Eining - 01.12.1961, Síða 10
10
EINING
Það sem ehhi md grafast né gleymast
Dýrmætu perlurnar mega ekki sökkva
í sandinn. Sannleiksperlurnar dýru þarf
að endurtaka, ekki aðeins einu sinni,
heldur hvað eftir annað. Ekki er nóg
að hrúga stöðugt á markaðinn nýju
lesmáli, en láta hið albezta gleymast.
Margt sem nú skolast á rekafjörur
okkar í nýtízku blaða- og bókaflóði,
er hvorki gull né dýrar perlur.
Ég, gamalt sveitabarn, sem aldrei
naut tilsagnar neinna lærðra fræð-
ara, undrast oft hið daglega talmál og
ritmál lærða og skólagengna fólksins
og verð þá stundum að spurningar-
merki. Ég tók mér nú í hönd KvöldræS-
ur í Kennaraskólanum eftir Magnús
Helgason, skólastjóra, til þess að at-
huga, hvort eg myndi rekast þar á
nokkra af þessum algengu setningum
í nútíma íslenzku, sem oft særa mig,
setningar, sem ýmist eru alútlenzkar
þótt orðin séu íslenzk eða koma á aft-
urfótunum.
Ég minnist ekki á þetta sökum þess,
að eg telji mig færan um að kenna
öðrum fagurt og rétt móðurmálið,
heldur aðeins vegna þess, að mig undr-
ar hve illa fólk tekur tilsögn. Árum
saman hafa lærðir menn bent þjóðinni
á í útvarpi ýmsar setningar og orða-
val, sem okkur ber að laga, en svo
miklir vansþrælar eru bæði lærðir og
leikir, að þeir hafa þetta flestir að engu.
Þetta bjagaða mál kemur ekki fyrir í
Kvöldræðum Magnúsar Helgasonar, og
skal vikið að því nánar við tækifæri. Að
þessu sinni leyfi ég mér að rifja hér
upp enn einu sinni nokkrar gullvægar
línur úr erindi hans — Signýjarhárið.
Þar er minnt á orð eins og þessi: „Betri
aru Hálfdan heitin þín, en handsöl
annarra manna“, og orð Kolskeggs:
„Hvorki mun eg á þessu níðast og á
engu öðru, er mér er til trúað.“ Og svo
kemur eftirfarandi kafli:
„Það er gaman fyrir ungan mann
að vinna Grettisbeltið, heita glímukappi
og sundkóngur, en hvað er það á móti
þeirri sæmd, að bera þann orðstír hjá
öllum er þekkja: Ef hann segir það,
þá er nóg; heitin hans eru betri en hand-
söl annarra manna, eða vita með sjálf-
um sér: Ég hef aldrei á neinu níðzt,
er mér hefur verið til trúað, hvorki í
smáu né stóru. Ég vildi óska, að íþrótta-
menn vorir og ungmennafélög bæru
þetta merki ekki lægra né minna fyrir
brjósti en íþróttirnar. Það á vel sam-
an hreysti og drengskapur. Og þegar
hver ungur Islendingur ber það merki
með réttu, þá tel ég vel séð fyrir sæmd
þjóðarinnar, hvað sem öllu öðru líður.
Ungur maður, sem það merki ber, er
eitt hið fegursta, sem ég þekki. Ungur
maður, sem lofar í dag og svíkur á
morgun; ungur maður, sem skrökvar,
hvenær sem honum ræður svo við að
horfa; ungur maður, sem hefur þegar
vanið menn af að trúa sér til nokkurs
orðs, er ein sú aumasta hryggðarmynd,
sem eg þekki. Vitið þið, að það er sagt,
að slíkum mönnum hafi farið hér fjölg-
andi á síðustu árum, Viljið þið taka þar
í taumana, Viljið þið bera þau orð héð-
an og grafa þau í hjörtu yngri manna
og eldri, að slíkt háttalag er svívirð-
ing. Hver sem það iðkar setur svartan
blett á sæmd ættjarðar sinnar og þjóð-
ar, um leið og hann glatar sinni. Ég hef
heyrt sagt um Magyara í Ungverja-
landi, að þegar einhver rengdi þá, væri
svarið: Ég er Magyar, það væri gaman
að mega segja í sömu merkingu: Ég
er Islendingur. Viljið þið stuðla að því,
hver um sig, að Islendingar fái það orð
á sig bæði heima og að heiman, að þeir
ljúgi aldrei, níðist aldrei á því, sem
þeim er tiltrúað, heitin þeirra séu betri
en handsöl annarra manna? Gaman
væri þá að vera íslendingur.“
Eftir heimkomu forsetans, herra Ás-
geirs Árgeirssonar, úr Canadaförinni,
höfðu dagblöðin í Reykjavík eftir hon-
um m. a. þetta um íslendinga vestra:
„ Forsetinn kvaðst hafa dáðst mjög
að því, hve margir frændur vorir væru
virtir og mikils metnir í Vesturheimi.
Alls staðar hefði verið talað um þá á
sama hátt — og víst væri, að það hefði
ekki verið skjall eitt. Þeir hefðu orð
fyrir að vera í senn heiðarlegir og lög-
hlýðnir þegnar síns þjóðfélags. Sér
hefðu t. d. sagt lögreglustjórar, er þeim
fylgdu í förinni, að íslendingar væru
þar aldrei settir á bak við lás og slá.
Þá hefði víða verið í ræðum haft orð á
því, að íslendingar væru miklir skóla-
menn, áhugasamir um alla menntun og
gáfað fólk. Sagði forseti, að þessi um-
mæli væru áreiðanlega verðskulduð, því
að íslendingar vestra væru mjög æru-
kærir fyrir hönd síns þjóðemis og upp-
runa.“
Þannig á ættjarðarástin að ala menn
upp. Meðal þjóða er nú mikil þörf á
slíku uppeldi, einnig hér á landi.
P. S.
A
Hvernig hégómlegur heimur gerir
ungmenni að umskiptingum
Hugsjónasnauður heimur er gráðug-
ur í allt æsimál og gleypir fljótt allt
hugmyndaþrugl. Heimurinn hossar
miklu fremur höfundum alls konar reyf-
ara og misjafnlega góðra skáldsagna,
heldur en spekingum sínum. Reyfarar
eru kappsamlega þýddir á mörg tungu-
mál, miklu fremur en hið bezta speki-
mál og skapandi bókmenntir. Ekki
hlaupa menn til að þýða á ýms tungu-
mál bækur eins og Kvöldræður í Kenn-
araskólanum, eftir Magnús Helgason,
skólastjóra, og ekki er ljóðum Einars
Benediktssonar (sem betur fer) snarað
á t. d. sænsku, þótt eitthvert nýtízku
ljóðahrafl hljóti þann frama.
Þarf nokkurn að undra þótt ungir
menn velji sér þá leið fremur öðru, að
reyna rithöfundaferilinn, fyrirmyndirn-
ar hafa þeir, þótt eitthvað kunni að
skorta á skáldskapargáfuna, og hér er
alltaf von um eitthvert dálæti, ef til
vill verðlaun og annan frama, en þetta
gerir áreiðanlega mörg ungmenni að
umskiptingum. Þeir lenda á þenna hátt
í tröllahöndum lítt veglegra örlaga. Oft
er það dýru verði keypt að verða um-
talaður, en það virðist vera mörgum
mikið keppikefli. Ýmsar leiðir eru til
þess, jafnvel að skrifa svo mikla vit-
leysu, að enginn botni neitt í henni, því
að þá kunni margur að hrópa hver eftir
öðrum um hin dásamlegu nýju föt keis-
arans. Takist einhverjum að vekja að-
dáun á ritmennsku um álíka stórfeng-
leg atriði eins og það, í hvað menn pissi,
skóinn sinn eða eitthvað annað, hví
skyldu þá ekki fleiri reyna að leika þá
list.
Það er illt að missa góð mannsefni
út í eltingaleikinn um fánýta frægð.
Heimurinn þarfnast átakanlega manna,
sem ekki elta fánýta tízku, en eru nógu.
miklir manndóms menn til að skapa þá
tízku, sem leiðir að æskilegu marki,
menn, sem engin fáránleg tízka getur
gert að umákiptingum.
Það er mikið tap, ef einhverjir álfar
fá tækifæri til að gera góða barnið að
umskiptingi.