríkjun- um, en særðust á vígvellinum í öllum styrjöldum þjóðarinnar frá upphafi hennar. Að minnsta kosti einn fjórði, 25%, allra þessara umferðarslysa orsakast af áfengisneyzlu, en slíku er oft reynt að Ieyna. Tvö víðlesin og merk rit, U. S. News and World Report og Readers Digest, birtu þessar geigvænlegu tölur um umferðarslysin, en þar var ekki vikið einu orði að því, að áfengisneyzl- an ætti þar á nokkra sök. Hvers vegna að vægja þessum mesta skaðvaldi og breiða yfir stórsyndir hans? Verk hans eru ekki geðslegri en styrjaldirnar, en hvortteggja ávöxtur vanþroska og blindni. Árið 1955 voru 138 ökumenn í Delaware riðnir við 97 umferðarslys, er leiddu til dauða. Af þessumm voru 56 undir áhrifum áfengis. Flest verða slysin um helgar. Þá eru menn að skemmta sér, þá drekka menn og aka glannalega. Misheppnuð bind- indissókn í Rúss- landi Bæði sænski Reformatorn og Dansk Good Templar greina frá misheppnaðri bindindissókn í Rússlandi. Þessari sókn var hrundið af stað fyrir nokkrum ár- um. Forustuna hafði rithöfundur, Fjo- dor Gladkov að nafni. Þátttakan var mikil frá ungmennasamtökum, iðnaðar- mannasamtökum, blöðum og útvarpi. Blöð í Rússlandi greindu svo frá tölu- verðum árangri, en engin bindindisfé- lög vor stofnuð og svo hneig aldan, og nú er kvartað undan vaxandi drykkju- skap, og ekki sízt æskumanna. Glæpir fylgja auðvitað drykkjuskapnum. Til dæmis skrifar einn þjónn ríkisins í mál- gagn rithöfunda í Úkraínu: „Reynslan er sú, að mestur hluti bíl- slysa, ofbeldisárása og þjófnaðar er í sambandi við drykkjuskap. Olvaðir fremja menn slíkt til þess að reyna að ná í peninga til áfengiskaupa. Sérhver ákærandi og dómari getur nefnt fjölda slíkra tilfella, að yfirleitt og næstum undantekningarlaust séu hinir grófari glæpir framdir á mönnum undir áhrif- um „græna ormsins“ (það er Vodka)“. Þá er sagt, að ölvun við akstur fari mjög í vöxt, einnig að menn fremji hníf- stungur í ölvunarástandi. Þess er get- ið, að á síðast liðnum mánuðum hafi blöð í Rússlandi skýrt frá fjórum slík- um morðum. Allir fengu morðingjarnir fjórir dauðadóm, en skýrt kom það fram í réttinum, að hnífnum hefðu þeir beitt í ölvunarástandi. Þetta er gamla sagan: Selja mönn- um áfengi og refsa þeim svo fyrir glæpi, er þeir drýgja í dómgreindarleysis á- standi. Það er nú ef til vill ekki hættulaust að minnast á það upphátt, að einhver siðspilling kunni að eiga sér stað í Rúss- landi eins og öðrum löndum, t. d. drykkjuskapur leiðtoganna og annarra. Ég minnist þess, er ég hér á árunum gat þess í útvarpsþætti, að enskur rithöf- undur, sem lýsti siðgæðisástandi bæði hjá sinni þjóð og öðrum, vitnaði í rúss- neskt blað um vissa siðspillingu í Rússlandi upp úr byltingarárunum, að þá æpti einhver móðursjúkur réttlínu- ofsatrúarmaður:: „Sovíetníð, Sovíet- níð“, en ekkert heyrðist þó í þeim barka, er Krusjtsjov var fyrir skömmu að hella úr skálum reiði sinnar yfir Stalin. Eitt er víst, að í sambandi við áfeng- ið, er víst manneðlið alls staðar svipað einnig í Rússlandi. P. S. --------ooOoo------- Sendir Einingu flöskuvirði Hreppstjóri nokkur, hniginn á efra aldur, sendir blaðinu peningagjöf og skrifar á þessa leið: ,,Ég hef hugsað mér að minnka innkaup mín árlega framvegis uin eina flösku svarta- dauða, og þá peninga, er ég spara þannig, ætla ég að yfirfæra til Einingar ár hvert ineðan ég get lesið ritið mér til ánægju, og ég held líka til fróðleiks og betri dyggða. Brennivínið hefur víst hækkað í verðj nú upp úr síðustu áramótum, og er þar ekki skaði skeður, ef allt annað á að lækka í verði í landi voru, eins og mér skildist á síðustu útvarpsumræðum, og er vel ef svo giftusamlega tekst, því að næg var og er dýrtíðin. Hins vegar mun betra að byggja ekki um of á slíku orðagjálfri". Bezt mun að geta þess, að bréfritarinn er stakur bindindismaður og á ekkert við á- fengiskaup. Upphaf bréfsins væri gaman að birta, en kynni mörgum að þykja of inikið lirós um Einingu og skal því kyrrt liggja, en bréf- ritara sendi ég innilegustu þakkir og beztu kveðjur. P. S. ■-------ooOoo--------- 100 ára afmœli Árið 1959, 29. desember, eru liðin 100 ár frá því, er stofnað var í Noregi fyrsta félagið, er hafði algert hindindi á stefnu- skrá sinni. Bindindismenn í Noregi búa sig nú undir mikil hátíðarhöld í sambandi við þetta afmæli. Undirbúningur er þegar haf- inn. Eitt í áætluninni er það, að hafa bætt við liðsveit bindindismanna í landinu 10,000 nýjum félögum, ungum og eldri. Stefnt er og að því, að hafa safnað 250,000 norskra króna til starfsjns. Þessir tveir áætlunarlið- ir gilda aðeins fyrir liið sérstaka landssam- band, er heitir Det norske Totalavholds- selskap. Það er þetta samband, sem á 100 ára afmæli 1959. Samband þetta áformar einnig margþætt og sterkt fræðslu- og útbreiðslustarf. Af- mælishátíðarhald landssambandsins verður í Stavanger, en mikil hátíðarhöld verða einnig í Oslo og víðar um landið. Á sama tíma sem þetta 100 ára afmæli þessa sér- staka landssambands, er það einnig 100 ára afinæli bindindishreyfingarinnar í Nor- egi, og verður þátttakan því almenn. -----------------ooOoo--------- John Wesley segir: „Fáið mér hundrað prédikara, sem óttast ekkert nema synd og þrá ekkert nema Guð, nákvæmlega sama hvort þeir eru leikmenn eða lærðir. Þeir munu megna að láta hlið helvítis nötra, og stofna himnaríki á jörðu. Guð gerir ekkert nema sem svar við bæn“. -----------ooOoo------------ Áfengisneyzlan styttir œvina. Dr. Frederick Lemere, við Shadel hælið í Seattle í Washingtonríkinu, safnaði ævi- sögugögnuin 500 ofdrykkjumanna, er dáið höfðu árið 1952, og rannsakaði þau. Meðalaldur þessara áfengissýktu manna var 52 ár, en meðalaldur Ameríkumanna yfirleitt er 72 ár. 16% þessara ofdrykkju- manna náði 75 ára aldri eða meira, en 12% náðu aðeins 40 ára aldri. Aðra rannsókn á æviárum 10,500 áfengis- sjúklinga, sem fluttir höfðu verið í Was- hingtonian sjúkrahúsið í Boston árin 1939 -1951, framkvæmdi dr. Joseph Thimann, yfirlæknir lyfjadeildar sjúkrahússins. Með- alaldur þessara ofdrykkjumanna, er þeir dóu, var 41 ár. Næstum engir náðu 70 ára aldri, en 60% dóu um fertugt eða fyrr. The Foundation Saijs. -------ooOoo-------- Þess var þörf LTng kennslukona spurði hina kornungu nemendur sína, hvort lTeir bæðu nokkru sinni til Guðs. Ein litla snótin reis úr sæti sínu og sagði: „Ég bið á hverju kvöldi til Guðs, sem ræður yfir öllu. Og svo bið ég fyrir mömmu og pabba, og ég skal segja yður, ungfrú, að þess gerist þörf“.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.