Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 8
8
EINING
Stúkan Frón vísar veginn
Blaðinu hefur borizt skýrsla frá stúkunni
Fróni í Reykjavík, og er hún allathyglisverð.
Þar er fjármálastjórn, sem margur mætti líta
hýru auga. Gaman væri, ef sem flestir ein-
staklingar, og þá ekki sízt þjóðin sjálf gæti
búið þannig. Auk styrktarsjóðsins, sem skýrsl-
an greinir frá, á stúkan í öðrum sjóðum rúm-
ar 120 þúsund kr. eða samtals 370 þúsund.
Þetta er vissulega góður búskapur, nú á tím-
um stórskulda og fjármálaóreiðu. En hver
veit, nema einhverjum andstæðing Reglunnar
takist að telja einnig þetta henni til ámælis.
Eining óskar stúkunni Fróni til heilla og
þakkar fordæmið.
Ludvig C. Magnússon skrifstofustjóri
afhenti hinn 2. f. m. stjórn Styrktar-
sjóðs stúkunnar Fróns nr. 227 tuttugu
þúsund króna gjöf frá nokkrum mönn-
um utan og innan stúkunnar, og leggst
fjárhæðin við höfuðstól sjóðsins.
Gjöfinni fylgdi listi með nöfnum gef-
endanna og eru þau, ásamt framlagi
hvers þeirra, rituð í gerðabók sjóðs-
stjórnarinnar svo sem gert hefur verið
frá upphafi, er sjóðnum bárust gjafir
eða áheit. Að sjálfsögðu verður gerða-
bókin geymd, og mun hún lengi vitna
um fómarlund þeirra, er sjóðinn hafa
eflt með fjárframlögum, og skilning á
tilgangi hans til góðra verka.
Ennfremur hefur gjaldkeri sjóðsins,
Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn
rannsóknarlögreglunnar, veitt móttöku
á þessu ári fimm þúsund krónum, sem
félagar stúkunnar hafa lagt af mörk-
um. Eru það gjafir og áheit, ennfrem-
ur andvirði seldra böggla á systrafundi,
en til slíks fundar efna konumar í
stúkunni á hverju ári sjóðnum til efl-
ingar.
Á árinu hafa og sjóðnum borizt dán-
amiinningargjafir eins og fyrri ár.
Undirritaðar stjómarkonur sjóðsins, á-
samt Guðmundi Ulugasyni sakaskrár-
ritara hjá sakadómara, veita þeim mót-
töku og annast sendingu dánarminn-
ingarspjalda sjóðsins, sem allir geta
fengið. Minningargjafimar eru skráð-
ar í sérstaka vandaða bók, sem geymd
verður.
Geta má þess, að samkvæmt lögum
stúkunnar Fróns nr. 227 rennur viss
hluti af félagsgjöldum hennar til
styrktarsjóðsins, og með það fyrir aug-
um hafa ársgjöldin verið ákveðin. Sjóð-
urinn nýtur og viðurkenningar og vel-
vildar þess opinbera með nokkrum f jár-
styrk til starfseminnar. Síðustu árin
hefur talsvert gætt vaxtatekna sjóðs-
ins. En framvegis munu þær verða
einn helzti og árvissasti tekjustofn
hans, bæði að því er tekur til aukning-
ar höfuðstólsins og úthlutunar styrkja.
Eftir leiðum þeim, er nú var lýst,
hefur styrktarsjóðnum borizt fé. Verð-
ur hér á eftir sagt nokkuð frá hinu
fagra og margþætta mannúðar- og
menningarhlutverki hans, sem vissulega
krefst mikils fjár, ef fullnægja á að
nokkru ráði tilgangi þeim, er honum
er ætlað að sinna.
Megintflgangur styrktarsjóðsins er
að styrkja menn og gleðja með fjár-
framlögum, einkum sjúka eða fátæka,
mælendur sem kaþólskir blessa nafn hans. Áhrifavald hans
var ótrúlegt og bindindisboðun hans bar þann árangur, að
sex milljónir manna undirrituðu heit um algert bindindi og
brutu af sér fjötra áfengisdrykkjunnar. Þá voru íbúar Ir-
lands 8,875,000 og af þeim höfðu 5,708,073 látið skrá sig
sem bindindismenn, áfengisneyzlan fór niður um meira en
helming og sparisjóðsfé manna tvöfaldaðist. Þetta gerðist á
einum sex árum. Um fimm ára skeið hafði Faðir Mathew
ferðast fram og aftur um allt Irland, einnig víða í Englandi
og furðulegir hlutir gerðust. Um slíkt á einum stað í írlandi
— Limerick — er sagan á þessa leið:
„Slíkur mannfjöldi hafði safnast saman á tveggja mílna
götukafla, að öll umferð stöðvaðist. Hvert hús og hvert her-
bergi var fullskipað, einnig kjallarar húsanna. 500 manns
fékk húsaskjól í skrifstofum og verzlunarhúsum, en þá voru
fimm þúsund eftir á götunni, sem hvergi komust inn á kaldri
desembemóttu. Verð á mat og drikk tvöfaldaðist. Morgun-
inn eftir prédikaði Faðir Mathew, en síðari hluta dagsins
tók hann á móti bindindisundirskriftum manna. Undir um-
sjón hermanna, sem héldu öllu í röð og reglu, krupu 20 þús-
undir manna niður á götunni til þess að láta þennan guðs-
mann blessa yfir sér, og þegar þessir stóðu upp, kom næsti
hópurinn." Að síðustu höfðu 150,000 undirritað sitt bindind-
isheit. Flestir af þessum mannfjölda komu fótgangandi til
staðarins.
Þannig er sagan, þótt mörgum muni finnast hún ótrúleg.
Verzlun blómgaðist, peningar manna fóru nú til kaupa á
nauðsynjavöru en ekki áfengi, knæpum var breytt í íbúðar-
hús, heimili búin húsgögnum, bankar skýrðu frá meti í spari-
fjársöfnun, skattar af áfengissölu rýmuðu um 40 af hundr-
aði, en öll önnur skattgreiðsla flaug upp, heilbrigðisástand
fór batnandi, og hefði stjórn Englands leyft að öllum áfeng-
isverzlunum væri lokað, hefði írland höggvið meinið upp
með rótum og blómlegt þjóðlíf þróast.
Þannig segir enskur öldungur, mikill baráttumaður og
rithöfundur, Wilfrid Winterion, sögu þessa í kirkjublaðinu
The Christian World 14. júní 1956.
Mikla illkvittni eða fáfræði, ef ekki hvorttveggja, þarf til
þess að telja almenningi trú um að bindindisstarfsemin hafi
ekki gert neitt gagn. Sem betur fer eru slíkt fremur undan-
tekningar, en þetta er þó lesendum fréttablaðanna stundum
boðið.
I Irlandi 'varð sigurförin auðvitað elcki óslitin, um það sá
áfengisauðmagnið, sem alltaf getur teflt fram óþreytandi
hersveitum. En seinna unnust nýir sigrar. 14. júní 1959 komu
saman 100,000 manna í Corke Park í Dublin til þess að minn-
ast 60 ára afmælis bindindismannasamtaka, sem nú er í 500,-
000 manna. Þetta eru engir alvöruleysingjar. Félagsskapur-
inn heitir Pioner Total Abstinence Assosiation of the Sacred
Heart. Við gætum kannski kallað hann á íslenzku Samband
bindindisbrautryðjenda liins Heilaga hjarta. Frá þessum fé-
lagsskap er sagt í aprílhefti Einingar 1960.
Árið 1947 skrifaði norskur blaðamaður, Ketill Jamte
Einrem, um bindindisstarfsemina í Englandi, sem hann hafði
kynnt sér. Hann undraðist, hve víða voru ölknæpur í Eng-
landi og á þær leitaði stundum öll fjölskyldan að kvöldi dags.
Öldrykkja Englendinga er mikil. Þar eru svo ýms samtök
bindindismanna, auk góðtemplarareglunnar, svo sem Temp-
erance Council of the Christian Churches, The National Temp-
erance Federation og The United Kingdom alliance. Þessi
f jögur eru stærstu samböndin. Þá voru (1947) þrjár milljónir
manna í Englandi í ýmsum bindindisfélögum og stúkum, en
var þá talið, að í landinu væru auk þessa um 17 milljónir
manna, sem ekki neyttu áfengis.
Slíkur hefur árangur bindindisstarfseminnar orðið þar,
þótt enn eigi áfengispúkinn þar öflugt vígi.