Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 9

Eining - 01.04.1961, Blaðsíða 9
EINING 9 ennfremur að styrkja þá, er þess þurfa, til dvalar í hvíldar- eða hressingar- heimili. Einnig getur sjóðstjórnin, er hún telur sjóðinn þess megnugan, veitt ungum og efnilegum mönnum, þeim, er þess kunna að þurfa og bindindissamir eru, styrki til ýmisskonar náms, svo að þeir verði hæfari til þess að viðhalda og auka menntandi félagslíf og efla bindindisstarfsemi í landinu. Sjóðsstjórnina skipa þrjár konur í stúkunni Fróni nr. 227. Starfar stjórn- in samkvæmt skipulagsskrá, er sjóðn- um var sett 30. marz 1949, og er það stofndagur hans. Undanfarin ár hefur verið veitt all- ríflega úr sjóðnum. En þrátt fyrir það hefur hann vaxið og er höfuðstóll hans nú rúmlega tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur, sem eru á vöxtum og tryggilega geymdar. Vöxtur sjóðsins og viðgangur á fyrst og fremst rætur í traustum félagsanda og sönnum hug, sem er aðalsmerki stúk- unnar Fi’óns, enda hinn bezti orkugjafi til sameiginlegra átaka. Sjóðurinn er óskabarn félaga stúkunnar og nokkuð einstætt fyrirbæri. Margir utan Regl- unnar hafa og af góðum vilja og mik- illi fómarlund styrkt sjóðinn með fjár- framlögum. Öllum þeim, er styrkt hafa sjóðinn á þessu ári og frá upphafi, færir sjóðs- stjórnin beztu þakkir. Ágústa Pálsdóttir. Sigríður Jónsdóttir. Arnbjörg Stefánsdóttir. <^=?ir=ir=r=o Fm Sauðárkróki. Áhugasamur og ágætur reglubróðir, Sigurður Kári Jóhannsson, sonur Jó- hanns ögm. Oddssonar, skrifar og segir góðar fréttir frá Sauðárkróki. Stúkan Gleym mér ei á Sauðárkróki er ein af elztu stúkum landsins. Félagar henn- ar eru nú 70—80, mest fólk á aldrinum 14—17 ára, „góður efniviður“, segir bréfritarinn. Fundi hefur stúkan hald- ið annan hvem sunnudag allan veturinn og fundarsókn verið ágæt, og eru þó fundimir á sama tíma og bíóið. Fund- artíminn var valinn með það fyrir aug- um, að gefa unga fólkinu kost á að sýna, að það hefði manndóm til að velja heldur stúkufundinn en bíóið og hefur þetta gefizt vel. Um jólaleytið kom stúkan á jólatrés- fagnaði. Vegna húsnæðis varð hann að vera í þrennu lagi, og stóð veizla sú frá hádegi til miðnættis. Tveir jóla- sveinar vöktu mikinn fögnuð, bæði með söng og gjöfum. Fjórða febrúar kom stúkan á almenn- um borgarafundi um áfengisvandamál- ið í landinu. Öðrum félögum var boðin þátttaka og sinntu því boði áfengis- vamanefnd og Bindindisfélag öku- manna, einnig formaður ungmennafé- lagsins. óvenjulega margir fundar- manna tóku þar til máls. Til þess að fólk geti skemmt sér án alls ónæðis frá á- fengisneyzlu, hefur stúkan haldið uppi gömlu dönsunum. Svo segir bréfritar- inn, að stúkan ætli að hafa ýmislegt á boðstólum í sæluviku Skagfirðinga, sem þá var framundan. Eining óskar gömlu „Gleym mér ei“, sem alltaf yngir sig upp, til heilla með gott starf. Það er þannig víð- ar líf og fjör í stúkustarfinu en í Hafn- arfirði, en þar eru þær nú einna sprett- harðastar, og hafa á stuttum tíma bætt við sig yfir 70 nýjum félögum. Von- andi reynist þessi faraldur smitandi. Áfengisbann og leynibrugg Forseti kristilegs bindindissam- bands kvenna í Bandaríkjunum, frú D. Leigh Colvin, skrifaði fyrir nokkrum árum: „Forsetakosningadaginn 4. nóvem- ber 1952 tók ég mér í hönd tímarit, sem fjallar um áfengismál. Þar las ég þessar setningar: Aðeins síðastliðið ár hefur lögreglan lagt hald á 20,402 ó- lögleg áfengisbruggunartæki, sem gátu framleitt meira af áfengum drykkjum en hina löglegu framleiðslu.“ Um þetta hefði ekki verið hljótt, ef þá hefði verið áfengisbann í landinu. Svo reyna andbanningar ætíð að kenna bannlögum um allt leynibrugg og leyni- sölu. Því var látlaust haldið fram í sumum blöðum Reykjavíkur á bannár- unum, að bruggað væri áfengi í hverri sveit, eða því sem næst og sums stað- ar á hverjum bæ. Þegar þessi grófu ó- sannindi höfðu verið endurtekin hvað eftir annað, sendi Stórstúka Islands út fyrirspum um þetta til sveitaroddvita víðs vegar á landinu. Fyrirspuminni svöruðu 110 sveitar- oddvitar. 52 fullyrtu að ekkert brugg hefði þekkst í þeirra sveitum, 28 sögðu að vottað hefði aðeins fyrir því, 18 sögðu töluverð brögð að því eða mikil, 12, að leikið hefði grunur á slíku, en ekki orðið uppvíst. Hér var komizt næst hinu sanna og hrakti þetta greinilega ósannindaöfgar andbanninga. Einar Rimmerfors ræðir við Archer Tongue, framkvæmdastjóra alþjóðaáfengisvamastofn- unarinnar í Sviss. Banna Svíar áfengisauglýsingar? Riksdagsmaðurinn Einar Rimmerfors og nokkrir aðrir riksdagsmenn flytja tillögu um það, að sænska ríkisstjórnin leggi all- verulegar hömlur á allar áfengisauglýs- ingar eða banni þær algerlega. Þegar skömmtunarkerfið var afnumið árið 1955 voru allar áfengisauglýsingar bannaðar næstu mánuðina. Svo var slakað á klónni, en þó settar reglur um áfengisauglýsingar og nefnd kosin til að hafa eftirlit með því, að út yfir viss takmörk yrði ekki farið. Seinna var svo horfið frá þessum reglum, en samstarf ýmissa krafta átti þó að vera til eftirlits með áfengisauglýsingum, en þær eru meinsemd, sem illt er að halda í skef j- um, séu þær yfirleitt leyfðar. Riksdagsmennimir, sem bera fram til- löguna, telja ástand þjóðarinnar í áfengis- málum alvarlegt áhyggjuefni, sérstaklega vaxandi áfengisneyzlu ungmenna, sem stöð- ugt nær tökum á yngri og yngri piltum og stúlkum. Þeir telja því allar áfengisauglýs- ingar og hvatningar vera helbera mótsögn við tilraun ríkisstjórnarinnar og allra sam- taka í landinu til þess að vinna gegn áfeng- isbölinu. Slíkt ætti líka að vera augljóst mál. Mikill ósómi er það og blettur á menn- ingu þjóða, að leyfa áfengisauglýsingar, að leyfa mönnum, að hvetja aðra til að neyta þeirra drykkja, sem óbætanlegu tjóni valda meðal allra þjóða. Sænsku riks- dagsmennirnir, sem ekki vilja una þessu, eru því sannir vökumenn í þjóðfélaginu. Einar Rimmerfors er maður traustur og gætinn, ann siðgæðismálum og reglusömu lífi, og leggur krafta sína fram í siðbótar- félögum. ----♦-----♦----- Gat ekki tekiS boðinu Efnuð frú frá Ameríku var að spóka sig í parís. Leið hennar lá eitt sinn fram hjá reisu- legu húsi. Þar varð henni starsýnt á aldr- aðan mann við störf í garði sínum. Hún gerði sér lítið fyrir, gekk til mannsins og bauð honum að greiða fargjald hans til Ameríku, og auk þess góð laun, ef hann vildi gerast garðyrkjumaður hennar. Hann svaraði: „Frú mín góð, mér þykir það slæmt, að ég er bundinn öðru starfi og get því ekki þegið boð yðar. Ég heiti Auriol og er forseti lands- ins, en verði ég ekki kosinn næst, getur vel komið til mála, að ég hugleiði tilboð yðar“. (Unge Kræfter).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.