Eining - 01.03.1962, Qupperneq 10
10
EINING
oLavií
ar
jó^sLóavim
Svo heitir ljóðabók, sem ljlaðinu hefur
borizt og eru þetta eingöngu ljóðaþýðing-
ar, sem gert hefur Sigurður Kristinn
Draumland. Bókin er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar, Akureyri.
Bókin er siík að efni og frágangi, að hún
verður að teljast hrein og svipfalleg, og inn-
ræti hennar er gott, þar er enginn sori,
alls enginn, og hún gengur ekki með neina
nýtízku ljóðasjúkdóma. Þýðandinn, og lík-
lega höfundarnir einnig, hafa valið efninu
slíkan búning, að ekki er ætlast til að ies-
andinn gleypi þau ótuggin, og vaknar þá
sú spurning, hvort sú kynslóð, sem lielzt
vill livolfa í sig töfradrykk og gleypa iirað-
soðið sætmeti, nennir að færa sér í nyt
efni og boðskap þessara ijóða.
Eitt er að geta bókar, annað að skrifa um
hana ritdóm. Sé nokkuð varið í bók og eigi
að skrifa um hana ritdóm, þarf bókin helzt
að lesast oftar en einu sinni, en liver gefur
sér tíma til ])ess nú á dögum, og svo þarf
til mikla vandvirkni, sanngirni, hreinskilni
og góðan skilning. iVIér er Ijúft að geta bók-
arinnar, en hef ekki aðstöðu til að skrifa
um hana neinn rökstuddan og réttlátan rit-
dóm. Til þess skortir mig algerlega þekk-
ingu á frumtextunum og get því ekki við-
hafl neinn samanburð. Höfundar Ijóðanna
eru þessir: Bertel Gripenberg, Ola Hansson,
August Strindberg, Esaias Tegnér, Henrik
Ibsen, Bo Bergman, Dan Anderson, Wil-
helm von Braun, Edith Södergran, Erik
Blomberg, Arnold Ljungdahl, Arnulf Över-
land, Hjalmar Procopé, Gustaf Fröding,
Ture Nerman, Pár Lagerqvist, Johannes
Jörgensen, Olto Gelsted, Herman Wilden-
vey, Nordahl Grieg, Charsten Hauch, Erik
Axel Karlfeldt, Sven Lidman, Erik Lind-
orm, Hjalmar Gullberg, Viktor Rydberg,
Carl Snoilsky, Tarjei Vesaas, Boris Paster-
nak, Tor Jonsson, P. Rosegger, Heinrich
Heine, J. W. Goetlie, Friedrich Schiller og
eru þá allir taldir 34. Flest Ijóð á í bók-
inni Bertel Gripenberg.
Án samanburðar á frumtextunum verð-
ur eigi ráðið, hvort liöfundurinn hefur búið
hugsun sinni fremur þéttofinn stakk eða
hvort þýðandinn hefur gert vont verra og
gott betra.
Ég er ekki neitt sérlega ratvís í ljóðheimi
hins dulbúna máls. Ég er barn þess tíma,
er góðskáldin kyrjuðu sín ómfögru hvatn-
ingaljóð á morgni þeirrar aldar, sem andaði
vekjandi vorblæ yfir löndin, Ijóðamál
þeirra gat hvert mannsbarn skilið fyrir-
hafnarlítið. Þá var efinn minni og spurn-
ingarnar færri en nú. Mér virðist sem Ijóð-
in í umræddri bók séu meira og minna
samin af hinum spyrjandi og ígrundandi
anda. Höfundarnir eru áhorfendur í mynda-
heimi huga og skynjunar og reyna að lýsa
hinu fjölbreytta á þeirri sýningu. Ber því
framsetningin stundum nokkurn keim af
rósamáli eða liálfgerðu dulmáli, en slíkt er
nú Hka skáldanna list og leikur.
Mér virðist sem þýðandinn hafi unnið
allmikið þrekvirki, en kann ekki að dæma
um, hversu samvizkusamlega hann fer með
frumtextann. Ef til vill leyfir hann sér
frjálsræði nokkuð áþekkt því, sem Matthías
leikur sér að, þegar hann þýðir, eins og
t. d. sálminn Ó, þá náð að eiga Jesúm. En
frjálsræði í þýðingu, sem svo vel lánast,
verður að meta en má ekki vanþakka, þótt
að sunm leyti sé þá fremur um frumsamn-
ingu en þýðingu að ræða.
Mér er ekki grunlaust um, að Sigurður
Kr. Draumland leyfi sér eitthvað af þessu.
Þar með er ekki sagt að háttur hans verði
hið minnsta ódýrari, nema síður sé. Skal
lesandanum nú gefið hér ofurlítið sýnis-
horn. Það vill svo til að ég get fyrirhafnar-
laust borið saman ljóð Ibsens: Mindels magt
og þýðingu Draumlands: Munavald. Ber
saman aðeins tvö stef úr ljóðinu.
I en bryggerkedel han binder dyret; —
sá blir det tæt under kcdelen fyret.
Þýðing:
Skapadómarar skógardrottni
kynda undir á ketilbotni.
Det kendes som stik under neglerödder; —
da má jeg danse pg, versefödder.
Þýðing:
Sem opnist sár inn að sálarrótum;
—- þá stíg ég dansinn á stuðlafótum.
Ljóðið er um það, hvernig tamninga-
maðurinn temur björninn og kennir honum
að dansa. Og dæmi nú hver og einn sann-
gjarnlega. Alls ekki illa af sér vikið. Þýð-
ingar Sigurðar eru enginn skræpóttur brek-
ánbuxnabúningur, laus í sniðum.
Hvað svo um efni ljóðanna? Ég vel hér
sex stef úr sex ljóðum, sem virðast geta
verið sæmilegur samnefnari hugsanaferils
Ijóðanna í bókinni yfirleitt:
Bls. 105:
Afram skal halda, þótt allar brennandi
spurnir
óráðnar hvirflist í stundleikans
sandmarka élr
ef aðeins við getum í einlægni trúað þessu:
að okkur sé gefið — að lýsa hin
myrkari hvel.
Sven Lidman.
BIs. 114:
Frá válegu klettavari
varpar —- þótt enginn svari
evðirýmd alþögnuð —-
hrópi í ginnungagapið,
sem grúfir um þrotlaust hrapið:
Hér sé himnanna Gnð!
Viklor Iiydberg.
Oft má af máli þekkja
manninn, hver helzt hann er
I Endurminningum sínum minnist
Sigfús Blöndal, sá lærði og alkunni
maður, oft á góðtemplara, en yfirleitt
alltaf lofsamlega. Þannig kynntist hann
þeim og um þá talar hann af sanngirni,
en ekki rætni eins og ýmsir þeir, sem
reyna að hækka sig á því að niðra öðr-
um. Endurminningar Blöndals kallar
Þorsteinn M. Jónsson „trúverðuga og
óhlutdræga frásögn.“ Þetta mun vera
réttlátur dómur. Þetta ævisögubrot er
ekki neinn skáldskapur, enginn óhróð-
ur um náungann. Það lýsir innræti
mannsins. Við tækifæri mun Eining
minnast frekar á vitnisburð Blöndals
um templara, en þetta rifjaðist upp, er
ég af tilviljun rakst á nokkrar setning-
ar í Morgunblaðinu 11. febr. sl. eftir ís-
leif Konráðsson. Ég gef mér sjaldan
tíma til að lesa þessar löngu blaðagrein-
ar, en ég rak fyrst augun í samtalið um
New York og komst þá ekki hjá að sjá
næst þar á eftir hinar gáfulegu setn-
ingar um ölið og templara.
Óþarft ex að amast við því, að menn
geri að gamni sínu, en um alvörumál
er samt alltaf óheppilegt að viðhafa ó-
sannindi og blekkingar. Allir vita auð-
vitað, að þetta fleipur mannsins, að
enginn finni á sér af öli, eru kjánaleg
ósannindi, en hann verður óvart til þess
um leið að undirstrika þau sannindi,
sem sérfræðingar kenna okkur, og
kynni okkar af ölvuðum mönnum einn-
ig, þau sannindi, að ölþambarar gera
sér alls ekki ljóst, að þeir séu ölvaðir.
Þeir „finna ekki á sér,“ álpast því oft
þannig á sig komnir og í góðri trú á
hæfni sína að bifreiðarstýrinu og valda
svo þráfaldlega limlestingum á fólki og
stundum manndrápum. Slíkt hefur
komið fyrir hvað eftir annað í Dan-
mörku, í þessu vegsamaða ölþambara-
landi Isleifs Konráðssonar. Það situr á
þessum ölvömbum að draga dár að
þeim, sem slysum og ófarnaði reyna að
afstýra, en vegsama háttu þeirra
manna, sem vandræðunum valda. En
hefur ekki þvermóðskan á öllum öldum
amast við þeim, sem reynt hafa að þoka
málum mannkynsins til betri vegar? —
Sælir þeir sem fylla flokk hinna ásóttu.