Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 7

Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 7
EINING 7 hafi verið og sé árangrirslaus, þá eru sigrar hennar samt svo miklir að þeir rúmast ekki í sýningargluggum. Hér á svo við ein spuming: Hvers vegna hófst bindindisstarfsemi ? Gátu ekki allir valið sér eitthvað viðráðanlegra áhugamál, ekki sízt á upp- hafsárum bindindishreyfingarinnar ? Eitt dæmi úr einstaklingslífi má nefna hér, sem svarar þessarí spumingu. í hinni ágætu bók, Ólafía Jóhannsdóttir, rit 1—3, er minnst á atvik, sem muni hafa valdið því, m. a. að Ólafía gerðist ung liðsmaður í sveit góðtemplara. Hún telur, að „sér hafi verið í bamsminni, að hún sá f jóra franska sjómenn bera mann á milli sín í brekáni, og lak blóð úr. Hann höfðu félagar hans stungið til bana í ölæði.“ Þessi góða kona, sem var svo viðkvæm fyrir margþættu böli manna, gat ekki látið eitt versta bölið afskiptalaust. Þannig var það einnig með mennina, sem fyrstir hófu her- ferðina gegn áfengisbölinu. Þótt enn séu geigvænar fylgjur áfengisneyzlunnar, var ofdrykkja oft áður enn viðbjóðslegri, og eru til af slíku nægar sagnir. Bindindishreyfingin, sem hófst í Bandaríkjunum snemma á 19. öldinni hefði ekki orðið jafnumfangsmikil og sigursæl, ef þörfin hefði ekki verið himinhrópandi. Á þetta er minnst í bókinni Stimulanser, en um útgáfu hennar sá danski lækna- prófessorinn Knud 0. Möller. Þar segir að fyrstu félögin hafi verið hófsemdarfélög, voru stofnuð í bænum Moreau, Sara- toga, N. Y. í Bandaríkjunum árið 1903. Brátt kom í ljós að slíkur félagsskapur kom ekki að haldi, og þá var næsta spor- ið stofnun bindindisfélaga, og nú kemur frásögnin um hina merku sigurför, en hún er næstum nákvæmlega eins orðuð í dönsku bókinni og ísl. bókinni Bindindishreyfingin á ís- landi, eftir Brynleif Tobíasson, en hún kom þó út mörgum árum á undan útgáfu dönsku bókarinnar. Hér skal því frá- sögnin tekin úr ísl. bókinni: „Ameríska bindindisfélagið má telja móðurfélag allra bind- indisfélaga, ekki einungis í Ameríku, heldur í öllum hinum menntaða heimi. Lög félagsins voru samþykkt 13. febrúar 1826. — Fimm manna stjóm var kosin, og áttu sæti í henni meðal annanra tveir merkir læknar. Félagið tók brátt að gefa út blað, fyrsta bindindisblað veraldarinnar, „The Nati- onal Philantropist", og kom það út vikulega. Vígorð þess var: „Hófdrykkjan er beinasta leiðin til ofdrykkju“. Bráð- lega voru stofnuð mörg félög. Aðalfélagið hafði fastlaunaðan starfsmann í þjónustu sinni, er annaðist útbreiðslustarfið og yfirstjóm félagsskaparins. Bráðlega voru stofnuð bind- indisfélög lækna vestanhafs. í árslok voru félagsmenn rúm- lega 100 þús. að tölu. I New-York-borg einni voru þá 300 bindindisfélög. Árið 1832 voru félagar í ameríska bindindis- félaginu orðnir mörg hundruð þúsunda. Gaf þá félagið út ávarp til allra fjölskyldufeðra í Bandaríkjunum og skoraði á þá að ganga í lög með sér. Allsherjar bindindisþing kom saman í Fíladelfia 24. maí 1833. Voru þar mættir 400 full- trúar úr 21 af 24 ríkjum, er þá voru í Bandaríkjunum. Lækn- amir fylltu flokk bindindismanna mjög einhuga. Bindindis- félögin voru orðin 6000. Félagatal yfir 1 milljón. 5000 vín- salar höfðu lokað vínbúðum sínum. 2000 bruggstöðvar voru lagðar niður. Áfengi var útrýmt meðal landhersins. 700 far- þegaskip höfðu hætt við vínveitingar. Um 5000 drykkju- mönnum var bjargað, og flestir þeirra voru orðnir dugandi og heiðarlegir borgarar. Voldug þjóðarhreyfing var orðin úr bindindissamtökunum í Boston. — í árslok 1834 kom í blöðunum yfirlýsing frá forseta Bandaríkjanna og tveimur fyrrverandi forsetum um réttmæti bindindis og tilmælum til þjóðarinnar að ganga í lög með bindindismönnum.“ Um miðja 19. öldina er svo góðtemplarareglan stofnuð í Bandaríkjunum og fer á skömmum tíma sigurför um mörg lönd og hefur síðan verið öflugustu alþjóðasamtökin gegn áfengisbölinu, og ekki aðeins gegn því, heldur einnig og miklu fremur uppalandi aðilji til vamar því að menn nokkru sinni leiddust út á ógæfubrautina. Árið 1851 gerðist Maine-ríkið í Bandaríkjunum bannland, fyrsta bannríkið í heiminum, og er upphaf þeirrar lagasetn- ingar furðuleg saga, sem áður hefur verið rakin að nokkru leyti í þessu blaði, en verður ekki sögð hér að þessu sinni. Fátæk og aðþrengd kona var búin að leita hvað eftir annað til áfengissalans og biðja hann vægðar, biðja hann að selja manni hennar ekki áfengi, en sá svaraði eins og sumir ang- urgapar gera nú í Reykjavík, að honum kæmi ekkert við hvað yrði um þá sem keyptu hjá sér áfengi, hann hefði leyfi til að selja áfengið og um annað varðaði sig ekki. Konan leitaði þá til landsstjórans, en hann var af annarri gerð en áfengissalinn. Árangurinn varð algert áfengisbann í ríkinu og upprann þar blómaskeið, sem áður hafði verið niðurlæging, fátækt, mikill drykkjuskapur. Þetta er einstök saga og óhrekjandi vitni um ágæti bannlaganna. Þau héld- ust um áratugi. Árið 1917 hafði bindindishreyfingin unnið slíkan sigur í Bandaríkjunum, að algert áfengisbann var lögleitt þar, en svo kemur nýr þáttur í átökunum. Myrkraöflunum leizt ekki á blikuna, þegar hinn fyrirheitni Messías gekk um meðal manna og sneri hug þeirra og hjarta til guðsríkis. Þau linntu ekki fyrr en hann hékk deyjandi á krossinum. Áfengisauðmagninu varð ekki rótt í Bandaríkjunum. Það safnaði liði og það lið varð mislitur hópur, þar á meðal mátt- ugir auðkýfingar, sem ætluðu sér að losna við þunga skatta- byrði, og svo bófar og braskaralýður sem mataði krókinn í skuggahverfum borganna, og alls konar óþjóð, sem veitti bannlögunum hnífstunguna. Lokaþátturinn er svo fram- undan. í bókinni Stimulanser, sem áður var nefnd, er vikið að því, hversu bindindishreyfingin breiddist út frá Ameríku og víða um lönd, fyrst til Bretlands og svo víðar. Þegar bók þessi er rituð, á árununm kringum 1940, er talið að í Bret- landi séu um 4 milljónir bindindismanna, konur og karlar 1 írlandi gerðist sú furðulega breyting laust fyrir miðja 19. öldina, að áfengisneyzla þjóðarinnar hrapaði niður úr 56 milljónum lítra af viskí á ári, í 25 milljónir lítra. Á ár- unum 1837—1841 fækkaði árlegum morðum úr 247 í 105, og ránum fækkaði úr 725 í 257. Telja menn svo slíkan árangur á ýmsum sviðum og í mörg- um löndum einskis virði, og þó er sennilega mest virði sá árangur, sem engar tölur ná yfir og ekki liggur á yfirborðinu. Hverju var þessi fjögurra ára skyndibreyting að þakka, að áfengisneyzla þjóðarinnar fór niður um meira en helm- ing, morðum fækkaði um meira en helming og ránum um tvo þriðju? Þetta var eitt af stórsigrum bindindishreyfingarinnar. Hún hafði vakið upp afburðamenn, máttuga boðendur sann- leika, frelsis og réttlætis. Einn þeirra var kaþólski postulinn Theobald Mathew. Það var einmitt fyrír, um og eftir miðja 19. öldina, sem hann vann sitt stórkostlega siðbótarverk í Irlandi, en frásögnin um það er svo furðuleg, að hún nálgast það að vera ótrúleg. Hann var prestur í Cork í Irlandi, en svo víðsýnn og mildur var hann í trúmálum, að jafnt mót-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.