Eining - 01.06.1959, Qupperneq 1

Eining - 01.06.1959, Qupperneq 1
17. árg. Reykjavík, júní—júlí 1959. 6., 7. tbl. Góilur gestur /ej en lAJaanóóon Látempía 'a^nóóon naiempiar HEIMSÆKIRISLAND Eftir séra KRISTINN STEFÁNSSON áfengisvarnaráðunaut mann alþjóðaregla góðtemplara inni- lega velkominn til Islands, þykir hlýða að kynna hann Reglufélögum og öðrum landsmönnum nokkrum orðum. Ruben Wagnsson fæddist í Örebro í Svíþjóð 8. sept. 1891, sonur hins kunna meþódistaprests Gustavs Wagns- son. Fjölskyldan fluttist fljótlega til Kristinehamn og síðar til Kalmar. Þar lauk Wagnsson stúdentsprófi. Hann stundaði háskólanám í Lundi og lauk þar phil-kand. prófi 1915. Hugur Wagnsson snerist þegar á skóla og stúdentsárunum að félagsmála- starfsemi, og templar gerðist hann 1910. Árið 1916 tók hann kennarapróf. Varð hann fysrt kennari í Hássleby og síðar í Oskarshamn og gegndi þar kennslu árin 1919—1934. Hann var ritstjóri blaðsins Oskarshamnsposten 1920—1923 og einnig Svensk Lárar- tidning 1930—1935. Formaður kenn- arasambands Svíþjóðar var hann 1933—1935. Hann var skipaður í yfirstjórn fræðslumálanna (Undervisn- ingsrád), árið 1935 og gegndi því starfi til 1948. Wagnsson hefur verið mikill athafna- og áhugamaður um bindindismál allt frá æskuárum. Hann varð umdæmis- templar í Kalmar 1920, stórtemplar Svía 1939—1948 og loks hátemplar 1947. Var hann þá þegar mjög þekktur maður um alla Evrópu að kalla, svo að hann var einum huga kosinn eftirmaður Oscars Olsson á Stokksólmsþinginu. Síðan hefur hann verið endurkosinn á hástúkuþingunum í Hamborg 1952, Bornemouth 1955 og Haag 1958. Jafnframt hefur Wagnsson tekið öflugan þátt í alþjóðarstarfi gegn áfengisbölinu í heiminum. Árið 1956 var hann kosinn forseti Alþjóða- sambands bindindisfélaga ökumanna. Wagnsson átti sæti í neðri deild sænska þingsins 1922—1927 og í efri deildinni 1927—1948, en þá var hann skipaður landshöfðingi í Kalmar- léni. Lét hann af því embætti fyrir Ruben Wagnsson, hátemplar. Fyrir tæpum aldarfjórðungi heim- sótti Oscar Olsson, þáverandi hátempl- ar, ísland, fyrstur þeirra manna, er skipað hafa æðsta embætti Reglunnar í heiminum. Núverandi hátemplar, Ruben Wagnsson, hefur lengi haft mikinn áhuga á því að koma til Islands og kynnast nokkuð landi og þjóð. Ætlaði hann að koma hingað 1950 og síðan 1956, en það fórst bæði skiptin fyrir, hið fyrra sinni vegna anna, en sakir veikinda í síðara skiptið. íslenzkir templarar fagna því, að nú hefur þessi ósk hans og vor allra orðið að raun- veruleika. Jafnframt því, að bjóða æðsta Statshuset í Stokkhólmi, uppljómað aó kvöldi dags.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.