Eining - 01.03.1962, Blaðsíða 9
EINING
9
Barnastúkan Samúb nr. 102 á Akureyri
þrjátíu ára
Barnastúkan Samúð var stofnuð í
Skjaldborg á Akureyri 29. nóvember
1931. Stofnunina framkvæmdi Hannes
J. Magnússon, skólastjóri. Stúkan
minntist afmælis síns í vetur. Á afmæl-
isdaginn komu embættismenn stúkunn-
ar saman í Varðborg, félagsheimili
Reglunnar, ásamt framkvæmdanefnd
Umdæmisstúku Norðurlands. Þar var
skýrt frá sögu stúkunnar í stórum
dráttum og afmæliskveðjur fluttar.
Jafnframt voru 17 unglingar heiðraðir
og hlutu silfurverðlaun unglingaregl-
unnar.
Hinn 3. des. var haldinn afmælis-
fundur stúkunnar í Oddeyrarskólan-
um, og afmælisins þar minnst. Frum-
sýndur var smáleikurinn Ærslabelgur-
inn eftir gæzlumanninn og ýmislegt
fleira var þar til skemmtunar.
f stúkunni eru nú 380 félagar og
gengu 68 félagar í hana á sl. ári. Á
fundum mæta 180—200 félagar. Vegna
fjölmennis á fundunum er stúkunni
skipt í tvær deildir. Sömu skemmtiatr-
iðin eru á fundum beggja deildanna.
Helztu skemmtiatriðin eru smáleikir,
söngur, spurningaþættir og kvikmynd-
ir.
í tilefni afmælisins kom stúkan sér
upp nýjum félagaeinkennum. Gæzlu-
menn stúkunnar eru Eiríkur Sigurðs-
son og Gunnar Lórentzson.
Eining óskar þessari efnilegu barna-
stúku til heilla. Hún er í góðra manna
höndum, manna eins og Eiríks Sigurðs-
sonar, skólastjóra, sem þrátt fyrir ann-
ríki þess embættis telur ekki eftir sér
að vaka yfir velferð hennar, ásamt
samstarfsmönnum sínum. Góðar og
gagnlegar barnastúkur geta þrifist
hvarvetna þar sem fást hæfir menn til
forustu. Þegar enginn má vera að slíku,
þá er annríki manna orðið um of.
Stofnuð myndarleg barna-
stúka í Kópavogi
Loks tókst okkur í Kópavogi að koma
á legg barnastúku, en hún er þá líka
mannvænlegt ungviði. Stúkan var
stofnuð sunnudagana 25. febrúar og
4. marz sl. og urðu stofnendur 114. Sig-
urður Gunnarsson, fyrr skólastjóri í
Húsavík, sem nú kennir í Kennaraskól-
anum og er gæzlumaður unglingastarfs
Stórstúku íslands, stofnaði stúkuna og
hafði sér til aðstoðar við það nokkra
fullorðna og vana stúkufélaga. Þetta
voru mjög ánægjulegar stundir. Fram-
koma barnanna og unglinganna var
eins góð og frekast var kosið. Skóla-
stjórarnir, Frímann Jónasson og Gunn-
ar Guðmundsson, höfðu báðir hjálpað
dálítið til við undirbúning. Ólafur Jóns-
son, sem nú er búsettur í Kópavogi, en
hefur áður átt heima í Hafnarfirði og
er þaulvanur allri stúkustarfsemi og
hinn ágætasti maður, varð við beiðni
okkar um að taka barnastúkuna að sér
og vera gæzlumaður hennar, í von um
aðstoð nokkurra fullorðinna reglufé-
laga.
Bæjarstjórn Kópavogs sá stúkunni
fyrir húsnæði við þessa stofnfundi, af
mestu velvild og gestrisni. Stúkan hlaut
nafnið Vogablik. Áreiðanlega á hún
góðhug og heillaóskir margra hér í
Kópavogi.
Ölvun við akstur
í Kaupmannahöfn
Afholdsbladet danska skýrir frá því,
að fyrir nokkru hafi formaður um-
ferðareftirlitsins í Kaupmannahöfn átt
samtal við forstjóra nokkurn í útvarp-
inu og sagt þá, að á árinu 1961 hefðu
1000 menn gert sig seka um ölvun við
akstur í borginni, hefði þessi tala aldrei
komizt svo hátt áður. Þetta hafa Ber-
lingske Tidende einnig haft eftir for-
manni umferðareftirlitsins. Á árunum
1954—1958 var tálan oftast 700, svo
hefur þetta stórum versnað og er tal-
an nú komin yfir eitt þúsund sl. ár, og
það alvarlegasta er, segir eftirlitsfor-
stjórinn, að helmingur þessa þúsunds
hefur valdið slysum.
Svo er hér á landi gaspur um það í
sumum blöðunum, að í nágrannalönd-
um okkar kunni menn að fara með
áfengi, öllum að skaðlausu og sumir
vegsama öldrykkju Dana, sem áreiðan-
lega á mestan þáttinn í allri þessari ölv-
un við akstur, því að megnið af áfeng-
isneyzlu Dana er einmitt öldrykkja.
Vondur málstaður getur látið sér sæma
blekkingar og ósannindi, en góður mál-
staður þarf ekki að grípa til blekkinga.
Sannleikurinn er hans meginn.
Sama blað getur þess einnig, að fjár-
málaráðherra Dana hafi nýlega látið
þau orð falla í fyrirlestri, að áfengis-
neyzla ætti sök á hverju 6. eða 7. dauða-
slysi í umferðinni, og að þau slys, sem
ölvað fólk ætti þátt i, væru alltaf miklu
alvarlegri en önnur slys.
UJnliti meiniemd
Við erum, mennirnir, veikbyggð ker,
í veröld, sem hrekur og glepur,
og oft er það meinið, sem minnst á ber,
sem margan kvelur og drepur.
P. S.
*
Afengissalan
frá Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins
1. okt. — til 31. des. 1961.
Heildarsalan:
Selt í og frá:
Reykjavík .............. kr. 48.104.239,00
Akureyri ................. — 4.665.139,00
ísafirði ................. — 1.917.072,00
Seyðisfirði .............. — 1.345.449,00
Siglufirði ............... — 1.234.414,00
kr. 57.266.313,00
Á sama tírna 1960 var salan eins og hér
segir:
Selt í og frá:
Reykjavík ................ kr. 41.491.801,00
Akureyri .................. — 3.955.980,00
ísafirði .................. — 1.435.777,00
Seyðisfirði ............... — 1.163.614,00
Siglufirði ................ — 861.117,00
kr. 48.908.289,00
Heildarsalan varð þrjú síðastliðin ár:
1959 ......... kr. 176.021.137,00
1960 ......... --- 187,752,315,00
1961 ......... 199.385.716,00
Áfengissalan 1961 varð því kr. 11.633.-
401,00 hærri en 1960 eða 6,2%.
Áfengisneyzlan árið 1961 var:
Sterk vín, neyzla á mann af 100% áfengi
1,478 alkohol lítrar.
Veik vín, neyzla á rnann af 100% áfengi
0,137 alkoliol lítrar.
Samtals 1,615 alkohol iítrar.
Árið 1960 var áfengisneyzlan 1,71 alko-
hol lítrar á mann og hefur því minnkað
um 0,09 alk. 1.
(Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun rík-
isins).
ÁfengisvanmráT).