Eining - 01.06.1962, Side 10
10
EINING
ÆTTERNI
Kvöldræður Magnúsar Helgasonar í
Kennaraskólanum þarf að gefa út aftur
og stuðla að því, að sú bók verði vinur
ungu kynslóðarinnar. Þar fer allt sam-
an: málsnilldin, efnisvalið, andagiftin
og þrótturinn. Svo vel er þar á málum
haldið, að alvörumálið verður sann-
kallaður skemmtilestur. — í erindinu
Landnámabók er eftirfarandi kafli um
ætterni:
„Það er gaman að rekja skyldleik
þeirra manna, er mest ber á í sögu
landsins á ýmsum öldum, og sjá, hvern-
ig t. d. þeim Sturlungum kippir í kyn-
ið til Snorra goða um lund og mannvit,
og að þeir Haukdælir, Oddverjar, Ari
fróði og Snorri Sturluson eru allir
komnir af Síðu-Halli, valmenninu og
spekingnum, sem allir virtu og elsk-
uðu, en hann aftur af Hrollaugi Rögn-
valdssyni Mærajarls, er faðir hans gaf
þann vitnisburð: Hefir þú þat skap, er
engin styrjöld fylgir.“ Það er ekki
marklaust að hyggja að, hvernig skap-
ferli og mannkostir leggjast þannig
langt í ættir. Gaman þykir og mörgum
að sjá, þó að í sjálfu sér sé það minna
vert, hve margir Islendingar eru kon-
ungbomir í ættir fram, sumir af vest-
rænum konungum, aðrir af norrænum;
Haukdælir náskyldir Ólafi Tryggva-
syni og Oddverjar af sjálfum Haraldi
hárfagra. Má vera, að einhverjum þyki
gaman að rekja frændsemi sína við Vil-
hjálm keisara og Georg Englakonung,
þó að hún sé orðin þynnri en þrítug-
asta þynning. Það gerir Landnáma all-
auðvelt. — Eg tel það engan veginn lít-
ilsvert, að vita glögg deili á því, af
hvaða bergi íslenzka þjóðin er brotin.
Ef hún væri ekki af úrvals kyni, þá
væri hún varla lengur til, eftir allt, sem
yfir hana hefur gengið. — Tvennt
finnst mér vera mikil stoð fyrir okkur,
sem trúum á manngildi Islendinga,
þrátt fyrir allt, og byggjum á þeirri trú
von um framtíð þjóðarinnar: Annað
hinn tröllaukni þróttur í forfeðrum
vorum, andlegur eigi síður en líkam-
legur — og engin ein bók sýnir hann
betur en Landnáma. Og hitt hinn glæsi-
legi orðstír, sem íslenzkir landnemar
hafa nú aftur unnið sér í Vesturheimi.
Þar sýnir það sig, að þrek og manndáð
lifir enn í fullu fjöri og kemur í ljós,
óðara en hentug atvik knýja það fram.
Hví skyldu þeir kostir ekki eins geta
komið í Ijós og notið sín hér heima,
þegar þjóðin er leyst úr ánauð margra
alda.
Þá þykir mér það ekki smáræðis
fagnaðarefni, að þessi bók sýnir okkur,
að forfeður okkar eru fyrstu eigendur
þess lands. Ættjörð okkar hefur aldrei
verið eign nokkurrar annarrar þjóðar
en sjálfra okkar. Islendingar hafa
aldrei hrifsað hana með ofbeldi og her-
skildi af öðrum eldri eigendum. Á eign-
arrétti okkar hvílir engin blóðskuld,
eins og flestra annarra þjóða. Því helg-
ari og dýrmætari finnst mér hann, og
því innilegri og fölskvalausari finnst
mér, að ættjarðarást okkar megi vera.“
Þannig flytur Magnús Helgason mál
sitt í þessari úrvalsbók. Skyldi ekki
gaumgæfilegur lestur hennar geta
glætt hina „fölskvalausu“ ættjarðarást
í brjósti ungu kynslóðarinnar? Báðar
hafa nú kynslóðirnar, háh eldri og
yngri, mikla þörf á, að miða ekki allt
við eigin hagsmuni og stundarfeng, en
setja heldur metnað sinn í það, að
reynast slíkur þjóðfélagsþegn, að borið
geti hinn æskilegasta ávöxt komandi
kynslóðum til handa.
* -jC -K
(Söngur fundarsetningar barnastúku)
Lag: Nú litlu vakna blómin.
Til fundar glöð við göngum,
hin glaöa æskusveit,
til góðs vér skulum'
hverju verki snúa.
Og heim okkar sjálfra
og hvern einn sálarreit
við hreinleikans fegurð
skulum búa.
Þá leiðir okkur æskunnar
blíða, bjarta vor
á brautu allra
happasælla ferða.
Við stígum þá ’farsæl
og stór gæfu spor,
er stefna til þess,
sem bezt má verða.
Því fagra, sanna og góða
við fórnum lífi og sál,
og fögnum þakklát
hverjum nýjum degi.
Og helgum svo 'íslandi
huga, störf og mál,
en helzt því
að ganga á drottins vegi. '
Pétur Sigurðsson.
/ lióur brehhuna
1 Reykjavík fjölgar vínstíunum, á-
fengisútsölum og sullkránum (sjopp-
um). Svo kvarta menn undan spellverk-
um og óspektum ölvaðra ungmenna, inn-
brotum og ránum fyllirafta, ölvunaraf-
brotum ökumanna, svo að ekki sé fleira
nefnt.
Meðan þjóðir selja börnum sínum
þann eiturdrykk, sem sviftir menn ráði
og rænu, umsnýr þeim í villimenn,
stundum í glæpamenn, slysavalda og
landeyður, getur engin þjóð réttilega
kallast siðmenntuð menningarþjóð né
kristin þjóð, hve mikið sem þær berast
á í því brölti, sem menning er kölluð, og
hvað sem öllum fornum og nýjum bóka-
hvað sem öllum fornum og nýjum
bókaskruddum, öllu skólastagli og leik-
líður. Siðferðisþroski, heilindi, heiðar-
leiki og varðveizla hamingju heimila og
einstaklinga, er veigameira atriði fyrir
heill þjóðar, en allt hitt.
Meistarinn þrumaði vægðarlausan
dóm yfir útvortis fáguninni og blekk-
ingum hennar, sem oft er látin hylja öll
óhreinindin hið innra.
Safnið saman öllum ófarnaði af völd-
um áfengissölu á meðal hinna helztu
menningarþjóða, aðeins eitt ár, og þið
munuð standa andspænis þeirri viður-
styggð og skelfingu, sem hrópar dóm
yfir hverja menningu, sem umber slíkt.
Það er auðvelt að skreyta sig með
fallegum nöfnum: menntun, kristni, en
leyfa ágimdinni að rækta hið versta í
fari einstaklinga og þjóða, og spilla
heill og hamingju milljóna manna.
-X -K -K
ÁFENGISSÝKIN í TÉKKÓSLÓVAKÍU
Norska blaðið Folket skýrir frá því, sam-
kvœmt AP-frétt frá Vínarborg, að sl. 10 ár
hafi 35,000 áfengissjúklinga verið vistaðir
á drykkjumannahælum í Tékkóslóvakiu.
Þar af 15 af hundraði undir 20 ára aldri.
Árið 1951 var áfengisneyzlan þar á mann
1029 norskar krónur, sem mundi þá vera
töluvert á sjöunda þúsund ísl. kr. Áfengis-
neyzlan var þannig 20% meiri 1961 en
1959. Af áfengiseitrun fórust 47 einstakling-
ar, rúmt þúsund manns varð lífshættulega
veikt vegna ofdrykkju og árið 1960 átti
ölvun við akstur þátt í 3000 slæmum slys-
um.
Ekki nægir það eitt að flytja austur fyrir
járntjaldið til þess að sleppa við áfengisböl.