Eining - 01.04.1959, Blaðsíða 11
I
E I N I N G
11
Bindindismenn herða
sóknina í Bandaríkjunum
Einn af forustumönum bindindismála í Sví-
þjóð, Daniel Wiklund, skýrir frá því eftir heim-
komu frá Bandaríkjunum, að almenningsálitið
sé þar að snúast binindismönnum í vil. Nýlega
framkvæmd Gallup-skoðanakönnun er talin
hafa leitt í ljós, að 50 af hundraði fulltíða
manna, karla og kvenna í rikjunum séu bind-
indismenn. Samkvæmt skoðanakönnun árið 1947
voru það aðeins 37%. Breytingin er því mikil,
ef unt er að treysta síðustu skoðanakönnun.
Fólk í landinu sækir meira fundi um bindindis-
mál en áður og er einnig fúsara til að styðja
bindindisstarfsemina fjárhagslega.
Breyting þessi er talin orsakast af ýmsu. Til
dæmis blöskrar mönnum umferðarslysin og
annar ófarnaður af völdum áfengisneyzlunnar,
en öllu fremur vekur hinn ósvífni áfengisaug-
lýsinga-áróður gremju almennings. Þá er bind-
indisfræðsla í skólum, allmikil, en langsterk-
asti aðilinn í sókninni, segir þar, eru kirkjur-
"X nar. Ef kirkjan í öllum löndum kristinna manna
hefði gert skyldu sína, hefði mátt afmá þar
bæði áfengisböl og styrjaldir.
IOGT ■ Svíþjóð 80 óra
Á þessu ári er góðtemplarareglan í Sví-
þjóð 80 ára. Fyrsta stúkan í landinu var
stofnuð í Göteborg og heitir Klippen —
Kletturinn. Stórstúkuþing Svía verður því
háð að þessu sinni í Göteborg. Þar korna
gestir frá hinum Norðurlöndunum, einnig
Þýzkalandi, Englandi, Hollandi, Sviss, Ame-
% ríku, Asíu og Afríku.
Við opnun þingsins mun forsætisráðherra
Svía, Tage Erlander, tala, og sennilega
einnig innanríkisráðherrann, Rune Johans-
son, sem er félagi í góðtemplarareglunni.
Mólararnir
Frægur kirkjumálari kom þar sem minni-
háttar málari var að verki.
Hvað á ])etta að verða? spurði kirkjumál-
arinn.
Háfur, svaraði hinn.
% Hefur þú nokkurn tima séð háf?
Nei. —
Hvernig getur þú þá málað hann?
Alveg eins og þú málar englana, svaraði
hinn.
Mikið heimabrugg
Forstjóri áfengissölu ríkisins í Noregi lætur
Oslóarblöðin hafa það eftir sér, að meira magn
áfengis sé nú framleitt í heimahúsum í landinu,
en allt það, sem hin löglega áfengissala ríkis-
ins selur.
Hvað segja nú þeir menn, sem jafnan fullyrða
að frjáls áfengissala útrými heimabruggi?
Hvers vegna drekka menn
Það langar brezku ríkisstjórnina að vita
og ætlar að láta fara fram víðs vegar í landinu
rannsókn á því, hvers vegna áfengisneyzla þar
í landi eykst. Ölvunarbrotum fjölgaði um 12%
árið 1957, borið saman við tvö undanfarin ár.
Blaðið Hanchester Guardian spyr: „Hvers vegna
drekka menn meira nú en áður?“ Full ástæða
er til að spyrja, hvers vegna drekka menn
áfengi, en hitt er ekki rétt, að menn drekki alls
\ staðar meira en áður, þvert á móti drekka
margar þjóðir miklu minna en oft áður. Má
þar nefna Islendinga, Dani og fleiri. Háskalegt
er að halla réttu máli og halda því fram, að
áfengisneyzla fari stöðugt vaxandi, þótt svo
kunni að vera á vissum timabilum. Um síðustu
aldamót drukku Danir t. d. á 9 lítra af 100%
áfengi á hvert nef í landinu, en nú aðeins einn
þriðja þess magns. Um miðja 19. öldina drukku
Norðmenn um 16 lítra á mann, af sterkum
drykkjum, og mundi það verða um 8 lítrar af
100% áfengi, og svipað drukku Islendingar fyrr
á tímum, en nú er neyzlan töluvert innan við
tvo lítra af 100% áfengi.
Áríðandi leiðrétting
I>oð óhapp hefar viljaó til i prentsmiSj-
unni, er síSasla blaó var prentað, að eflir
lestur prófarkar hefur fallið niður ein lína
í skýrslunni um áfengissaluna í fjórða árs-
fjórðungi. Það var línan um söluna í Regkja-
vík, sem upptalningin hófst á. Salan i Rvík
var, kr. 38,661,733,00. Væn gott að þeir sem
safna blaðinu, skrifuðu þetta á réttan stað
i skýrlsunni.
Annað ber einnig að leiðrétla, það cr
nafn ekkju Þorvaldar Kolbeins. Frúin heitir
Hildur, en ekki Helga. Er hún beðin vel-
virðingar á þessari prentvillu.
Gjafir og greiðsla til blaðsins
Einar Eyjólfsson, kaupm., Rvík, 100 kr.
Carl Ryden, kaupm., Rvík, 100 kr. Óskar
læknir Einarsson, Rvík, 500 kr. Auðunn Br.
Sveinsson, skólastj., 50 kr. Tyrfingur Tyrf-
ingsson, Lækjatúni, Rang., 50 kr. Jón Bryn-
jólfsson, Stykkishólmi, 100 kr. Björn Guð-
mundsson, fyrrv. skólastj. 200 kr. Stefán H.
Stefánsson, Rvík, 100 kr. Ragnar Ólafsson,
kaupmaður, Rvík, 100 kr. Nathanael Móses-
son, kaupm. Þyngeyri, 100 kr. Frú Anna S.
Jónsdóttir, Hveragerði, 200 kr. Þórarinn
Magnússon, skósm. Rvík, 100 kr. Guðjón
Guðmundsson, Eyri, Strandasýslu, 150 kr.
Þórður Jónsson, Rvík, 50 kr. Þorsteinn Jóns-
son, Eystri-Sólheimum, Mýrdal, 200 kr. Þór-
arinn Stefánsson, kennari Laugarvatni, 100
kr. Jón Lýðsson, Rvík, 50 kr. Jóhannes
Guðmundsson, kennari, Húsavík, 100 kr.
Öllum þessum færir ritstjórn blaðsins
beztu þakkir fyrir góðhug og fórnfýsi.
<JE>5>S>5nS>5>£>5>S>5>S>5>S>5>S>5>£>5>«>5>2>5>S>5>S>5>S>5>S: <5>2> X
f
Nýjasti skólinn
Eitt orð notum við Islendingar óhóflega og óviðeigandi. Það er orðið
fyrir. Lítið nú á nokkrar setningar, teknar úr blöðum og daglegu tali:
„Hvaða ástæða er fyrir því? í stað: til þess.
,,Hef engan áhuga fyrir því,” í stað: á því.
„Leyfi fyrir girðingarnetum fyrir bændur.“
„Hvergi eins þægilegt að ferðast fyrir ökumenn."
„Fyrir svo stuttan tíma.“ í stað: um stuttan tíma.
„Sem hann \Iar fulltrúi fyrir,“ í stað: fulltrúi einhvers.
Stofnun, „sem hann er framkvæmdastjóri fyrir,“ í stað framkvæmda-
stjóri hennar,, stofnunarinnar eða þess, fyrirtækisins.
„Þær (kápurnar) eru ætlaðar iyrir börn.“ Væri ekki nær að orða
það þannig, að kápurnar væru ætlaðar börnum.
„Stofnar skákklúbba fyrir unglinga." en ekki unglinga-skákklúbba,
eða blátt áfram skákklúbba unglinga. Þótt stofnaðir séu skákklúbbar ung-
linga, er orðið fyrir í þessari setningu bæði óþarfi og afskræmi.
„Ekki var rætt um bækistöðvar fyrir eldflaugar á fundinum.“ Þannig
sagðist útvarpinu 17. desember 1958.
„Kröfur fyrir næsta tímabil,“ kröfur, sem áttu að gilda um næsta
tímabil.
„Nautnir miklu skaðlegri fyrir þá.“ — unglingana, Því ekki heldur:
þeim miklu skaðlegri.
„Rússar áhugasamir fyrir takmörkun barneigna.“
Af sbkum setningum úir nú og grúir í daglegu máli okkar,
Til dæmis var í ágætri blaðagrein mælt á þessa leið: „Fiskimiðin eru
þjóðlífi okkar mun þýðingarmeiri en kaffitrén eru fyrir Brazilíu, E1 Salva-
dor og Colombíu, eða sykurekrurnar fyrir Kúba, sauðfé og nautpeningur-
inn fyrir Uruguay og Argentínu, eða bifreiðaframleiðslan fyrir Detroit
og olían fyrir Texas.“
Þessar setningar mun vera þýddar úr erlendu máli, og á því þýðandinn
sennilega sök að því, að orðið „fyrir“ er notað þarna fimm sinnum. Það á
ekki illa heima í þessum setningum á ensku máli en virðist óþarfi þarna í
íslenzkunni, eða hvað segja hinir málfróðu menn um setningarnar á þessa
leið:
„Fiskimiðin eru þjóðlífi okkar mun mikilvægari en kaffitrén Brazilíu, E1
Salvador og Colombíu, eða sykurekrurnar Kúbu, sauðféð og nautpen-
ingurinn Uruguay og Argentínu, eða bifreiðaframleiðslan Detroit og
olían Texas.“
Málblöndun okkar er mest úr dönsku og ensku. Þar úir og grúir
af þessu litla orði ,,for,“ en að láta íslenzka orðið „fyrir“ koma alls stað-
ar í þess stað, nær ekki nokkurri átt, og er ljótt.
V