Eining - 01.12.1961, Side 9
E ININ G
9
sjá, að hér er ekki aðeins þörf, heldur lífsnauðsyn skyn-
samlegra aðgerða til úrbóta.“
Lúðvík Jósefsson, fyrrv. ráðherra, segir í sinni grein m. a.:
„Áfengið kostar okkar litlu þjóð hundruð milljóna á ári
hverju og auk þess tjón, sem aldrei verður metið í pening-
um. Þúsundir vinnustunda fara forgörðum, truflanir verða í
rekstri, slys verða á götum, bátar farast, og annað af slíku
tagi gerist, vegna áfengisneyzlunnar.
Ég dreg enga dul á það, að ég er í hópi þeirra manna,
sem helzt hefði viljað grípa fyrir rætur meinsins með því
að banna algerlega alla sölu áfengis í landinu, eða hafa sem
mestar hömlur á sölu þess.“
Magnús Jónsson, alþm. og bankastjóri, kemst svo að orði
1 grein sinni:
„Ég tel enga þörf að eyða mörgum orðum til að rökstyðja
það, hvílíkur bölvaldur áfengið er í okkar litla þjóðfélagi
og hver nauðsyn er að uppræta þessa meinsemd."
Ólafur þ. Kristjánsson skólastjóri, mælir á þessa leið:
„Hve miklum fjármunum þarf þjóðin að eyða í áfengi,
h.ve mörgum dagsverkum þarf hún að glata vegna áfengis-
neyzlu, hve mörg glapræðisverk eða glæpir þurfa að vera
framdir í ölæði, hve mörgum heimilum þarf að vera sundrað
eða komið á vonarvöl vegna áfengisneyzlu, hve mörg manns-
efni þurfa að eyðileggjast vegna drykkjuskapar, lífsham-
ingja hve margra einstaklinga þarf að bíða varanlega hnekki
eða glatast með öllu, vegna áfengisnautnar, — hve mikið
þarf af öllu þessu til þess að það geti kallast þjóðarböl?“
Getur þjóð, sem miklast af lærdómi og gáfum, haft orð
þessara manna að engu?
Blöðin birtu greinar þeirra misjafnlega myndarlega. Lang-
bezt gerði Vísir það. Þar var einnig birtur listinn yfir nöfn
ailra félaganna og félagasambanda, sem eru í landssamband-
inu, ásamt nöfnum 26 fulltrúa í fulltrúaráði sambandsins,
en öllum blöðunum var sendur þessi listi með tilmælum um
að birta hann.
Ekki var síður sannleikanum borið vitni í útvarpserindum
þeirra, séra Kristins Stefánssonar, áfengisvarnaráðunautar
og frú Vilborgar Helgadóttur hjúkrunarkonu, en í blaða-
greinunum. Allir eiga þessir aðilar skilið beztu þakkir, en
æskilegt hefði verið að útvarpið sjálft hefði tekið þátt í
þessu með meiri myndarbrag en raun varð á. Það lætur oft í
té ýmsum aðiljum tíma fyrir samfellda dagskrá, misjafnlega
veigamikla, minnst klukkustund, og bezta útvarpstímann vel-
ur það stundum rabbinu um „daginn og veginn“, oft ágætu
en stundum nauða ómerkilegu, en þessum erindum á bind-
indisdaginn var sniðinn þröngur stakkur og þeim holað
á þann tíma dagskrárinnar, þegar allir þeir, sem á kvöldum
leita til skemmtistaðanna, eru komnir þangað. Það er ein-
kennilegur mælikvarði, sem útvarpið hefur á menn og mál-
efni. Það þótti aldrei stórmannlegt að gera sér mannamun.
Síðasta erindinu, sem undirritaður bauð útvarpinu, var hol-
að á þenna sama tíma, á 11. stundu dags. Ekki einu sinni
beztu kunningjar mínir heyrðu það erindi, þeir gerðu ekki
Ennþá koma til okkar jól,
meS englabirtu og helgisöng,
og guðsfrið um sérhvert byggðarból,
með barnagleði og veizluföng.
Svo njótum þess bezt, sem blessun Ijær,
við biðjum þess, sem er allra mest,
að allir fái, — og ykkar bær —
elskunnar tigna jólagest.
Eining óskar öllum lesendum sínum blessunar Guðs og
þeirrar sönnu jólagleði, sem eyðir skammdegis myrkri og
kulda, og einkanlega öllum kulda og kvíða í sálum manna,
og gefur þeim á ný fagrar og bjartar framtíðarvonir um
frið á jörðu og velþóknun Guðs.
GLEÐILEG JÖL!
í Pétur Sigurðsson.
'lacfi o 5. 1961
Nú starir hver mannssál í orðlausri undrun
á úthimins geislaflóð,
sem flæðir um háloftsins hvelfda boga,
frá hnígandi kvöldsólarglóð,
og breiðir purpurans rósfagra roða
um runna, heiðar og strönd,
en slíkt getur engin mannshönd málað,
það meistaraverkið á Drottins hönd.
Og myndin er gerð svo að mannsálin rati
frá myrkri til ljóss, í Guðs helgidóm
og samneyti ekki við guðslífið glati,
en gangi á vegum þess dyggðug og fróm.
ráð fyrir mér á þeim tíma kvöldsins. Útvarpið hef ég ekki
ónáðað síðan mín vegna.
Útvarpið er ríkisstofnun. f haust var komizt svo að orði í
ritstjórnargrein víðlesnasta blaðs ríkisstjórnarinnar, að nú
þyrfti að „hefja herferð" gegn ósómanum. Bindindisdagur-
inn, sem að vísu var ákveðinn löngu áður en þau orð voru
skráð, átti að geta orðið einn þáttur í þeirri herferð, og
útvarpið hefði getað sýnt honum ofurlítið meiri rausn, látið
í té heppilegri tíma og nægilegan til að viðhafa ofurlítið
meiri fjölbreytni í dagskrárþættinum.
Sjálfsagt telur útvarpsráð tímann 10,10 síðd. ekki slæman,
en fleiri en ég munu þó vera á annarri skoðun.
Þegar þessar línur eru ritaðar (4. nóv.) er blaðinu ekki
kunnugt um hversu þátttakan í bindindisdeginum hefur verið
víðs vegar um land, og verður sennilega hægt að víkja að
því í næsta blaði. Hér skal því þó ekki gleymt, hve rausnar-
lega Hafnfirðingar auglýstu daginn. Það var vissulega mynd-
arlega gert .— Meira næst.
Pétur Sigurðsson.
Hvaða náungi er þetta, sem hristir svo á-
sakandi höfuðið, hvert skipti sem við mætum
honum.
Láttu þér standa á sama um hann, svar-
aði frúin, hann er fyrri maðurinn minn.
Húsbóndinn kom heim hallandi nætur. Kon-
an varð hans vör og spurði í svefnrofunum:
Ert það þú, Jón.
Ég vona að svo sé, svaraði maðurinn.
Hjartað er gott. Ég vildi að það væri mitt,
sagði læknirinn, þegar hann var búinn að
rannsaka ungfrúna.
Hún roðnaði ofurlítið og sagði: Ég er trú-
lofuð.
Kennari nokkur spurði drengsnáða, hvenær
hann væri fæddur.
Ég er ekki fæddur, svaraði sá litli, ég á
aðeins stjúpmóður.
Furðulegt mat
Eftirfarandi setning heyrðist fyrir nokkru
í útvarpinu:
„Amerísk skoðun hefur beðið nokkurt af-
hroð eftir geimflug Titoffs.“
Hefur lífsskoðun manna í Ameríku beðið
nokkurt tjón við geimflug einhvers manns eða
hver er merking þessarar einkennilegu setn-
ingar?