Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 5
EINING
5
< .<
V ' <í | 1 . 1 Ritstjórn blaösíðunnar: Isienzkir unutempiarar K„„i„ss„„ CÁ -L og Einar Hannesson. « : .< >
Eftirminmnleg
Atburðir þeir, sem hér er stiklað á gerð-
ust nokkru fyrir aldamótin 1900. Vegna
þess að sagan er sönn er manna- og staða-
nöfnum sleppt. — Ung og mjög glæsileg
hjónaefni voru gefin saman. Orð var á gert
hvað þau væru samvalin og þeim spáð far-
sælu hjónabandi. Að giftingu lokinni var
slegið upp veizlu mikilli á kirkjustað með
mikilli rausn. Meðal boðsgesta voru tveir
ungir menn, annar lítt þekktur, hinn ann-
álaður fyrir hreysti og karlmennsku, auk
þess, sem hann átti þann úrvalsgæðing að
trautt fannst annar slíkur.
í brúðkaupsveizlu þessari var nokkuð
drukkið svo sem tízka var. Flestir drukku
þó af gát, því margir áttu heim að sækja
um mjög strangt og erfitt vatnsfall. Sá,
sem átti gæðinginn góða drakk ósleitilega,
því hann var ölkær, hinn ungi maðurinn
lét veigarnar öðrum eftir.
Að veizlu lokinni var búizt til heimferð-
ar, brúðhjónin voru meðal þeirra er sækja
þurftu yfir vatnsfallið stranga svo og ungu
mennirnir báðir. Gengur allt vel að fljót-
inu og eru brúðhjónin í farabroddi, en er
kemur að einum örðugasta álnum, verður
brúðguminn einhverra atvika vegna aðeins
seinni út í álinn. en hesti brúðurinnar
skrikar fótur og hún verður í einni svipan
laus við hestinn og flýtur niður eftir ánni,
áður en nokkur fær neitt að hafst til bjarg-
ar. Allir verða skelfingu lostnir yfir þess-
um hörmulega atburði. Brúðirin flaut hratt
niður að eyri sem var í ánni. Sú spurning
tók hugi allra hvort brúðurin mundi enn á
lífi og hvort nokkur möguleiki mundi á að
bjarga henni frá þessum háskalega stað.
Nú voru góð ráð dýr og þurfti skjótra að-
gerða við. Ekkert gat bjargað stúlkunni
nema afburðahestur og áræðinn hreysti-
maður. Öllum var litið á hestinn annálaða,
egandi hans hafði verið bundinn út úr
drukkinn á hann eins og dauður hlutur,
enda var hann ráð og rænulaus. Hinn ungi
maðurinn var nú skjótráður, áður en menn
höfðu áttað sig á hlutunum var hann bú-
inn að losa hestinn við eigandann og hafði
lagt út í beljandi strauminn upp á líf og
dauða. Eftir nokkurt volk nær hann eyr-
inni, hann tekur stúlkuna í fang sér og
leggur enn í skaðræðisfljótið. Og nú reynir
á allt til hins ýtrasta, hreysti styrkleika,
þol og ratvísi manns og hests. Báðir vita
hvað við liggur og maður og hestur, þeir
eru eitt. Brúðguminn kemur einnig til
hjálpar og afreksverkið tekst, landi er náð
eftir hetjulega og tvísýna baráttu. Menn fá
lífgað brúðina og ungu hjónin lifa lengi
farsælu lífi. Öllum var þessi brúðkaupsferð
ógleymanleg. Um unga manninn ölkæra er
það að segja, að hann harmaði sáran, er
hann vissi alla atburði, að hann skyldi hafa
verið svo á sig kominn sem hann var og til
þess að slíkt óhapp henti sig ekki öðru sinni,
strengdi hann þess heit að láta aldrei fram-
ar áfengi inn fyrir sínar varir og það heit
hélt hann trúlega.
Tíðindamaður síðunnar Jcom í stutta
heimsókn til Álasunds í Noregi um mánaða-
mótin október-nóvember, og naut gest-
risni og vinsemdar templara þar.
Góðtemplarareglan er sterk í Álasundi.
Þar starfa fimm undirstúkur og eitt ung-
templarafélag, auk barnastúkna. Stúkurn-
ar heita Godthaab, Havets Sönner, John
Finch, Brodersinn og Fram-Álasund. Ung-
templarafélagið heitir Sjmira. Það er eitt
fjölmennasta og öflugasta ungtemplarafé-
lagið í Noregi í dag, með 400 félagsmenn.
Templarar eiga myndarlegt samkomu-
hús á góðum stað í Álasundi og Symra á
glæsilegan veitingastað, Fjellstua, sem
stendur á fjallsbrún, Axla, er gnæfir yfir
miðbæinn. Er veitingastaðurinn í 120
metra hæð yfir sjó og liggur göngustígur,
með fleiri hundruð þrepum, upp snarbratta
hlíðina, upp frá skemmtigarði bæjarins.
Ennfremur má aka upp á fjallið og að
veitingastaðnum. Útsýn frá Fjellstua er
hin fegursta, bæði yfir bæinn og á haf
út og inn til landsins. Um 200 gestir geta
samtímis matast þama og er viðurgern-
ingur allur fyrsta flokks .Staðurinn er að-
eins opinn yfir sumarmánuðina. Þá kemur
þangað fjöldi gesta og vafalaust allir ferða-
langar, sem til Álasunds koma og þar vilja
skoða sig um. — Eru ungtemplarar í Ála-
sundi að vonum stoltir og ánægðir yfir
því, að eiga þenna glæsilega og vinsæla
veitingastað.
Tíðindamaður fékk m. a. tækifæri til þess
að skoða Fjellstua og spjalla við forustu-
menn ungtemplarafélagsins kvöldstund.
Fræddist hann þá einnig mikið um það,
sem á daga félagsins hefur drifið. Symra
varð 45 ára í marz s.l. Starfsemi félagsins
hefur lengst af frá stofnun þess, verið fjöl-
breytt og líflegt og nú er sérstaklega lifandi
og grózkumikið starf í félaginu. Félagið
heldur vikulega fundi á laugardögum í Góð-
templarahúsinu. Samstarfið við stúkurnar
er gott. Félagið gefur út myndarlegt blað,
Symrapóstinn, sem kemur út fjórum sinn-
um á ári, 20 bls. í hvert sinn. Formaður
félagsins heitir Ásbjöm Nilsen, ungur
maður, og með honum í stjóm eru bæði
piltar og stúlkur, öll innan við tvítugt.
E. H.
- F R ÉTTIR -
Ung templaradagurinn 1961.
Dagsins var minnst sérstaklega með sam-
komu í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn 22.
okt. s. 1. Á samkomunni bættust 47 nýir
félagar í samtökin, formaður ÍUT, séra
Árelíus Níelsson flutti ávarp um kjörorð
dagsins, sem var að þessu sinni „Frelsi frá
ótta og neyð“ og að síðustu var dansað.
Húsfyllir var.
Keflvíkingar heimsækja Hrönn.
Um 40 félagar úr stúkunni Vík í Keflavík,
aðallega ungt fólk, heimsóttu ungtemplara-
félagið Hrönn í Reykjavík. Hrönn hafði
efnt til skemmtikvölds í Góðtemplarahús-
inu sunnudaginn 12. nóvember sl. og bauð
Keflvíkingum þangað, en Hrannarfélagar
heimsóttu Keflavík snemma á þessu ári.
Um 200 ungmenni sóttu skemmtikvöldið,
sem tókzt vel. Fararstjóri Keflvíkinganna
var Jón Tómasson, símstöðvarstjóri.
Stúlka sótti um skrifstofustöðu. Sagðist
hafa sagt upp stöðunni þar sem hún hefði
verið, vegna þess, að skrifstofustjórinn hefði
reynt að kyssa sig.
Það var leiðinlegt að svona skyldi fara,
svaraði sá, sem hún talaði við. Annars hefð-
uð þér getað fengið stöðuna hér.
Hin glæsilega veitingastofa á fjallsöxlinni.