Eining - 01.03.1962, Síða 3
EINING
3
öllum heimamönnum í móðurstað, vera
hjarta heimilisins, ljós þess og ylur, og allt-
af fannst mér, að hún hlyti að vekja af
dvaia fornan hetjuskap hjá manni sinum,
börnum og hjúum, því að þau áttu líka að
finna til metnaðar, allir áttu að finna til
sömu göfgi, allir að vera frjálshuga og finna
skyldleik sinn við þá menn, sem hér hafa
göfgastir verið, svo að sögur fari af. Þjóðin
átti að komast til vegs og gengis fyrir bar-
áttu göfugra, starfssamra, íslenzkm kvenna,
og ég sá í huganum kvennaskóla, sem áttu
að geta unnið að þessu.“
Vissulega er þetta dásamleg forskrift
skólahalds og heimilislífs. — Skýjaborgir,
segir einhver. Já, auðvitað, af því að fáir
eru eins og Ólafía Jóhannsdóttir var. Væru
synir og dætur landsins eins og hún, gæti
hugsjón hennar fljótt orðið raunveruleiki.
Hún vegsamar fjögurra mánaða dvöl sína í
Askov. Þar fannst henni sem allt, er hún
áður hafði lært, verða nýtt, er hún hlustaði
á suma fyrirlesarana og kennarana þar.
Um einverustund á heimleið í járnbraut-
arlest skrifar hún á þessa leið:
„Ég var himin lifandi glöð yfir einver-
unni. Nú var ég á heimleið! Ég hafði þá
verið þrjú misseri að heiman, og hafði geng-
ið allt furðulega að óskum. Það var eins og
allar dyr stæðu mér opnar og allir vildu
greiða götu mína, hvar sem ég kom. Ég
var snortin af þakklætistilfinningu til Guðs.
Mér var það fvllilega. ljóst, að þetta var allt
Guðs handleiðsla, sjálf hafði ég ekkert til
þess unnið. Og nú átti ég að takast starf á
hendur heima. Ég sá landið og þjóðina fyr-
ir hugskotssjónum mínum. Ég þráði að
verða öllum að liði.“
Skyldi ekki guðleg forsjón láta slíkri sál
standa opnar dyr, „víðar og verkmiklar?“
í sál hennar var fsland og þjóðin umvafin
lign og ljóma. Um það mælir hún á þessa
leið:
„Hvergi um víða veröld er liifi uppruna-
lega, hreina eðli mannsins jalngróið hinni
svipmiklu náttúru sem á íslandi. Þar
hefur hin forna menning Germana náð
sínum hæsta, andlega þroska. Þar hefur
hún borið dýrmætasta ávexti. Þar liefur
innsti andi hennar reist sér fegurstan minn-
isvarða, og enn liittast líkar Forn-Germana
á fslandi, göfugir, hugkvæmir, tilfinninga-
ríkir, afkastamiklir, en hálfgildings útilegu-
menn annað veifið. Þeim má líkja við forn-
grýti, sem meitill menningarinnar hefur
ekki snorlið. En náttúra landsins, „undar-
legt samhland af frosti og funa,“ hörð,
tröllslrg, ber og ófrjó, hamslaus eins og
æðisgengin tröll, stundum blíð eins og móð-
ir eða skínandi fögur eins og ung brúður,
kyrrlát og þýð eins og sofandi barn, bljúg
og óframfærin; „himinn heiður og blár,“
eins og þegar hann liló við fyrstu land-
námsmönnum."
Þannig mælir enginn, án þess að liafa
hlotið í vöggugjöf blessun hinna björtu
lieilladísa og án þess, að liafa þreytt mikla
brattgöngu alla leið upp á guðafjall til þess
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
f^ANDSSAMBANDSlNS gegn á-
[(Éi', fengisbölinu var haldinn í Templ-
arahöllinni að Fríkirkjuvegi 11,
Reykjavík, laugardaginn 20. janúar sl.
Fundurinn stóð frá klukkan 2—6 e. h.
Aðildarfélög sambandsins eru 26. Ekki
komu til fundar fulltrúar frá öllum fé-
lögunum, en tveir frá sumum og varð
því fulltrúatalan hærri en aðildarfélag-
anna.
Formaður landssambandsins, Pétur
Sigurðsson, stjórnaði fundi og tilnefndi
Frímann Jónasson, skólastjóra, sem
ritara fundarins, því ritari iandssam-
bandsins, Tryggvi Emilsson, gat ekki
komið til fundar.
Formaður flutti skýrslu um starf
landssambandsins frá því er aðalfund-
ur þess var 26. nóv. 1960. Þótt skýrsl-
unni væri stillt í hóf, er hún samt svo
löng að óþarft er að birta hana alla hér.
Frá sumu hefur áður verið sagt í blað-
inu.
Fyrsta verk stjórnar landssam-
bandsins á nefndu tímabili var að láta
fjölrita frásögn af síðasta aðalfundi og
einnig ávarp til þjóðarinnar, og var
þetta sent allmörgum blöðum landsins.
f aprílmánuði 1961 var öllum starf-
andi prestum og sóknarnefndarfor-
mönnum í Reykja' ;k. Hafnarfirði og
Kópavogi, sent bróf og þeim boðið til
fundar að ræða hugsaniega leið til að
stofna bindindissamband kristinna
safnaða á íslandi. Á fundinum var máli
þessu mjög vel tekið og hefur undir-
búningur farið fram síðan. Samkvæmt
ósk fundarmanna var öllum áðurnefnd-
um prestum og sóknarnefndarformönn-
um sent annað bréf til skýringar á til-
gangi og tilhögun hins fyrirhugaða
bindindissambands kristinna safnaða.
f bréfinu var þess óskað, að hver söfn-
uður nefndi til tvo eða þrjá menn til
þess að koma til fundar þar sem rædd
yrði frekar stofnun slíks sambands.
Meiri hluti safnaðanna hafa þegar kos-
ið þessa menn og tilkynnt það stjórn
að sækja eldinn eilífa, sem vermir og lífgar
sálir manna, tendrar hugsjónaglóðina og
vekur hið bezta í brjósti hvers manns.
En hér er nú ekki unnt að halda lengra
áfram með hók Ólafíu Jóhannsdóttur, því
að þar er ótæmandi sjóður andagiftar,
sannrar og lifandi trúar, manngöfgi og
þeirrar fórnfýsi, sem skærast lýsir kynslóð-
unum fram á við.
landssambandsins og mun vera von
bráðlega á fulltrúum frá hinum söfnuð-
unum. Verði svo af stofnun þessa bind-
indissambands kristinna safnaða, þá
geta söfnuðir hvar sem er á landinu
tilheyrt því sambandi, ef þeir óska
þess.
Stærsta átakið á árinu var auðvitað
bindindisdagurinn. Undirbúningur
hans var í raun og veru margra vikna
verk, manna í hjáverkum. Bréf voru
send til allra stjórnarmeðlima í Félög-
um áfengisvarnanefnda, 60 talsins, til
allra þjónandi presta landsins og einn-
ig til góðtemplarastúknanna og föluð
liðveizla hjá öllum þessum aðilum.
Erindreki áfengisvarnaráðs, Pétur
Björnsson, vann einnig á ferðum sín-
um að undirbúningi dagsins. Frá ýmsu
varðandi bindindisdaginn er svo sagt
í desemberblaði Einingar 1961 og í jan-
úarblaðinu 1962, og verður ekki endur-
tekið hér.
Samkvæmt ósk stjórnar Ungmenna-
félags íslands fór formaður landssam-
bandsins norður að Laugum og flutti
þar fyrirlestur á sambandsþingi UMFl
sem háð var í sambandi við hið mikla
íþróttamót, sem stóð þar.
í nóvember 1961 fór svo formaður
landssambandsins norður til Eyja-
fjarðar, til þess að aðstoða þar við
bindindisviku, sem aðallega var fólgin
í heimsóknum til skólanna í Eyjafirði.
Frá þessu var skýrt nokkuð í janúar-
blaði Einingar 1962.
Stjórn Landssambandsins gegn á-
fengisbölinu gaf út sérprentun úr Ein-
ingu á erindi Esra læknis Péturssonar:
Áfengisneyzla og heilastarfsemin, 8000
eintök, sem landssambandið fékk fyrir
mjög lítið verð, en fræðslumálaskrif-
stofan tók að sér að senda ritið í fram-
haldsskóla landsins.
Þótt hér sé það helzta nefnt, er ekki
unnt að hafa allt starf í sambandi við
slík félagsstörf í sýningargluggum, og
það er jafnan töluvert meira en al-
menningur getur gert sér grein fyrir.
I lok skýrslu sinnar mælti formaður á
þessa leið:
Við höfum ekki haldið að okkur
höndum, en hér er þó ekki af neinum
afrekum að státa. — Andstæðingur
okkar færist í aukana og viðhefur slægð
og kænskubrögð, reisir glæsilegar vist-
arverur, þar sem menn geta setið að