Eining - 01.03.1962, Qupperneq 6
6
EINING
EINING
Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
menning’armál.
Ritstjóri og ábyrgðamaöur: Pétur Sigurösson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá rikinu og Stórstúku
íslands, kostar 50 kr. árg., 4 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík.
Sími: 15956.
Það sem hver maðurþyrfti að vita um
I DRYKKI
eftir dr. ANDREW C. IVY
Dr. Ivg hefur hlotiö
clokiorsnafnbót í þrern-
ur fræQi- og vísinda-
greinum, en hefur auk
þess aörar nafnbælur.
Hann er sálfræðipró-
fessor og gfirmaður
læknadeildar rí kishá-
skólans í Chicago.
Hann er þekklur víSa
um álfur, sem snjcdl
fgrirlesari ocg frϚi-
maóur, er áhrifamikill
á sviöi bindiudis- og
áf cngismála.
É, EGAR um heilsu manna er að ræða, er lítið lóð af
\ heilsuvernd, ekki aðeins pundi, heldur heilli þunga-
lest lækninga mikilvægara. Heilsuvernd grundvallast
á því, að uppgötva eins fljótt og unnt 'er orsök sjúkdóms-
ins, og veita svo almenningi fræðslu um það, hvernig unnt
sé að verjast honum.
Af þessari ástæðu hef ég sem sérfræðingur í lækna-
vísindum, lífeðlisfræðingur og læknir áhuga á vörnum gegn
áfengissýki og áfengisneyzlu, sem er nú, að mínu áliti,
helzta orsök eymdar og örbyrgðar í Bandaríkjunum.
Oft hefur verið fullyrt, að drykkjuskapurinn sé það
vandamál, sem mest ógni heilbrigði almennings á Vestur-
löndum, en þó minnst gert til að afstýra.
í þessu sambandi eru ýmsar staðreyndir, sem allir ættu
að þekkja: Hver er orsök drykkjuskapar? Hversu mikið
vandamál er hann í raun og veru, og hver er lausnin? Þess-
um staðreyndum má skipta í 10 aðalflokka.
1. Áfengið er orsök bæSi hins bráða ocj langvinna
drykkjuskapar.
I læknisfræðinni er aðalorsök hvers sjúkdóms aðgreind
frá hinum óbeinu orsökum. Til dæmis er berklasýkillinn
hin beina orsök berklaveikinnar, en slæmur kostur og fátækt
eru hinar óbeinu orsakir hennar. Berkla fá menn ekki, nema
því aðeins að berklasýkillinn sé í umhverfi þeirra og nái
síðan að komast inn í líkami þeirra.
Á svipaðan hátt er áfengið orsök bæði hihs bráða og
langvinna drykkjuskapar, því að enginn verður áfengis-
sjúklingur, sem ekki neytir áfengis. Á meðal hinna óbeinu
orsaka eru svo uppburðarleysi, löngun til að samræmast
öðrum, vonbrigði, taugaspenna, vanþroska tilfinningalíf
og meðhöndlun áfengra drykkja í umhverfinu.
2. BráSur og langvinnur drykkjuskapur er sjúkdómur
í hinni læknisfræðilegu merkingu þess orSs.
Sjúkdómur kallast það, þegar einhver þáttur í starísemi
sálar eða líkama er skertur. „Ism“ merkir það að vera
undir áhrifum, og þegar áfengismagnið er orðið svo mikið
í blóðinu, að það skaðar starfsemi heilans, þá er það áfengis-
sýki. Til þess að komast á þetta stig þurfa sumir ekki að
drekka nema eina eða tvær bjórflöskur eða lítið staup af
brennivíni eða áfengisblöndu (coktail).
Bráða-áfengissýkin (acute alcoholism) er stundarröskun
heilastarfseminnar af völdum áfengis, sem varir ef til vill
frá hálfri að tveim klukkustundum, eftir mikla áfengis-
neyzlu. Langvinnur drykkjuskapur er það ástand mannsins,
þegar hann er vikum, mánuðum og árum saman meira og
minna undir áhrifum áfengis. Margendurtekin ofdrykkju-
tilfelli leiða til langvinnrar ofdrykkju. Ofdrykkjumaður er
sá, sem leitar á náðir áfengis til þess að geta staðið and-
spænis hinum venjulegu kröfum daglegs lífs, og heldur
áfram að drekka, þótt drykkjuskapur hans hafi valdið
erfiðleikum í hjúskaparlífi hans, starfi og umgengni við
aðra.
3. Áfengisneyzlan er þriSja mesta heilbrigSisvandamál
Bandarikjanna.
Þar eru nú 5 milljónir ofdrykkjumanna, og 3,5 milljónir
með ofdrykkjuhneigðar-veilur, alls 8,5 milljónir manna, sem
þarfnast læknishjálpar. Þar að auki er aðeins um einn þriðji
hluti þeirra, sem þegar hafa hlotið læknisaðstoð, í bindindi
fimm ár eða lengur. Öll læknastétt Bandaríkjanna gæti ekki
annazt slíkan fjölda, þótt hún vildi.
Þetta mikla vandamál er enn alvarlegra sökum þess fjölda
fólks, sem slasast og ferst í umferðarslysunum. Nákvæm-
ustu athuganir hafa leitt í Ijós, að í blóði helmings þess
fólks, sem farizt hefur með slíkum hætti, hefur verið eitt-
hvert áfengismagn, þegar slysið vildi til. Hin nákvæmasta
rannsókn í þessum efnum var gerð í Evanstone-borg í Illi-
nois-ríkinu, og sýndi, að 4% umferðarslysa, sem meiðslum
valda á mönnum, orsakast af áfengisneyzlu ökumanna.
Niðurstöðutölur ónákvæmari rannsókna voru 20—30%.
Samkvæmt skýrslum tryggingafélags ferðamanna (Trav-
elers Insurance Company), meiddust og dóu í umferðarslys-
um árið 1958 nærri 2,8 milljónir manna. Ef 20% eða einn
fimmti hluti slysanna hafa verið af völdum áfengisneyzlu
og ölvunar, kemur í ljós, að 560,000 manna meiddust eða
létu lífið í umferðarslysum af völdum áfengis árið 1958.
Hafi 40% eða tveir fimmtu hlutar meiðst eða farizt af
sömu orsökum, er heildarútkoman 1,120,000. Sú tala er rúm-
lega tvisvar sinnum hærri en heildartala Bandaríkjamanna,
sem létu lífið á vígvellinum í seinni heimsstyrjöldinni.
Dr. Harris Isbell, yfirmaður eiturlyfjasjúkrahúss heil-
brigðismálaþjónustu Bandaríkjanna, hefur sagt: „Sam-
kvæmt yfirlitsskýrslum er áfengið langsamlega yfirgrips-
mesta deyfilyfið." Arnold J. Toynbee, einn af merkustu sagn-
fræðingum vorra daga, hefur ritað í bók sinni Civilization
on Trial — Menningin í hættu, sem kom út árið 1948, að
ofdrykkja og kynþáttarígur séu hin tvö augljósustu hættu-
merki vestrænnar menningar.
f þessu sambandi ættum við að hafa hugfast, að allur
drykkjuskapur og spilling, sem talað er mn í Biblíunni, og
tengd eru frásögnum hnigunar og falls þjóðfélaga, áttu rót
sína að rekja til öl- og vínneyzlu. Bruggun eða gerð whisky
og sterkra vína hófst ekki fyrr en um 1500.