Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 6
6
EINING
Kafli úr skólasetningarræðu skólameistara
Menntaskólans á Akureyri
Ein mesta gæfa hverrar þjóðar er sú,
að eiga góða uppalendur, sem segja
æskumönnum vel til vegar og gefa slíkt
fordæmi að þeir njóti trausts þeirra,
sem leiðsögnina fá.
Slíkur leiðsögumaður hygg eg að
skólameistari Menntaskólans á Akur-
eyri, Þórarinn Björnsson, sé. Ég hef
verið að blaða í skýrslu skólans, þeirri
síðustu, en hún nær yfir árin 1952—
1956. Mér varð auðvitað að staldra mest
við skólasetningarræður skólameistara,
en þær eru hollar einnig okkur fullorðna
fólkinu, því að aldrei megum við verða
kyrrstöðumenn. Ekki veitir okkur af að
efla manndóm okkar á því að vaka,
vinna og biðja. Hér fer á eftir hluti af
einni af þessum ræðum Þórarins Björns-
sonar, skólameistara:
P. S.
„— Að lokum vil eg bjóða yður, nem-
endur, sérstaklega velkomna. Fyrir yð-
ur er þessi stofnun. Fyrir yður leggur
ríkið fram nokkuð á aðra milljón, til
þess að þið getið dvalizt hér og búið
yður undir lífið. Og fyrir yður á allt vort
starf, kennaranna að vera unnið. En þá
er samt eftir það, sem nauðsynlegast
er alls: það er yðar hlutur, nemenda
sjálfra. Án starfs yðar og framlags er
allt til einskis.
Og nú er það tvennt, sem eg vildi
biðja yður um, kæru nemendur. í fyrsta
lagi: Umfram allt vinnið vel. Og í öðru
lagi: Hafið vald á sjálfum yður.
Það skiptir meginmáli fyrir hvaða
skóla sem er, að honum takist að fá
nemendur til að vinna, nota tímann vel.
Tíminn er dýrmætasta gjöfin sem oss
er gefin, og nýting tímans er vanda-
samasta námið og mikilvægasta.
Þér vitið, að nú er mikið talað um,
að aukin þekking, tækni og vélar, eigi
að létta byrði erfiðs af hrjáðu og lang-
lúnu mannkyni. Það er satt, að þekking
og tækni hafa þegar unnið mikið í þessa
átt og eiga þó sennilega eftir að gera
betur. En einn er sá hópur manna, sem
þetta nær ekki til. Það eru lærdóms-
mennirnir sjálfir. Það eruð þér, nem-
endur mínir. Með aukinni þekkingu
vaxa námsefnin. Byrðin, sem áður
hvíldi á herðum fjöldans, færist yfir á
herðar þeirra, sem eiga að valda þekk-
ingunni. Ef þér viljið verða hlutgengir
í þeirra hópi, verðið þér að vera við því
búnir að vinna vel, betur en aðrir, að
leggja á yður langt nám og þungt erfiði.
Það er alkunna, að ýmsir þeir vísinda-
menn, sem mesta sigra hafa unnið og
dýrastar gjafir hafa fært mannkyninu,
hafa lagt nótt með degi. Þar hrökk eng-
inn átta stunda vinnudagur.
Annars vorkenni eg yður ekki að
þurfa að vinna, öðru nær. Til þess er
oss gefin orka, að vér neytum hennar,
og því aðeins líður okkur vel, að ork-
unnar sé neytt. Iðjuleysið er fjandi sál-
arinnar, sögðu munkarnir forðum, og
þeir vissu hvað þeir sungu. Þess vegna
var þeim ekki nóg að biðja, þeir urðu
líka að iðja. „Ora et labora“ (bið þú og
vinn) var þeirra einkunn, og ætti að
vera hvers manns einkunn enn í dag.
Vinnan er raunverulega vinur sálarinn-
ar. I henni finnur hver heilbrigður mað-
ur mesta svölun.
Nú megið þið ekki skilja orð mín svo,
nemendur, að þér megið aldrei létta yð-
ur upp, aldrai bregða yður á leik. Þér
eigið einmitt einnig að leika yður. Heil-
brigð vinna á að skapa heilbrigða gleði
og heilbrigða leiki. Það er fátt til feg-
urra en að sjá heilbrigða æsku leika
sér á frjálslegan og heilbrigðan hátt,
leika sér af hjartans gleði og fögnuði
þess að vera til. En það er líka ekkert
ömurlegra en að sjá þessa sömu æsku
skemmta sér, ef skemmtun skyldi kalla,
ófagurlega, þannig jafnvel að fagrir
staðir verði ljótir af návist mannsins.
Það er auðnuleysisleg sjón að sjá í ungu
andliti drykkjuslappa drætti, sem gefa
til kynna, að maðurinn hefur afsalað
sér valdinu yfir sjálfum sér. Óvíða er
vesaldómur mannsins átakanlegri en
þar, sem æskufegurð og æskuþróttur
umskapast í slíka hryggðarmynd.. Ég
vona og bið, að nemendur Menntaskól-
ans á Akureyri rati ekki í þann vesal-
dóm. Og eitt bezta ráðið til að forðast
þá ógæfu er að vinna, vinna trúlega.
Trúmennska í starfi er ef til vill bezta
hamingjulyfið, sem til er. Vinnið og ver-
ið glöð. Það á að geta farið eðlilega sam-
an.
Þó að undarlegt sé, er það ekki vinn-
an, sem mest þreytir. Vitur maður mun
hafa sagt, að fyrir þá, sem fást við
andleg störf, þreyti það oft meira, sem
þeir láti ógert, en hitt, sem þeir gera.
Ég veit ekki, hvort þér skiljið þetta,
ungir nemendur. En þó vona ég, að
samvizka yðar allra sé svo vakandi, að
þér finnið, að fátt lýir meira en til-
finningin um það að hafa ekki komið
því í verk, sem skyldan bauð, að gert
yrði. Vinnan er ekki það, sem verst slít-
ur mönnunum, heldur svikin við sjálfan
sig. Munið það ungir menn og konur.
Og þá kem ég að hinu: Reynið að
hafa vald yfir sjálfum yður.
Þér viljið allir og öll vera frjáls, og
frelsi er eitt það orð, sem nú er mest
notað og raunar misnotað í heiminum.
Enn eru þau því miður sönn, orðin, sem
frú Rolland sagði, áður en hún gekk
undir fallöxina: „0, liberté! que de
crimes on commet en ton nom“ (Ó,
frelsi, hve margir glæpir eru drýgðir í
þínu nafni.). En það er önnur og lengri
raunasaga en hér verði rakin. Hitt er
staðreynd, að frelsið þráum við allir.
En jafnframt ber að muna, að það er
ekki nóg að vera óháður öðrum. Hitt
skiptir jafnvel enn meira, að vera ó-
háður sjálfum sér ef svo má að orði
komast. Þetta hafa vitrir menn allra
alda skilið. „Major qui se quam qui
moenia vincit,“ segir latínan, sá er
meiri, sem sigrar sjálfan sig, en sá, sem
sigrar borgir. Mesti sigur hvers manns
er sigurinn yfir sjálfum sér. Og svo illt
sem er að vera annarra þræll er aum-
ast af öllu að vera sjálfs sín þræll, að
lúta hverri löngun sinni, að geta ekkert
látið á móti sér. Hér er það sennilega,
sem íslenzka æsku skortir mest. Dekur
við sjálfs sín langanir og eltingaleikur
við tómlegar skemmtanir eru of ríkur
þáttur í fari margra manna og kvenna.
Nýlega átti eg tal við tvo franska
menntamenn, sem hér voru í heimsókn.
Eitt af því, sem mesta furðu þeirra
vakti í þessu fagra landi, var það, hvað
skemmtistaðir og kaffihús voru mikið
sóttir af unglingum, mun yngra fólki
en þeir áttu að venjast að sjá á slíkum
stöðum. Það er þjóðar nauðsyn, að hér
verði breyting á. Það getur aldrei leitt
til góðs, ef óharðnaðir unglingar fá
uppeldi sitt að drjúgum hluta þar, sem
kitlaðar eru lægstu hvatir.
Ég vona, að nemendur Menntaskól-
ans á Akureyri og raunar öll íslenzk
æska stefni hærra en það að verða „setu-
lið“ á kaffihúsum. Ella skortir eitthvað
á þann manndóm, sem íslenzkri þjóð er
mest þörf á í sínu harðbýla landi.
Að síðustu bið ég þess, að heilög mátt-
arvöldin blessi störf skólans á þessum
vetri.“ Framhald á næstu bls.