Eining - 01.12.1961, Qupperneq 4
4
EINING
Sjötugur:
Ingimar Jóhan]te§§oii9
fulltrúi frœðslumálastjóra
15. nóvember 1961.
Kæri vinur, Ingimar. Hví gerður þú mér
þann óleik að eiga 70 ára afmæli einmitt
nú þegar verst stendur á fyrir mér, hálf
sundurtættur eftir alls konar brölt í félags-
störfum og með áhyggjur út af ferðalagi
framundan, hef því hvorki næði né heið-
ríkju hugans til að una mér stund við at-
hugun á ævistarfi þínu og allri manngerð,
sem er slík, að margur myndi kjósa sér?
Það er mér þó nokkur sárabót, að ég er
að enda við að lesa fjórar afmælisgreinar
um þig, og fleiri munu vera skráðar. Þar
er margt fallega og vel sagt, og gæti ég
mjög hjartanlega gert öll þau orð að mín-
um. Ég leyfi mér því að birta hér sumt af
þessu, svo að Eining okkar geymi um þig,
það sem ég vil að helzt geymist þar. Lengsta
málið af því, er grein séra Björns Magn-
ússonar prófessors, sem ég hef fengið leyfi
til að birta hér. Tek þó fyrst nokkur orð
úr greinum hinna.
Pétur Sigurðsson.
Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, segir:
„Hvarvetna þar sem Ingimar Jóhannes-
son hefur starfað, hefur hann verið með
afbrigðum vinsæll enda traustur og ráð-
hollur, vinur og félagi þeirra, sem hann
hefur starfað með og starfað fyrir, ætíð
glaður og reifur á hverju sem hefur geng-
ið. Ingimar hefur í þeim efnum farið eftir
heilræðum Hávamála: „Glaður og reifur
skyli gumna hver“-------og efast ég ekki
um að svo verði til hinztu stundar.
Skóla- og uppeldismál hafa verið aðal-
hugðarefni Ingimars um dagana og hefur
Góðtemplarareglan notið þess í ríkum
mæli.“
Bjarni ívarsson, skrifar m. a. þessi orð:
„Ingimar er einn af hinum bjartsýnu
umbótamönnum aldarinnar og féll vel inn
í hina rismiklu öldu ungmennafélags- og
bindindishreyfingarinnar. Og enn stendur
hann þar traustan vörð um „hugtúnagróð-
ur“ æskunnar, í fullri vissu þess með
skáldinu: „að elska, að finna æðanna slag,
að æskunni í sálinni hlúa, það bætir oss
meinin.“
Vigfús Guðmundsson, segir:
„Einn af beztu vormönnum íslands átti
sjötíu ára afmæli í gær (13. nóv.). Það er
Ingimar Jóhannesson, kennari.
Vinur minn, Ingimar: Megi ísland eign-
ast sem flesta þína líka. Það er ósk mín
á sjötíu ára afmælinu þínu.“
Séra Björn Magnússon, prófessor, skrif-
ar:
Vammlaus maður og vítalaus — dreng-
ur góður og batnandi. Þessar einkunnir
fornra mannlífshugsjóna koma mér í hug,
er ég minnist vinar míns Ingimars Jóhann-
essonar, er fullnaði í gær sjöunda áratug
ævi sinnar. Um alllangt skeið hef ég nú
haft af honum æði náin kynni, og aldrei
hefur skugga borið á skjöld þeirrar heið-
ríku manngöfgi og hjálpfýsi við menn og
mannbætandi málefni, er markað hafa fer-
il hans svo lengi, sem ég hef haft kynni
af honum. Þvílíkra manna er gott að minn-
ast, og eiga þess kost, að þakka þeim vin-
áttu og samstarf að framgangi hugsjóna
sinna, meðan þeir eru enn ofar moldar.
Því vil ég grípa tækifærið að þakka vini
mínum Ingimar Jóhannessyni ágæt kynni
og ljúfar samverustundir á þeim merku
tmamótum ævi hans, er nú eru nýliðin hjá.
Og ég vil koma þeim þakkarorðum á fram-
færi í allra augsýn, þar eð ég veit, að þeir
eru margir, sem vilja taka undir þakkir til
hans og árnaðaróskir. Svo margir eru þeir,
sem notið hafa góðvildar hans og starfs-
hæfni á mörgum sviðum.
Ingimar Jóhannesson er fæddur að Meira-
Garði í Dýrafirði, 13. nóv. 1891, og voru
foreldrar hans Jóhannes smiður á Bessa-
stöðum í Dýrafirði Guðmundsson og kona
hans Solveig Þórðardóttir. Ungur að árum
missti hann föður sinn í sjóinn, og urðu
því þau kjör hans í æsku, að hann varð
snemma fremur að leitast við að veita
stuðning móður sinni og yngri systkinum,
en láta bera sig á höndum og njóta þeirra
nægta alls, sem æsku vorra tíma eru kunn-
ust. Þetta hygg ég hafi markað allt líf
hans síðan. Hann hefur ætíð leitast við
að vera fremur veitandi á velgerðir en
þiggjandi og þótt ekki hafi verið úr mikl-
um sjóðum fjármuna að spila, hefur hon-
um lánast það 1 svo ríkum mæli, að undrun
má sæta.
Ungur brauzt hann til náms þótt ekki
væri auðveld leiðin til mennta á þeim tím-
um, og naut fyrst handleiðslu hins ágæta
brautryðjenda íslenzkrar alþýðufræðslu,
síra Sigtryggs á Núpi og lauk námi í skóla
hans. Þá gerðist hann nemandi Halldórs
Vilhjálmssonar, hins eldlega áhugamanns,
við bændaskólann á Hvanneyri. Ekki varð
þó búskapur hlutskipti hans í lífinu, því
að snemma hneigðist hugur hans að því
að fræða aðra og vinna að uppeldi vaxandi
kynslóðar. Stundaði hann næstu tvö ár
kennslu í heimabyggð sinni, en hvarf síðan
til sérnáms í þeirri grein og lauk kennara-
prófi frá Kennaraskólanum vorið 1920.
Gerðist síðan kennari á Eyrarbakka um 9
ára skeið, og kvæntist þar sinni ágætu eig-
inkonu, Solveigu Guðmundsdóttur, hins al- >
þekkta atorkumanns og sjósóknara á Há-
eyri, ísleifssonar. Þaðan fluttist hann 1929
að Flúðum í Hrunamannahreppi og gerð-
ist þar skólastjóri allt til ársins 1937, er
hann fluttist til Eeykjavíkur, þar sem hann
hélt áfram kennslustörfum til 1947, er hann
réðst sem fulltrúi til fræðslumálastjóra, og
því starfi hefur hann sýnt í senn alúð og
hæfni, og getið sér hið bezta traust bæði
nemanda sinna og starfsbræðra. Hefur
hann og átt forystu í félagsmálum kenn-
ara, og m. a. verið formaður Sambands ís-
lenzkra barnakennara í 8 ár. Yms trúnað-
arstörf hafa honum einnig verið falin á
sviði uppeldismála, og skal hér aðeins
nefnt, að hann hefur átt sæti í Barna-
verndarráði um fjölda ára.
Snemma fékk Ingimar mikinn áhuga á
félagsmálum, og var framarlega í ung-
mennafélagsskapnum á sínum yngri árum.
Þá hefur hann og verið félagi Góðtempl-
arareglunnar í 55 ár og gegnt þar fjölda
trúnaðarstarfa. M. a. veitti hann forystu
tveim leiðtoganámskeiðum, sem haldin
voru að Jaðri, og mun flestum þeim, sem
þar dvöldust með honum, verða sú samvera
ógleymanleg. Við unglingastarf reglunnar
hefur hann lagt sérstaka alúð, og var nú
fyrir skemmstu stórgæzlumaður unglinga-
starfs um tveggja ára skeið. Ýmsum öðr-
um göfugum hugsjónafélagsskap hefur
hann lagt hið traustasta lið og eru hon-
um nú fluttar fyrir það beztu þakkir.
Margt fleira mætti nefna af störfum
Ingimars, þ. á. m. ritstörfum, en til þess
gefst nú ekki tækifæri. Hann hefur ætíð
verið reiðubúinn að veita hverju góðu mál-
efni lið, og ekki skorazt undan, er til hans
hefur verið leitað, þótt hann sé í eðli sínu
maður hlédrægur og lítillátur.
Fjögur eru börn þeirra hjóna, dugnaðar-
og mannkostafólk, eins og þau eiga kyn til.
Að lokum vil ég færa Ingimar Jóhann-
essyni alúðlegustu þakkir og árnaðaróskir
mínar og allra þeirra félagsbræðra og
systra, sem við eigum sameiginlega, og
biðja honum, heimili hans og venzlamönn-
um blessunar Guðs og alls velfarnaðar á
óförnum ævidögum, sem ég óska að verði
bæði margir og bjartir.
Björn Magnússon.
Það á vel við að birta mynd af Ingimar Jóhannessyni í lwpi ungra manna, þótt
mynd hans sé í minna lagi. Hann situr fyrir miðju borði í námshringnum.