Eining - 01.03.1962, Síða 1

Eining - 01.03.1962, Síða 1
20. árg. Reykjavík, marz 1962 3. tbl. r FRÁ RITSTJÖRNINNI Því miður verður víst ekki hjá því komizt lengur, að tilkynna ágætum kaupendum blaðsins þá leiðinlegu fregn, að með þessum árgangi hækkar árgjald blaðsins í 50 krónur. Ég hafði lengi gert mér vonir um, að ég yrði ekki svo lengi við blaðið, að ég þyrfti að hækka árgjaldið, en hef nú gefizt upp í bráð við þá von. Þegar ég nýlega lét klippa hár mitt og greiddi fyrir það 29 krónur, sannfærðist ég um, að það væri Einingu til vansæmdar að selja árganginn aðeins einni krónu meira en hárklippinguna. Samkvæmt undanfarinni reynslu tel ég líklegt, að mestur hluti kaupend- anna reki blaðið ekki á dyr vegna þess- arar gjaldhækkunar, en skyldu ein- hverjir ekki vilja bæta þessum 20 kr. við útgjöld sín, þá geta þeir endursent, t. d. næsta blað. Gjaldhækkun þessi kemur ekki að þessu sinni niður á þeim örfáu, sem þegar hafa sent gjald þessa árs, áður en þeim var kunnugt um breytinguna. Skyldu svo vera einhverjir af hinum görnlu og traustu kaupendum blaðsins, sem aldurs vegna eða af öðrum ástæð- um, eru orðnir svo tekjurýrir, að þessi aukning valdi þeim óþægindum, skul- um við fúslega senda þeim blaðið ókeypis, ef þeir aðeins vilja láta af- greiðslu blaðsins í té vitneskju um slíkar ástæður. Við getum svo allir harmað það, að þurfa að lifa á tímum linnulausrar verðbólgu, sem útilokar alla festu í verðlagi. í von um, að kaupendur blaðsins taki þessari vondu fregn vel, færi ég þeim beztu þakkir með góðum kveðjum. Pétur Sigurösson. SíJÓLAHEFTl Lesbókar Morgunblaðsins 11961 skrifaði ritstjórinn, Árni Óla, * grein um Ólafíu. Þessi þarfa grein minnti mig á vanræktan ásetning. Fyrir löngu ætlaði eg að minnast á l)ók Ólafíu Jó- hannsdóttur, sem góðir vinir mínir gáfu mér við sérstakt tækifæri fyrir rúmu ári. Bók þessi, 1. og 2. rit, kom út árið 1957. Þetta er vönduð og prýðileg bók. Áður en fleira er sagt um bókina, vil ég víkja lítilsháttar að einu atriði í Lesbókar- greininni. Þar er minnt á, að þegar Norð- menn reistu Ólafíu minnisvarða, hafi einn- ig komið til íslands afsteypa af honum. Frú Ragnhildur Pétursdóttir bað um afsteyp- una og keypti Iiana, en ýmsum, scm vissu að afsteypa þessi var hér til, var ekki kunnugt um þetta og héldu að hún væri eign kvennasamtaka og hreyfðu því stund- um því máli, hve nauðsynlegt væri að reisa minnisvarðann hér. Sjálfsagt er afsteypan fáanleg og þyrfti að komasl upp. í grein sinni leggur Árni Óla til að minnisvarðan- um verði valinn staður hjá Háskóla íslands, og rökstyður þá tillögu sína. Fyrir allmörgum árum urðu lítilsháttar blaðaskrif um Ólafíu og þenna minnisvarða. Kom þá Pétur Hjaltested á Sunnuhvoli til mín með 1000 krónur, sem hann sagðist gefa til að styðja þessa hugmynd, að minn- isvarðanum yrði komið upp. Þessi gjöf myndi þá samsvara minnst 10 þúsund krón- um nú. Síðan hafa þessar 1000 kr. geymst í sparisjóðsbók, eru nú orðnar yfir 2000 kr., hefðu átt að vera orðnar tugir þúsunda, ef ég og einhverjir fleiri hefðum gert eitthvað lil að auka þær. Slöku sinnum hef ég minnst á það við góðar konur, að ég vildi lielzt koma spari- sjóðsbókinni í hendur einhverra dugandi kvenna, sem létu hana ekki gleymast, og vona ég að svo verði hið bráðasta, en vilji einhverjir senda eitthvað til viðbótar í l)ók- ina meðan hún enn er í vörzlu minni, skal ég með ánægju veita því móttöku og fara samvizkusamlega með. Þessu þyrfti að hreyfa frekar í daghlððunum. Ég kem þá aftur að hók Ólafíu Jóhanns- dóttur. Bók þessi er meira en hin tvö rit hennar, því að þar er líka mikill og ágætur inngangur, um 50 blaðsíður. Hann hefur skráð Bjarni Benediktsson dómsmálaráð- herra. í inngangi þessum er skýrt frá mörgu markverðu og skeinmtilegu í fari Ólafíu. Hún vill ekki þiggja boð á skólaball vegna þess, að ekki þótti viðeigandi að bjóða syst- ur hennar einnig, sem þá var „vinnukona“ sem kallað var. Og fljótt sér hún ýmislegt, ólafía Jóhannsdóttir.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.