Eining - 01.06.1962, Qupperneq 4
r
4
m
%
m
100
so-
3
ss
M/A. berklaveik
v v TUBERCULOSIS
A /
Sm
Taflci 3.
Um 1920 var aukið við hælið 70
sjúkrarúmum, og við bættist lítið hæli
í Kópavogi með 24 rúm og árið eftir
annað að Kristnesi með 60 rúm og 1931
hið þriðja á Reykjum með 20 rúm.
Fjöldi sjúkrarúma á berklahælum jókst
þannig á 11 árum um 174, og voru þau
1931 orðin 254 alls. Seinna hækkaði sú
tala enn.
Þetta þýðir, að síðustu árin áður en
línuritið tekur að lækka, var hægt að
einangra og taka til læknismeðferðar
alla eða a. m. k. flesta, sem smit fannst
hjá, og hefur því stórlega dregið úr
smithættu.
Á árunum 1927—30 var og farið að
beita röntgentækni fyrir alvöru við
berklarannsóknir, og eftir það fundust
sjúklingar mun fyrr en áður, a. m. k. í
Reykjavík og nágrenni. Loftbrjóstað-
ferðinni var á þessum árum beitt hér
af meiri kostgæfni en víðast annars
staðar, og á það eflaust einnig þátt í að
draga úr smithættunni.
Framangreindar ráðstafanir, svo og
framlag þeirra lækna og hjúkrunar-
kvenna, sem með einstakri þolinmæði
lögðu hönd á plóginn, er allt ómetanlegt
og verður seint fullþakkað. Þó er vafa-
samt hvort þetta, þótt mikilvægt sé, er
einhlítt til að skýra þau straumhvörf,
sem áttu sér stað. Hefði mátt gera ráð
fyrir hægari og jafnari breytingu.
Samtímis fjölgun sjúkrarúma og
bættum vinnubrögðum hefur að minni
hyggju átt sér stað ónæmisbreyting
meðal landsmanna. Vegna síaukinnar
umgengni við smit áratugum saman
hefur almenningur öðlazt ónæmi, sem
fer að láta til sín taka upp úr 1930.
Berklaveikin var nú á undanhaldi, og
til þess að reka flóttann var 1935 ráð-
inn berklayfirlæknir, núverandi land-
læknir. Hefur hann stjórnað þessum
málum af röggsemi og árvekni, með
fulltingi ágætra liðsmanna. Að tilhlut-
an hans voru sett ný berklavarnalög ár-
ið 1939. Þau gerðu kleift að hefja mark-
vísa leit að berklasjúklingum og heim-
iluðu jafnvel að beita valdi, ef svo bar
undir, til að fá fólk rannsakað og lagt
inn á sjúkrahús til einangrunar og lækn-
inga. Þurfti þó mjög sjaldan að grípa
til valdbeitingar. Berklavarnarlögin frá
1921 höfðu tryggt sérhverjum sjúklingi
ókeypis sjúkravist, en með nýju lögun-
um var fyrir því séð, að sjúklingar, sem
voru búnir að ná sér, þyrftu ekki að búa
við kjör, sem höfðu í för með sér þá
hættu, að veikin tæki sig upp.
1939 hófst allsherj arberklaskoðun í
landinu. Óvenju stór hundraðshluti í-
búanna mætti til skoðunar, einkum í
Reykjavík. Einkennandi fyrir berkla-
varnirnar hér á landi er markvís leit að
berklasjúklingum og eftirlit með þeim,
og þar er fámennið okkur auðvitað til
mikils hagræðis.
Eins og annars staðar lækkar tala
berklasjúklinga ekki eins ört og dánar-
tala af völdum veikinnar. Þrátt fyrir
hinn ágæta árangur verður sífellt að
vera á verði, ekki sízt fyrir það, að hið
áunna ónæmi hlýtur að minnka vegna
fæðar smitbera. Áhrifarík lyf og vel
heppnaðar handlæknisaðgerðir hafa á
síðari árum bjargað lífi sjúklinganna
eða lengt lífdaga þeirra verulega. Nokk-
ur undanfarin ár hefur verið beitt hér
lungnaskurðum með góðum árangri.
Árið 1938 bundust berklasjúklingar
samtökum og réðust í það af aðdáunar-
verðum kjarki og bjartsýni, stórhug og
atorku að reisa hið stóra og veglega
hressingarheimili Reykjalund (90 rúm).
Þetta hefur ekki aðeins skapað sjúkling-
unum betri lífskjör, aukinn kjark og
bjartari horfur, heldur einkum búið þá
undir að taka upp dagleg störf og oft
komið í veg fyrir að veikin tæki sig
upp.
Eins og taflan sýnir, hefur árangur