Eining - 01.04.1959, Blaðsíða 2
2
E I NING
f
formaður sambands ungmennafélaga í
Skagafirði, kvikmynd, en Pétur Biörns-
son útskýrði myndina. Lokaávarp flutti
svo Guðjón Jónsson. Milli þátta var
stöðugt lífgað upp með söng, og var
mikið sungið á mótinu, sem stóð frá
klukkan 3 til 8 síðdegis. Þar ríkti bæði
ánægja, áhugi og hinn góði andi sam-
félags ungra og aldraðra, og hef ég frá
öðrum en Guðjóni Jónssyni fengið þær
upplýsingar, að þarna var gott að vera.
Röggsamlega var stjórnað og af heilhug
og góðum skilningi á málum haldið,
þannig, að mótið varð bæði til g'agns
og skemmtunar og með góðum menn-
ingarblæ. Með slíkum mótum er unnið
mjög gott og nauðsynlegt kynningar-
starf, sem alls staðar er þörf á, og ekki
sízt í dreifbýlinu.
Eftir er þá að geta þess, sem sízt má
gl'eyma, en það er verk þeirra kvenna,
sem á vegum áfengisvamanefndanna
sáu um rausnarlegar veitingar, sem
fram voru bornar í fundarhléi, og varð
að þrísetja, sökum þess hve fundarmenn
voru margir. Barnamunnana varð auð-
vitað að seðja, hvað svo sem hinum
fullorðnu hefði liðið, en þeir voru auð-
vitað ekki settir hjá. Þetta þjónustustarf
er ævinlega mikilvægt í öllu samlífi
manna og allri félagsstarfsemi, og
verður konum aldrei ofþökkuð öll
þeirra fórnfýsi og fyrirhöfn í sambandi
við slíkt.
Hitt mótið var í Hofsósi á æskulýðs-
daginn, 8. marz sl. og fór fram með
svipuðum hætti og mótið í Steinsstaða-
skóla, en hafði þó umfram það, að
sóknarpresturinn, Séra Árni Sigurðs-
son, söng messu í sambandi við mótið.
Eins og á hinum staðnum voru það
áfengisvarnanefndir þriggja hreppa,
sem stóðu að Hofsósmótinu, og er blað-
inu kunnugt um það eitt, að mótið
heppnaðist prýðilega.
011 slík samtök manna er góð menn-
ingarrækt og á þenna hátt m. a. geta
áfengisvarnanefndirnar áreiðanlega
gert mikið gagn í dreifbýlinu, og reynd-
ar í þéttbýlinu einnig'. Starf er líf og líf
er hið skapandi afl. Kyrrstaðan og að-
gerðarleysið er í þjónustu dauðans og
hnignunarinnar. Sá sem starfar, þjónar
og fórnar, auðgast og auðgar aðra.
Frá ísafirdi
Þess var getið í síðasta blaði Ein-
ingar, að fjörkippur hafi orðið í stúku-
starfinu í Isafirði. Bæjarstjórinn þar,
Jón Guðjónsson, getur þess í bréfi til
Stórstúku íslands, að um síðustu ára-
mót hafi félagar stúkunnar Isfirðings
verið aðeins 15, en séu nú ( í byrjun
marz sl.) orðnir um 80. „Fundirnir
eru ánægjulegir,“ segir bæjarstjórinn,
,,Það er dásamlegt að hafa allt þetta
unga fólk í kringum sig og horfa á sanna
gleði þess við saklausa skemmtun eftir
fundi. — Mikill þróttur og starfsgleði
og margt á döfinni,“ segir í bréfinu.
Áreiðanlega eiga þau góðu hjón,
bæjarstjórinn og kona hans, sinn
drjúga þátt í þessari ágætu starfsemi,
en fleiri góðir kraftar eru þar að verki.
Samkvæmt síðustu fréttum hefur
stúkan Isfirðingur tekið inn 80 nýja
félaga undanfarnar vikur, margt ungt
fólk. Þetta hefur vakið almenna ánægju
manna í ísafirði.
Þá minnist bæjarstjórinn á barna-
stúkustarfið, að þar vinni nokkrar
konur af miklum áhuga, og ekki skorti
á starfsgleði og áhuga barnanna sjálfra.
Það er því fólk á öllum aldri. sem lyftir
nú merki reglunnar enn einu sinni í
ísafirði.
Frá Akureyri
Ritstjóri Einingar spurði Gunnar
Dal, rithöfund, erindreka Stórstúku
íslands, frétta af stúkustarfinu á Akur-
eyri. ,,Allar stúkurnar þar starfa nú af
miklum og vaxandi krafti,“ sagði
Gunnar. ,,Á fundi , st. Brynju er ég sat
um mánaðamótin janúar-febrúar, voru
58 félagar og 9 nýir félagar bættust þá
Hann er í samræmi við sköpunarmátt
lífsins.
Með starfsemi sinni hefur áfengis-
varnaráð komið ýmsu góðu til leiðar
og skipulagt bráðnauðsynlega starfsemi
í landinu. Áreiðanlega hefur ráðið hug
á því, að komið verði á hér og þar í
landinu mótum með svipuðum hætti og
þau, sem hér er sagt frá.
P. s.
í hópinn. Stúkan nýtur eins og kunnugt
er traustrar og ágætrar forystu, og er
þar mikið og vel starfað.
Stúkan Isafold starfar einnig með
ágætum. Á þeim fundi, er ég sat þar,
voru 72 félagar og 14 nýir bættust við,
og síðustu fréttir herma, að fundarsókn
hafi farið þar enn vaxandi. Isafold er
fyrsta stúkan, sem hefur notfært sér
starfshópa- eða þríhyrningskerfið og
gert það að veruleika. Hafa félagar
þar unnið dyggilega að björgun drykkju-
manna og er ætlunin að fá hverjum
nýjum félaga þriggja manna starfshópa
sér til aðstoðar. Eiga þeir Adólf Ingi-
marsson og Magnús Kristinsson sérstak-
ar þakkir skilið í þessu sambandi fyrir
ágætt starf.
Mikið líf er einnig í barnastúku
þeirri, sem Eiríkur Sigurðsson, skóla-
stjóri, veitir forstöðu, og eru fundir þar *
fjörlegir, skemmtilegir og mannbæt-
andi.
Akureyrar stúkurnar héldu fjölmenn-
an útbreiðslufund í Borgarbíói 4. febr.
sl. Var fundarsókn svo mikil að margir
urðu frá að hverfa.“
Þá gat Gunnar Dal þess, að í Borg-
arnesi hefði verið stofnað ungtemplara-
félag 8. marz sl. og voru stofnendur
þess 43. Aðalhvatamður þess er frú *
Geirlaug Jónsdóttir, en henni er treyst-
andi til góðra átaka og öruggrar forustu.
Seinast var í Einingu sagt frá fram-
gangi stúkustarfs á Stokkseyri og
Skagaströnd. Hvaða staðir koma næst?
------ooOoo------
Góðœri hjó Carlsberg
Danska Avholdsbladet birtir fáeinar setn-
ingar af lofgerðaróði Gamla Carlsberg um *
góðæri: Meiri ölneysla innanlands, meiri
útflutningur, allt veltur á milljónum. Sl. ár
greiddi fyrirtækið í ölskatt og sódavatns-
skatt 103,3 milljónir, og svo er það gleði-
efni á því heimili, að Carlsberg er að fara
fram úr Tuborg í ölframleiðslunni, en bæði
fyrirtækin framleiða dag hvern tvær milljón-
ir ölflaskna.
Hvað munar svo fyrirtæki, sem greiðir
yfir 100 milljónir danskra króna á ári í
ölskalt, um það að sletta einbverjum peninga-
slatta í góðgerðarstarfssemi eða til menning-
armála, til þess, eins og þar stendur, að *
„öðlast þjóðarþögn/ fá á sig orð líknsem-
innar.
FRÁ NOREGI.
Þangað er förinni
heitið í sumar.
*