Eining - 01.04.1959, Blaðsíða 1

Eining - 01.04.1959, Blaðsíða 1
17. árg. Reykjavík, apríl 1959. ^lncecjfulecj ocj, óérótœfa mót í ^La^ajlr^l Það er að koma æ betur í ljós, hve gagnlegar áfengisvamanefndimar geta verið með ýmsu móti víðs vegar á land- inu. Áfengisvarnaráð fór vel af stað. Heppilegri, áhugasamari og duglegri mann var tæpast unnt að fá til þess að skipuleggja starfsemi þessa, en Brynleif Tobiasson, sem var fyrsti formaður þess og áfengisvarnaráðunautur. Hann lagði mikið kapp á að efla áfengisvarnanefnd- irnar um allt land, fékk góða menn til ferðalaga og vann einnig að þessu sjálfur alla vega. Við fráfall Brynleifs átti ráðið völ á öðmm þrautreyndum sæmdarmanni, séra Kristni Stefánssyni. Hann hefur ekki látið merkið síga. Þá hefur ráðið verið sérlega heppið með val erindreka. Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglu- firði er maður þéttur á velli og þéttur í lund, sem eyðir ekki kröftum sínum í fum né mas, en vinnst þeim mun betur. Hann hefur nú unnið mikið og þarft verk til eflingar áfengisvarnanefndun- um og við stofnun félaga þeirra í ýms- um sýslum landsins. Þegar hann var síðast á ferð í Skagafirði. undirbjó hann þar, ásamt áfengisvarnanefndum 6 hreppa, tvö mót, eins konar skóla- mót. Ritstjóra Einingar var kunnugt um, að í Reykjavík var staddur fyrir nokkm formaður áfengisvarnanefndar í Lýt- ingsstaðahreppi, Guðjón Jónsson, gekk því á fund hans og spurði frétta. Guðjón var fremur spar á lofsorð um þá starf- semi þeirra þar norður frá, sem ég vildi fræðast um. Mótið sem haldið var í Steinsstaða- skóla í Lýtingsstaðahreppi 9. marz sl. höfðu áfengisvarnanefndirnar í þremur hreppum undirbúið: Lýtingsstaðahr., form. Guðjón Jónsson, Tunguhálsi, Seyluhrepps, form. Hjalti Jónsson, Víðiholti, og Akrahrepps, form. Bjarni Halldórsson, Uppsölum. Til mótsins komu skólastjórar og kennarar þessara hreppa með alla nem- 4. tbl. endahópa sína, um 100 samtals, en auk þess allmargt fullorðinna manna. Þar komu og tveir söngstjórar, Árni Jónsson, Víðimel og Rögnvaldur Jóns- son, kennari í Flugumýrarhvammi. Mótið hófst því á glöðum söng margra bjartra. barnaradda, og svo ávarpi Guðjóns Jónssonar, sem stjórnaði mót- inu. — Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skóla- stjóri á Sauðárkróki og nú formaður Félags áfengisvarnanefnda í Skaga- firði, talaði um tóbaksneyzluna. Benti m. a. á hversu börn vendust á sælgætis- át, gosdrykkjasull og svo tæki oft við sígarettan. Hér er áreiðanlega einn versti vágestur í sveit ungra skóla- manna, eins og annarra. Hersilía Sveinsdóttir, skólastjóri, flutti þar næst erindi og las einnig upp til fróðleiks og skemmtunar. Böm úr heimavistarskólanum í Húsey fóru með leikþátt, undir stjórn skólastjórans, Felix Jósafatssonar. Pétur Björnsson fræddi um starf áfengisvarnanefndanna. Einnig tóku til máls Gísli Gottskálksson, skólastjóri Akrahrepps og Bjarni Hall- dórsson, form. áf.varnanefndar sama hrepps. Að síðustu sýndi Guðjón Ingimundarson, leikfimiskennari og Nú er þaö Noregur, sem viö heimscekjum í sumarleyf- inu. Norrcena bindindisþingiö verður í Stafangri dag- ana 27. júlí til 2. ágúst, og samfara því 100 ára afmœli norsku bindindishreyfingarinnar. — Myndirnar eru úr fjörðum Noregs.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.