Eining - 01.12.1961, Page 12
12
EINING
John Rö, yfirlæknir:
A
Afiengi og persónnlegar fórnir
Eftirfarandi grein birtist í Herópinu,
„Menn ættu ekki að lofsyngja hóf-
drykkju í samkvæmum. Við ættum að
sýna það í verki, að það er hægt að
halda hátíðar án drykkjuskapar. Það er
að minnsta kosti vanmáttaryfirlýsing,
þegar bæjarfélag veitir áfengi í opin-
berri veizlu, sem haldin er til heiðurs
bindindismanni.
Að mínu áliti er það ekki lausnin að
veita óáfenga drykki í stað áfengra, en
halda jafnframt við drykkjusiðum og
skálunum. Ég held að við getum ekki
komist hjá því, að hefja baráttu gegn
drykkjusiðunum, þótt þeir í fyrstu lotu
geti komið mönnum í hátíðarskap, en
séu hins vegar nokkuð vafasamir fjöl-
skylduerfisiðir.
Baráttan gegn áfenginu er uppeldis-
vandamál — og hún er persónulegt
vandamál. Hún tekur vilja og hæfileika
einstaklingsins í þjónustu sína, og gef-
ur honum tækifæri til þess að taka á-
kveðna afstöðu, hvað sem það kostar.
Það kostar það, að segja nei, þegar
aðrir segja já. Það getur kostað bæði
hylli og vini.
Þú getur orðið einn eftir, en sá sem
fylgir sannfæringu sinni og sýnir hug-
rekki, vinnur virðingu annarra. Menn
öfunda hann í hjarta sínu.
Menn hafa komið með kjörorðið:
„Þar sem áfengið ríkir, víkur vitið.“
Og þetta er sannleikur. En kjörorðið
ætti heidur að vera þannig: „Þar sem
vitið ríkir, kemst áfengið aldrei að.“
Sá sem notar vit sitt og heilbrigða
dómgreind, segir nei, vegna þess að
hann veit og skilur, að notkun áfengis
geturleitt til misnotkunar.Hvers vegna?
Vegna þess að áfengisneyzlan veiklar
skynsemina — sjálfsgagnrýnina og að-
haldið. Hið óheillavænlegasta sem á-
fengið hefur í för með sér, er sú stað-
reynd, að því veitist svo auðvelt að
hlekkja fórnardýr sitt.
Maður, sem á heilbrigða dómgreind
til að bera og lætur ekki leiðast af
eigingjörnum sjónarmiðum eingöngu,
afneitar áfenginu einnig vegna hins
veikari bróður síns.
Það getur vel verið, að þú getir verið
hófdrykkjumaður, en það er ekki víst
að vinur þinn eða sonur, sem sér þig
drekka áfengi, hafi sama mótstöðuafl
og þú. Enginn getur þvingað þig til
þess að hugsa mannúðlega og breyta
mannúðlega. Það verður þú að eiga við
sjálfan þig.
Það getur verið, að þú sért ekki fús
til þess að færa neina persónulega fórn,
og að þú sért svo eigingjarn, að þú viljir
ekki neita þér um litla veizlustaupið og
áfengisvenjur þínar, vegna vinar þíns
og nágranna, sem veitir þér athygli.
Það getur verið, að þú teljir þig
kristinn mann. En þá langar mig til
þess, og marga fleiri, að biðja þig þess,
að athuga afstöðu þína að nýju frammi
fyrir dómstóli Hans, sem var jafnvel
fús til þess að fórna sínu eigin lífi —
fyrir mig og þig.“
í þessu sama blaði segir frá því, að
Hjálpræðisherinn í Þýzkalandi hafi ný-
lega opnað nýjar aðalstöðvar Hjálpræð-
ishersins í Köln, sex hæða glæsilega
byggingu. „Þar flutti borgarstjórinn
ræðu og gat þess, sem Hjálpræðisher-
inn hefur áður gert fyrir ofdrykkju-
menn og atvinnuleysingja borgarinnar,
og lofaði borgarstjórinn því, að hann
mundi styðja starfsemi hjálpræðishers-
ins í framtíðinni.“
Einnig er í blaðinu skemmtileg lítil
frásögn, sem heitir
Björnson gefur Ibsen raðleggingu.
„Einu sinni fékk norska skáldið
Björnstjerne Björnson bréf frá landa
sínum, skáldinu Henrik Ibsen, þar sem
Ibsen kvartar yfir því, að hann eigi
svo erfitt með að einbeita huganum að
verkefnum sínum.
Björnson svaraði honum á þessa leið:
„Ef óróleiki þinn stafar af innra ófriði,
þá bið þú til Drottins þíns og Frelsara,
þú sterka sannleiksleitandi sál. Bið með
þeim innileika, sem Guð hefur gefið
þér. Bið þú svo heitt, að bæn þín þrengi
sér í gegnum fortjald skynsemi þinnar
og skilnings. Bið þú þannig, að þú verð-
ir eins og lítið barn, því að þá verður
þú sanngjarn gagnvart okkur og trúr
sjálfum þér.
Biddu eins og þú segir barni þínu að
biðja. Því að þú hefur sjálfur kennt,
að við séum ekki sjálfum okkur nógir."
[=i
Víða er pottur brotinn
Dagblöðin hér á landi birta mjög iðu-
lega frásagnir um afbrot ungmenna, t.
d. innbrot og þjófnað, oft er þetta sam-
fara ölvun, og stundum er um ofbeldis-
verk að ræða, en víðar er pottur brot-
inn.
Samtök manna í Bandaríkjunum, sem
heita The Ame.rican Business Men’s
Research Foundation, gefa út tímarit,
Report um áfengisneyzlu. í síðasta hefti
þess segir frá miklum öldrykkju-upp-
þotum — „beer riots“ víðs vegar í land-
inu á fimm fyrstu mánuðum þessa árs.
Sagt er þar frá einu slíku 3. júní á
Zuma-baðströnd, skammt fyrir norðan
Santa Monica í Californíu, þar sem
25—30 þúsundir ungmenna söfnuðust
saman til þess að þamba bjór og fremja
spellvirki. Fjöldi lögregluþjóna varð að
skakka leikinn. Associated Press skýrir
frá því, að fimmtíu lögregluþjónar hafi
verið grýttir grjóti, bjór- eða brenni-
vínsflöskum og ölkrúsum.
Lögreglan sagði, að þessi æðisgengni
múgur ungmenna hefði haft þarna
frammi í myrkrinu öll hugsanleg
skemmdarverk. Þar voru áflog, stúlk-
ur barðar og reynt að nauðga þeim. Vél-
hjól og bílar lögreglunnar voru skemmd-
ir, velt um sorpílátum, mannvirki
skemmd, eldar kveiktir, hurðir tættar
af salernum, og tilraun gerð að velta
um varðturni björgunarsveitar, föt
manna rifin og allt eftir þessu.
Þetta eru sjúkdómseinkenni menn-
ingar þjóðanna. Mikið er æskumönnum
látið í té: glæsilegir skólar, leikvangir
og íþróttavellir, alls konar skemmtan-
ir og þægindi, næktir fæðis og klæða,
og sem betur fer launar allur þorri ung-
menna þetta með góðu. Hin eru þó of
mörg, skortir þar mjög siðferðisþroska,
en við hverju er að búast? Er ekki sið-
ferði þjóða mjög ábótavant, og hinu
má svo ekki gleyma, að í öllu okkar
blessaða marglofaða frelsi hefur fjöldi
manna frjálsræði til að „lifa af synd
lýðsins", eins og spámaðurinn orðar
þetta, lifa á því að spilla uppvaxandi
æskumönnum, seljaþeim sorprit, glæpa-
sögur og glæpakvikmyndir, óhollar
skemmtanir og skaðnautnir, og ekki
má gleyma áfenginu, versta skaðvald-
inum. — í litla .bænum Karlskoga í Sví-
þjóð sátu 107 ungmenni einn sunnu-
dagsmorgun nýlega í „steininum“, öll
kærð fyrir drykkjuslark. Þar af voru
20 ungar stúlkur.
Siðgæðisuppeldi 'þjójðanna þarf að
taka stakkaskiptum, en hvert er þá
bezta úrræðið? — Auðvelt að spyrja, en
vandameira að svara. Meira skortir þó
vilja en vit.
[=i