Eining - 01.06.1962, Blaðsíða 9
EINING
9
Uin heitaya (flói
Guð hefur talið oss maklega þess, að trúa oss
fyrir fagnaðarerindinu, og því er það, að vér tölum
ekki eins og þeir, sem þóknast vilja mönnum,
heldur Guði, sem rannsakar hjörtu vor; því að
hvorki viðhöfðum við nokkru sinni nein smjaður-
yrði, eins og þér vitið, né ágirndaryfirhilmingu,
— Guð er vitni þess — né leituðum vegsemdar af
mönnum, hvorki af yður né öðrum, þótt vér hefð-
um getað beitt myndugleika, sem postular Krists,
en vér vorum mildir yðar á meðal, eins og móðir,
sem hjúkrar börnum sínum. Svo vorum vér og,
af kærleiksþeli til yðar, fúsir til að miðla yður,
ekki einungis fagnaðarerindi Guðs, heldur og voru
eigin lífi, því að þér voruð orðnir oss ástfólgnir.
Því að þér munið, bræður, eftir erfiði voru og
striti: vér unnum nótt og dag, til þess að vera
ekki neinum yðar til þyngsla, um leið og vér pré-
dikuðum fyrir yður fagnaðarerindi Guðs. Þér eruð
vitni þess og Guð, hversu heilaglega, réttvíslega og
ólastanlega vér hegðuðum oss hjá yður, sem trúið,
eins og þér vitið, hvernig vér áminntum og upp-
hvöttum og grátbændum einn og sérhvern yðar,
eins og faðir börn sín, til þess að þér skylduð
breyta eins og samboðið er Guði, er kallar yður
til ríkis síns og dýrðar. 1. Þessaloníkubréf 2, 4-12.
Viljum við, nútíðarmenn, breyta samkvæmt
þessari kenningu? Vera til dæmis „ekki neinum
til þyngsla . . .“ en „breyta eins og samboðið er
Guði“.
Bréf frá frú H. Cícfl HeatH
í ágústblaði Einingar 1961 var sagt
nokkuð frá heimsókn þessarar ágætu
konu, sem er ein af helztu leiðtogum
hins kristillega bindindisheimssam-
bands kvenna — World’s Woman’s
Christian Temperance Union, en það
er fjölmennasti bindindisfélagsskapur
í heimi. Frúin ferðast um allar álfur og
öll lönd heimsins að heita má, til þess
að sitja fundi og þing samtakanna, til
að fræða og glæða áhugann á hverjum
stað, og ná sem beztu samstarfi við
önnur félagasambönd, sem efla bind-
indi og andlega menningu.
Koma hennar til Islands var okkur
mjög kærkomin. Hvítabandskonur og
fleiri lögðust á eitt um að gera henni
dvölina hér ánægjulega. Strax eftir
heimkomuna skrifaði hún bréf til okk-
ar og átti naumast nægileg aðdáunar-
orð til að lýsa þakklæti sínu fyrir mót-
tökurnar og aðdáun sinni á landinu.
Ritstjóri Einingar sendi henni svo
það hefti blaðsins, sem segir frá komu
hennar hingað, og sem svar við því er
bréf hennar dagsett 26. september
1961. Það er óafsakanlegt, hve lengi
blaðið hefur vanrækt að minnast á bréf
hennar og einnig brot úr blaðagrein,
sem hún skrifaði um komu sína til ts-
lands.
Frú Cicil Heath skrifar í bréfi sínu
m. a. á þessa leið:
„Það var andleg mögnun og dásam-
leg lífsreynsla að koma til íslands og
kynnast þar svo mörgum, sem líkt og
þér sjálfur, leggja stund á að efla vel-
ferð manna. I gærkveldi flutti ég fyrir-
lestur á kvennasamkomu svo sem 25
mílur fyrir utan London, og þar var
geysimikill áhugi á frásögn minni frá
íslandi, og ég verð að játa það, að ég
hef orðið sólgin í að kynna mér ögn
meira sögu íslands, þar sem ég hef nú
bætt þar við eigin reynslu, með komu
minni til landsins. Það myndi vissulega
hver sem helzt, sem fengið hefði líkar
móttökur og orðið þeirrar góðvildar að-
njótandi, er varð hlutskipti mitt hjá
ykkur, óska þess að geta einhvern tíma
endurtekið komuna til Islands, og því
myndi ég fagna.“
I ferðasögu og skýrslu frá mörgum
löndum, sem frúin skrifaði í tímarit
Hvítabandsins, er langur kafli um ís-
land og komu hennar hingað. Orð henn-
ar um gestrisni okkar eru á þessa leið:
„íslenzk gestrisni er svo einstc%,
bæði að eðli og umfangi, að undrun
sætir. Siíkri góðvild og rausn er ekki
unnt að lýsa nákvæmlega, og slíkt ekki
hægt að endurgjalda.“
Frú Heath ræðir svo um tilgang
komu sinnar til Islands, sem var sá
fyrst og fremst að ná á ný sambandi
við konur Hvítabandsins. Hún minnist
á Ólafíu Jóhannsdóttur, forustu og
brautryðjendastarf þessarar gáfuðu
hæfileika konu, sem heita megi einstakt
hjá svo fámennri þjóð. Hún minnist á
bannlögin, getur þess hversu Hvíta-
bandskonurnar unnu að því að koma
upp sjúkrahúsi í Reykjavík. Hún seg-
ir frá heimsókn sinni í sjúkrahúsið, til
einstakra manna, sem hún nafngreinir,
einnig á komu sína á þing Stórstúku
íslands og starf Reglunnar, hið á-
nægjulega móttökukvöld í húsakynn-
um KFUM, en þar hafði hún flutt er-
indi á vegum Hvítabandsins og áfeng-
isvarnanefndar kvenna. Þar telur hún
upp nokkur þekkt nöfn, segir ennfrem-
ur allítarlega frá ýmsu fólki, sem hún
kynntist mest, og ýmsu sem henni gafst
færi á að sjá og skoða, svo sem skól-
um, háskóla, söfnum og stöðum, Þing-
velli, Geysir, gróðurhúsum og fleiru.
Ógleymanleg sé fegurð fjallanna, segir
hún, ár og vötn og strendur landsins,
en ógleymanlegust verði þó góðvild
elskulega fólksins og óskin því sterkari
um að eiga þar á ný samherja.
Grein þessari fylgir falleg mynd af
konum Hvítabandsins á 61. ársþingi
þeirra 1955.
-X -jc *
Vísubotn
I aprílblaði Einingar var lesendum
blaðsins boðið að botna yfirlætislaus-
an vísuhelming:
Vér hræðumst myrkrið hrollkalt og svart,
þar hjörtu vor óyndis kenna.
Því látum vér trúarljósið hjart
á lömpunum vorum ljrenna.
Þannig botnar frú Anna Eiríksdótt-
ir, Reykjarhóli í Fljótum, vísuna. Vilja
fleiri reyna, hve nærri þeir komast
rétta botninum?
□
ÁFENGISNEYZLA EYKST í NORVEGI
Áfengisneyzla Norðmanna er nú orðin 3,60
lítrar af 100% áfengi á hvern mann í land-
inu eldri cn 15 ára. Sterka ölið er orðið þar
mörgum hið mesta áliyggjuefni.