Eining - 01.04.1959, Blaðsíða 6
i
6
EINING
E I N I N G
Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurösson.
Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands.
Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982,
Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi.
Sími blaðsins er 1 59 56.
Árgangur blaðsins koslar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak.
Verið á verði
okkur hætta er á því, að spjall eins og það, sem hér
fer á eftir, kunni að þreyta lesendur blaðsins og að
sumir kunni jafnvel að ganga algerlega framhjá því,
sökum þess, að naumast er unnt að gleypa það í sig eins og
einhverja æsifregn. Nú er samt full ástæða til þess, að þjóðin
vaki og sé á verði. Innvortis meinsemd getur oft leynst undir
glæsilegu yfirborði. Utvortis glæsimenning fylgir jafnan
glaumur. Verður mönnum þá á að heyra hvorki viðvaranir
né hrópin um hjálp.
Gerir íslenzka þjóðin sér ljóst, að í skjóli fávíslegra áfengs-
laga, rís nú hvert glæsilega veitingahúsið af öðru, og kannski
einna helzt á stöðum þar sem minnst ber á, þótt menn aki
um miðjar nætur ölvaðir burt frá áfengisdrykkju, brjóti þar
með lög og stofni lífi sínu og annarra, í hættu. Gamla ill-
ræmda knæpan er að rísa upp á ný, grímuklædd að nokkru
leyti. A henni skal nú vera glæsibragur, lögin heimta það,
en slíkt er auðvelt, því að áfengissala er öruggur gróðavegur.
Á slíkum stöðum skulu einnig lagðar snörur fyrir hina ungu
kynslóð þjóðarinnar. Getur þá farið svo, að hér og þar heyr-
ist angistaróp frá drukknandi sálum, og enginn veit hverra
börn það kunna að vera. — Verið á verði.
Ópið/ sem heyrisft hæsft
Drukknandi menn
Sið nemum staðar við eina stærstu baðstöð á ströndu
Cafiforníu. Þar er geyislegur mannfjöldi, ungir og aldr-
aðir, konur, karlar og börn. Einna mest ber þó á æsku-
mönnum á blómaskeiði. Þar er líf og fjör, háreysti og hinn
mesti ærzlagangur. Menn velta sér í heitum sandinum, baka
sig í hitasólskini og synda og busla í sjónum. Þar eru fagn-
aðarlæti og óp og köll. Jafnvel gamlir verða ungir á slíkum
stað og hefðarfrúr og hispursmeyjar gleyma öllum tepru-
skap og dansa með. Allir sogast inn í hið fjörmikla líf bað-
staðarins og leggja sinn skerf til hávaðans.
En auðvitað eru menn misjafnlega varkárir hér, eins og
annars staðar, og misjafnlega vel syndir. Nauðsynlegt er því
að hafa til taks björgunarmann, einn eða fleiri.
Björgunarmaður við einn baðstað var eittsinn spurður,
hvernig hann gæti greint neyðarópið frá öllum öðrum hávaða
á staðnum. ,,Neyðarópið er auðþekkt“, svaraði hann. ,,Það
sker sig úr öllum öðruan hávaða. Mér hefur aldrei misheppn-
ast að greina það frá öðrum hrópum og köllum“.
Þetta var hinum óþjálfaða mannfjölda ráðgáta hvernig
björgunarmaðurinn gat greint neyðarópið, stundum veikt, frá
öllum hávaðanum, en leyndardómurinn var þessi, björgunar-
maðurinn hafði lagt eyra að neyðarópunum sérstaklega.
Hann var búinn að þjálfa sig, og þroska næman hæfileika til
þess að heyra neyðarópið. Eyra hans var orðið næmt fyrir
hrópinu um hjálp, líkt og hið tónhæfa eyra hljómlistarmann-
sins greinir betur öll afbrigði tónanna en viðvaningurinn.
Hrópáð á hjálp.
Sem betur fer, hafa þeir ávalt verið á meðal manna, sem
greint hafa neyðarópin frá ærzlagangi skemmtanalífsins,
vélaskrölti, hrópum, köllum og allskonar hávaða. Þeir hafa
þó oftast verið of fáir, ef til vill þó aldrei fleiri en á þessari öld
hriðjuverka og grimdar, ægilegra styrjalda og neyðar, en
einnig líknarstarfs og miskunnar. V-
Heimurinn er fullur af neyðarópum. Þau eru allt í kringum
okkur. Alls staðar eru menn að sökkva: sumir að gefast upp í
lífsbaráttunni og sökkva í fátækt og eymd, aðrir að láta
undansjúkdómumogvöntun á aðhlynningu, og hjörtu annarra
eru að vanmegnast og tærast upp sökum vöntunar á samúð
og kærleika. Og svo eru allir hinir, sem misst hafa sundtökin
í hinu mikla straumkasti og ölduróti nautna og skemmtana-
lífsins og eru að sökkva í djúp óreglu og spillingar. Alls
staðar eru sálir að hrópa á hjálp, alls staðar stíga upp neyð-
aróp, og enn hrópar Abels blóð, blóð barna og kvenna og
bræðra vorra upp frá bölvunarirtnar blóðstokknu slóðum, þar r
sem vera skyldi þó paradís Guðs og manna á jörðu, en hin
grimma hönd Kains hefur drýgt glæpinn, sem hrópar til
himins.
Fjöldinn, sem aðeins magnar hinn glepjandi hávaða,
heyrir ekki þessi neyðaróp. Menn, sem lifa til þess að njóta
og skemmta sér, taka lítið eftir neyðarópi þeirra, sem hrópa á
hjálp. Björgunarstarfið gengi betur og færri mundu sökkva
og farast í spillingarflaumi aldarinnar, ef hjörtu manna væru
heit, viðkvæm og opin fyrir bágindum annarra manna.
Er nokkur þörf á slíku tali við okkur Islendinga? Er nokk-
ur neyð í okkar blessaða landi? Eða, heyrum við ekki neyðar- *
ópið? Eru hjörtu okkar lokuð þeim, sem hrópa á hjálp?
Það er auðvelt að þvo hendur sínar í sakleysi, en fella
dómsorð um heiminn í kringum okkur, auðvelt að sjá flísina
í auga bróðurins, en gleyma bjálkanum í okkar eigin
auga. Við þykjumst oft vilja gera ýmislegt, sem er okkur
ofvaxið, en vanrækum hið nærtæka og nauðsynlega, sem við
gætum auðveldlega gert.
,,Ef vér heíðum lifað á dögum feðra vorra“, sögðu menn
á dögum Krist, ,þá hefðum vér ekki verið samsekir þeim um
blóð spámannanna”. — Þannig tala menn á öllum tímum.
Ef við hefðum lifað á tímum þrælasölunnar segjum við,
mundum við ekki hafa gerzt samsekir í þeim voðaglæp mann-
kynsins. En erum við þá ekki samsekir í hinum miklu og
svörtu glæpum þjóðanna nú á dögum? Umberum við ekki
rangsleitni og ójöfnuð, horfum við ekki upp á fátækt og at-
vinnuleysi, leyfum við ekki áfengispúkanum að halda áfram
níðingsverki sínu? Hvaða dóm munu komandi kynslóðir leggja
á breytni okkar?
Hjartans fegnir mundum við stöðva hinar miklu styrjaldir,
ef slíkt væri á valdi okkar. Þannig hugsum við. En það er
annað sem við getum gert, ef við viljum. Við getum stöðvað >
sorglegasta mannfallið í kringum okkur. Hér á ég ekki aðeins
við böm og konur, sem áfengissalan sviftir vernd, né unga
menn, sem ganga ölvaðir í sjóinn, né þá sem farast á götum
úti, ýmist í umferðarslysum eða á annan hátt, né þá, sem
drekka sig í hel, ekki heldur einungis ungu stúlkurnar, sem
eru beinlínis eða óbeinlínis að granda sér á áfengisnautn og
óreglu, heldur á ég og við mannslífin, sem farast þannig að
lítið ber á, en farast sökum okkar stóru félagslegu synda.
Deyjandi ceskumenn, drekkandi þjóð.
Þeir eru ekki fáir ungu mennirnir, jafnvel úrvalsmenn, ,
sem áfengispúkinn hefur kreist lífið úr fyrir okkur íslending
um, og enn falla þeir fyrir klóm hans, og svo eru það hinir,
sem áður var vikið að, sem falla þótt óbeinlínis sé, sökum þjóð-
félagsmeinanna. Einn temur sér óhóf, en annar líður skort.
Hér er eitt dæmi.
Fyrir mörgum árum var ég staddur í einum af okkar fjöl-
*