Eining - 01.12.1961, Síða 11

Eining - 01.12.1961, Síða 11
EINING 11 Spádómur um vonaríka framtíð Flestum mönnum er framtíðin full- líominn leyndardómur. Þó hafa verið til og eru sennilega enn til menn, sem gæddir hafa verið þeirri sérgáfu að geta séð fyrir óorðna viðburði. Þessir menn hafa venjulega verið nefndir sjáendur eða spámenn. Getum við skilið rétt túlk- un þeirra og þorum við að fulltreysta spádómum þeirra? Um þessar mundir er mannkyn allt ærið uggandi um hag sinn og þykist sjá yfirvofandi mikla hættu. Enginn vandi er að nefna ýmsa markverða spádóma, sem heimfæra mætti upp á liðnar ógnir •og hugsanlegar komandi ógnir, en svo eru líka til spádómar, sem eru hugg- unarríkir, og nú skulum við hugleiða ögn einn slíkan. Spámaðurinn Jóel spáði um miklar ógnir, styrjaldir og eyðingu, en hann mælir einnig á þessa leið: „En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold, synir yðar og dæt- ur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum.“ — Jóel 3, 1—2. Postular Krists töldu þenna spádóm rætast í hvítasunnuundrinu, og kom- ast þá svo að orði: „Og það mun verða á hinum efstu dögum“ eða hinum síð- ■ustu dögum. Hvaða skilning leggjum við svo í orðin „efstu dögum“ eða síðustu dög- um? Og hvaða skilning leggjum við í orðin: andi Guðs. Það sem gerðist í hinni fyrstu kristni, gat vissulega verið uppfylling spádóms- ins. Sú atburðarás kom í fylling tím- ans, og þá var gömul heimsmenning að því komin að lifa sína „efstu daga“, og sem afleiðing þess anda, sem gagn- tók kristnina á fyrstu öldum hennar, rann upp nýtt sögutímabil og fæddist ný heimsmenning. Getur þetta ekki endurtekið sig? Er ekki gamall heimur nú að líða undir lok, eru ekki að því leyti hinir „efstu dagar,“ og lifir nú ekki allt mannkyn í eftirvæntingu um eitthvað nýtt, eitt- hvað frelsandi nýtt. Um þúsundir ára lifði mannkyn við alls konar hörmungar, styrjaldaógnir, drepsóttir, sjúkdóma og hungursneyð, en hélt þó velli og þurfti aldrei að standa andspænis hugsanlegri aleyðingu. Hið gamla hátterni heimsins hefur þróast þannig, að það getur ekki haldið velli áfram. Mannkyn á nú um aðeins tvennt að velja: að farast eða fá nýjan heim, nýja menningu. Hin gamla er dauðadæmd. Að þessu leyti eru nú hin- ir síöustu tímar. — Hvað mun þá ger- ast? Úthellir Guð enn á þessum „efstu dögum“ anda sínum yfir allt hold? Ef mannkyn heldur áfram að gera kunnáttu og efnisfræðilega þekkingu, lífsþægindi og munað, peninga og of- nautn í mat og drykk, skaðnautnir og lystisemdir, skemmtanir og gjálífi að guði sínum, heldur áfram að hafa „mag- ann fyrir guð sinn,“ eins og postulinn orðar þe.tta, heldur áfram að dýrka efnið, skepnuna í stað skaparans, má búast við að vonir um bjarta framtíð kunni að bregðast. Mannkynið þarf að snúa við enn einu sinni. Það þarf að hverfa frú blindri efnishyggju, hvort sem hún er austræn eða vestræn, en til þess að mannkyn geti orðið aðnjótandi slíkrar endurfæðingar, þarf það að fá himinsenda og mikla gjöf. Það þarf að fá anda Guðs. Er ó- hugsandi að þetta gerist í næstu fram- tíð? Venjulega er það svo, að þegar eitt vatnsbólið þomar, leitar maðurinn ann- ars. Þegar mannkyn hefur fullþreifað á, að blind efnishyggja leiðir það afvega, leiðir það á helveg, en ekki veg lífsins, þá mun það taka að hungra og þyrsta eftir öðru. Er ekki hugsanlegt að „haustregnið” komi þá, að spádómurinn rætist, annað hvort í annað sinn eða fyrsta sinn: „Ég mun úthella anda mínum yfir allt hold.“ — Það er Guð, sem talar. Hver er þá þessi andi Guðs? — Hví spyr maðurinn þannig? Mun einhver segja. Þetta þarfnast engrar skýringar, andi Guðs er auðvitað andi hans. — Já, alveg rétt, en leyfilegt hlýtur að vera, að minna á, að hann er þá líka andi rétt- lætis, .góSvildar og kærleika. Þegar menn stjórnast af þessum anda, þá hætta þeir að vera eingöngu efnis- hyggjumenn og verða guðshyggjumenn. Þegar mannkynið hefur orðið fyrir hin- um sárustu vonbrigðum allra alda, sem það mun brátt verða fyrir, það er að efnishyggjan, guðlaus og köld, svíkur það gersamlega og útilokar göfgun mannsins, siðgæðis og andlegan vöxt hans, þá verður mannkynið opið og þyrst eftir dögg himinsins, og þá mun Guð úthella anda sínum yfir allt hold. I þessu liggur hið örugga bjargráð heimsins. Eigi mannkyn að bjargast, verður það að stjórnast af góðvild og góðvildin er guðlegs eðlis, ávöxtur anda Guðs. Leyfist okkur ekki að gleðjast í von- inni um slíka framtíð, slíkan heim, nýjan heim, þar sem „réttlæti býr?“ Var það ekki þetta, sem spámaðurinn sá? Kynjajurtin Drottinn alvaldur sáði agnarsmáu frækorni í ófrjóan og hrjóstrugan jarð- veg, til þess að sjá, hvort unnt væri að rækta þar nokkurn gróður. Svo beið hann lengi eftirvæntingarfullur, beið þess að sjá eitthvað koma upp af þessu frækorni. Óratími leið, en Guð er aldrei í tímahraki — eilífðin er löng. Loks bólaði á einhverjum frjóanga upp úr moldinni, en ekki varð séð, hvaða tegund þetta var. Jurtin var á- kaflega seinþroska, en Drottinn er þol- inmóður, biðlund hans óþreytandi, ekk- ert liggur á, eilífðin er löng. Litla jurtin óx ákaflega hægt, en hægfara breytingar gerðu þó vart við sig. Alltaf var jurtin að skipta sér og fá fjölþættari vöxt og fleiri og fleiri litir komu þar í ljós, en ekki líktist þetta nokkurri annarri jurtategund á öllu akurlendi Drottins. Hann hugleiddi vandlega hvaða nafn hann ætti að gefa þessu jurtaafbrigði, en sagði loks- ins: Mannkyn skalt þú heita. Eins og aðrir garðyrkjumenn varð Drottinn að mæðast við erfiði og ýms óhöpp varðandi þenna nýja gróður. Oft þurfti að sniðla jurtina. Það var hon- um erfiði, en henni allmikill sársauki. Og svo sótti auðvitað átvargur og ýms spilliöfl á hana. Þá þurfti hún að fá sýklaeyðandi steypiregn. Uppeldið hef- ur verið hið mesta þolinmæðinnar verk, en Guði liggur aldrei á. Hann lætur sér nægja, ef að marki stefnir. Allt það erfiði sem hann hefur haft með þessa jurt, hefur eflt áhuga hans þeim mun meir. — Það vottar fyrir blóm- krónu, en hún er enn ekki útsprungin. Drottinn er samt viss um, að í fylling tímans mun hann sjá þar undurfagurt blóm. Hann ræður það af því, sem gerst hefur á löngum vaxtartíma jurtarinnar. Bráðræði gerir hann aldrei bölsýnan. Samkvæmt eilífðarreynslunni er hann þolinmóður, hygginn og réttsýnn, og því bjartsýnn og alsæll í hádegisbirtu ódauðleikans. P. S.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.