Eining - 01.04.1961, Page 10
10
EINING
Með Svíum
Svo heitir einn kaflinn í hinni bráð-
skemmtilegu bók, Nú brosir nóttín, en
hennar hef ég minnst í öðru blaði fyrir
skömmu. Hún er æviminningar Guð-
mundar Einarssonar á Brekku á Ingj-
aldssandi við önundarfjörð, en bókina
hefur skráð Theódor Gunnlaugsson frá
Bjarmalandi.
I bók þessari eru margar frásagnir
um ýms afrek Guðmundar, sem m. a.
var ein frægasta refaskytta landsins.
Að þessu sinni leyfir Eining sér að
birta frásögnina um viðureign hans
við Svíana á Sólbakka í önundarfirði.
Verður það þó aðeins brot úr frásögn-
inni. Það er á þessa leið:
„Það var kvöld eitt um vorið, eftir
vinnutíma, að félagi minn og vinur af
Suðurlandi, Þorkell að nafni, bað mig
um aðstoð við að skrifa áríðandi bréf.
Og til þess að hafa næði, gengum við
afsíðis upp í hlíð, sem þar var skammt
frá. Okkur varð skrafdrjúgt um ýmis-
legt fleira en bréfsefnið, svo að tíminn
leið fyrr en varði. Seint um kvöldið
héldum við heim að svefnskálanum.
Ekki leyndi sér, er við nálguðumst, að
Svíamir voru enn flestir á fótum og
höfðu hátt að vanda. Við Þorkell skipt-
um okkur ekkert af þeim heldur geng-
um beint inn í svefnskálann, hvor um
sínar dyr, sem voru þó alveg samhliða.
Ég fór á neðri hæðina, því að þar svaf
ég, en Þorkell upp á loftið. Alls staðar
voru þarna Svíar, sem létu illa, en það
var svo alvanalegt.
Ég var ekki fyrr búinn að láta aftur
hurðina, en ég heyri hljóð, sem mér
fannst ég kannast við. Ég þríf hana því
opna aftur til að heyra betur. Jú! Það
leyndi sér ekki. Þetta var Þorkell vinur
minn að kalla á hjálp. Og það heyrði
ég glöggt á hljóðunum, að hann kenndi
sárt til. Ég ætla ekki að lýsa því, hvem-
ig mér varð við. Ég þóttist vita að Sví-
amir ættu sök á þessu. Ég hentist út
og hugsaði um það eitt að hjálpa Þor-
keli. En það var þá ekki hægt um vik
að komast til hans .Gangurinn sem Þor-
kell fór inn í var fullur af Svíum og
margir utan við dymar. Ég sá strax,
að það var ekki nema um eina leið að
velja, og hún var sú, að stökkva upp á
Svíana aftan frá, og berja frá sér með
höndum og fótum, eins og slægur hest-
ur. Þetta dugði. Þeim varð ónotalega
á Sólbakka
við, því að þeir áttuðu sig ekki strax,
hvað þetta átti að þýða og hörfuðu út
úr ganginum. Við það rýmkaðist svo að
ég komst til Þorkels, þar sem hann lá
illa farinn.
Eftir þessar aðfarir var gangurinn
mannlaus. Ég spurði Þorkel hvað hefði
komið fyrir. Hann sagði að Ottó hefði
þrifið í sig aftan frá, þegar hann ætl-
aði upp stigann, skellt sér aftur á bak
niður í ganginn og barið sig. Eitthvað
sagði hann fleira, sem ég heyrði ekki,
því að nú byrjaði ný árás. Svíarnir
virtust hafa áttað sig, hvernig komið
var og fylktu nú liði með ópum og
köllum. Ég stóð í dyrunum svo að þeir
komust ekki inn. Þar hafði ég bezta
vígi, því að þeir gátu ekki sótt að mér
nema á einn veg.
Ég kallaði aldrei á Islendingana, sem
niðri sváfu, en skipaði sex mönnum,
sem voru uppi á lofti, að koma út með
mér. Hvemig sem á því stóð, kom eng-
inn að hjálpa okkur Þorkeli. Raunar
vom þeir allir háttaðir og máske ekki
þótt útgangan glæsileg, þar sem um
40 Svíar voru fyrir utan dyrnar, sumir
með hnífa og orðbragð ekki fallegt. Og
vafalaust hafa þeir nú séð sér leik á
borði.
Fyrstur réðst Ottó á mig í dyrunum
með reidda hnefa. Ég sparkaði svo fast
í kviðinn á honum, að hann féll yfir
sig og lá eins og dauður. Þegar félagar
hans tveir, sem verið höfðu með honum
í aðförinni við Þorkel, sáu þetta, óðu
þeir að mér og hafði annar hníf
í hendi. En það fór á sömu leið fyrir
þeim. Þeir lágu báðir hreyfingarlitlir.
Við þetta virtist koma hik á Svíana,
sem næstir voru. Þeir hörfuðu ofurlítið
frá. Þá var það sem ég þreif handriðið,
sem losnað hafði áður af stiganum í
ganginum, við ólætin, og hljóp með það
út í hópinn.
Til ómetanlegrar gæfu kom þá á
móti mér einn Svíinn, sem var mesti
vinur minn. Hann bað mig með mild-
um orðum, en miklum alvöruþunga, að
hætta þessum leik. Hann sagði, að ég
mundi iðrast þess alla ævi, ef ég æddi
út í hópinn með þetta barefli og í þeim
ógnar ham, sem ég væri nú kominn í.
En íslendingar komu þarna ekki að.
Oft hef ég hugsað um það síðar, hve
mikil gæfa hefur fylgt þessum góða
manni, að honum skyldi takast að stilla
mig á þessari örlaga stundu. Þótt mér
væri ekki gjarnt á að reiðast, þá var
ég í þetta sinn búinn að missa alla vit-
glóru, og þar að auki hafði ég ónáttúr-
legt afl í öllum skrokknum.
Það voru hnífarnir, sem gerðu mig
blindan af heift. Þegar ég sá þá stefna
að mér úr öllum áttum, og heyrði hót-
anirnar, sem fylgdu, þá hugsaði ég
ekki um lífið. Ég hugsaði bara um það
eitt, að einhvers staðar kæmi skarð í
óvinahópinn, áður en ég félli til jarðai*,
því að á þessari stundu efaðist ég ekki
um að svo myndi fara.“
Þetta var nú fyrsti þáttur orrust-
unnar. Guðmundur vissi að Svíarnir
myndu hyggja á hefnd, og sú stund
kom. Vildi þá svo til að Guðmundur
svaf í ofurlitlu skýli, sem kallað var
„rúff“. Svíarnir komu þegar orðið var
dimmt af nóttu, en Guðmundur hafði
viðbúnað, byssu sína hlaðna og auk
þess allmikla hvalalensu. Svíamir veltu
rúffinu ofan af honum, en þá hleypti
hann skoti af upp í loftið og þurfti þá
ekki meira til. Svíarnir tóku til fót-
anna.
Svo leið sumarið og kom að því að
Guðmundur og aðrir Sunnlendingar
færu heim. Guðmundur þóttist hafa
komist að því, að enn myndu Svíamir
hafa hug á að ná sér niðri á honum.
Og nú kom kvöldið, en Sunnlending-
arnir skyldu ganga á skipsfjöl. Þá var
orðið skuggsýnt, en Cuðmundur þurfti
inn í sjóbúð niðri við höfnina til þess
að ná í flösku, sem hann hafði skilið þar
eftir, og nú segir Guðmundur sjálfur
frá:
„Um leið og ég ætla að snarast út,
greini ég einhverja hreyfingu rétt hjá
mér. Ég sé að þarna er Ottó kominn
og blikar á rýting í hendi hans. Á sama
augnabliki varð mér ljóst, hvað til stóð.
Og eins fljótt og mér var unnt, gaf ég
honum þá ráðningu, að hann féll á
gólfið, en ég snarast til dyranna. Standa
þá tveir liðsmenn hans við tröppurnar,
og sé ég, að annar þeirra hefur mik-
inn hníf í hendi. Útgangan var því ekki
árennileg. Þótt mér hefði tekizt að slá
þá frá mér, hefðu þeir verið hníflaus-
ir, þá voru mestar líkur til, að þeir
næðu til mín með hnífunum, áður en
ég næði til þeirra, þar sem ég var ofan
við tröppumar.
Ég sá strax, að hér var ekki um
neitt að velja. Ég stökk því út úr dyr-
unum með reidda flöskuna, beint í fang-
ið á þeim, sem hnífinn hafði, og ætlaði