Eining - 01.04.1961, Side 1
19. árg.
Reykjavík, apríl 1961
Rósemd hiartans
a’NGUR maður hélt að heiman með
) þunga bvrði. Byrðin var vond
' samvizka, reiður Guð, gabbað-
ur faðir og svikinn bróðir. — Förin að
heiman var flótti. Leiðin lá um eyði-
legt land, spor unga mannsins voru
þung. óttinn, kvíðinn, hræðslan og
sektin, þessir kúgarar mannssálarinn-
ar lágu á herðum hans.
Undir þessari byrði hneig ungi mað-
urínn að kvöldi dags, einmana úti á
víðavangi, feginn að halla höfði sínu
að hörðum steininum. Morguninn eftir
vaknaði hann og fannst sem krafta-
verk hefði gerzt. Hinn ömurlegi staður,
sem hann sætti sig við kvöldið áður,
var allt í einu orðinn helgidómur og
hann er sjálfur orðinn nýr maður. Hug-
fanginn hrópar hann: „Hér er vissu-
lega Guðs hús og hér er hlið himins-
ins.“
Frásögnin um þessa einstæðu lífs-
reynslu syndarans, þrautagöngu flótta-
mannsins, var skáldkonunni efni í
heimsfræga sálminn: Hærra, minn Guð,
til þín, sálminn, sem svalað hefur sál-
um milljóna manna og heldur áfram
að lyfta þeim hátt í hæð og lætur þá
oft finna friðskjól andans, já, „Guðs
hús á grýttri braut.“
Á þessa undursamlegu frásögn
minnti greinaa-stúfur í tímaritinu
Reader’s Digest, janúarheftinu 1961.
Frásögnin er reyndar ekki nefnd þar,
en ýms önnur lærdómsrík lífsreynsla.
Greinin heitir:
Helgidómurinn —
leyndardómur rósemdar hjartans.
4. tbl.
Mönnum hættir til að líta á hvarf
mannsins til helgidómsins sem flótta
frá raunveruleikanum. Svo er þó ekki.
Þar er miklu fremur flúið til raun-
raunveruleikans. Því að, þegar erfið-
leikar lífsins ógna, hættir okkur til
að verða flóttamenn, ef við leitum ekki
styrks í helgidóminum. Við getum þá
orðið eins og smáfuglinn, sem hoppar
yfir þjóðbrautina, og gleymt því, að
við eigum þess kost að hefja okkur
upp yfir hættur og andstreymi, sem
sækir að frá öllum hliðum.
Helgidómur er raunverulega sér-
stakur orkugjafi. Hann veitir meira en
hæli og hvíld. Hann veitir endurnýjun.
I bezta skilningi er helgidómur það,
sem gefur manninum þrek til þess að
horfa þöndum vængjum framan í
heiminn. Hann er það, sem gefur mönn-
unum „nýjan kraft,“ til þess að „fljúga
upp á vængjum sem ernir. ... hlaupa
og lýjast ekki. . .. ganga og þreytast
ekki.“
öllum er okkur frjáls þessi orkulind.
Fyn- eða síðar hrópar vanmáttur okk-
Undanfarið hefur MRA-siðbótarhreyfingin verið að sýna kvikmynd-
ina The Crowning Experience í Suður-Afríku, Burma og Englandi.
Á einni viku sáu 14,000 manns myndina í Birmingham. Um þessa
kvikmynd — hvað eigum við að kalla hana á íslenzku — hámark gæfu-
lífs, segir Muriel Smith: „List í þágu listarinnar er úrelt hugtak, en
list sem þrungin er af siðgæðishugsjón, getur umskapað heilar þjóðir“.
Fyrsta kvöldið, sem myndin var kynnt í Birmingham, sagði Marion
Clayton Anderson frá Hollywood: „Kominn er tími til, að eitthvað
nýtt komi frá Hollywood. Ekki er meiri þörf á kvikmyndum, sem
varpa ljóma á ofbeldi og kynferðismál, þetta sem aðeins eykur á
vandamálin. Hér er rétta svarið við allri sundrunginni".
Einn forustumaður verkalýðssamtakanna The Transport and General
Workers’ Union, Mr. Leslie Paynne, sagði: „Áhrif þessarar kvikmynd-
ar á iðnaðar- og viðskiptalíf hafa verið stórkostleg. Það hefði mátt
sýna hana eina viku til fyrir fullu húsi“.
Hvernig yrði slíkri mynd tekið á íslandi?
Myndin sýnir dr. Malie Smuts, frænku fyrrv. forsætisráðherra í Suð-
ur-Afríku, færa borgarstjórafrúnni í Birmingham blóm. Borgarstjóra-
frúin heilsar stjórnanda kvikmyndarinnar, Marion Clayton Anderson
frá Hollywood.