Eining - 01.06.1962, Qupperneq 11
EINING
11
Blaðafregnir og áfengi
„Ölvun og óspektir á Akureyri. —
Síðastliðna nótt var mikið um ölvun í
bænum og kom til átaka á mörgum
stöðum.“ — Tíminn 27. ágúst 1961.
„Þjófurinn fannst að drykkju. . Þétt-
fullur á veitingastofu." — Morgunblað-
ið 29. ágúst. 1961.
„Drukknir unglingar ráðast á heim-
ilisföður. Barinn í andlit og bitinn í
fingur. ... Þess skal getið, að annar
hinna drukknu unglinga er 16 ára en
hinn á svipuðum aldri.“ — Mbl. (dag-
setning gleymst).
„Borguðu nætursvallið með peningum
gestsins... . Var ekið framundir morg-
un í leigubíl og haft áfengi um hönd.“
Mbl. 5. sept. 1961.
„Lögreglan fór þegar á stúfana og
fann 16 ára pilt, slompaðan af víni.
Hann var búinn að brjóta rúðu í sölu-
turninum og sagðist hafa ætlað að ná
sér í sælgæti." — Tíminn 6. ág. 1961.
„ÖlvaSur ökuþór ekur á fjórar bif-
reiðar.“ — Mbl. 21. sept. 1961.
„Maður banar konu sinni í ölæöi.“ —
Mbl. 3. okt. 1961.
„Árásarmáli lokið.... Virðast flestir
hafa verið meira eða minna undir áfeng-
isáhrifum.“ — Mbl. 25. okt. 1961.
„Rambaöi í sjóinn.... Hafði fengið
heldur mikið í kollinn." — Mbl. 11.
nóv. 1961.
„Með hnefum og skóm.“ — Mbl. 15.
nóv. 1961. Einnig hér var „brennivín“
í spilinu.
„Stundum eru menn með drykkju-
raus í kvikmyndahúsum.... en gestir
mega þola læti þeirra og áreitni bóta-
laust.“ — Morgunblaðið. — Segja ekki
málsvarar áfengistízkunnar, að áfeng-
isneyzlan sé einkamál manna. Gáfulega
mælt eða hitt þó heldur.
„Innbrot og þjófnaðir.“ — Mbl. 13.
maí 1962. Hér er sagt frá einum sjö inn-
brotum, áfengi þó ekki nefnt.
„Kveiktu í sinu og slógu bóndann...
Hélt fólkið, sem mun hafa verið drukk-
ið, síðan för sinni áfram.“ — Mbl. 20.
marz 1962.
„Þrír innbrotsþjófar handteknir....
Undir áhrifum áfengis.“ — Mbl. 21.
marz 1962.
„Ránið á Grjótagötu upplýst. Tveir
ungir piltar tóku veskið og bílinn “
Hinn rændi maður „var mjög dnckk-
inn.“ — Mbl. 28. apríl 1962.
Lögreglan handtekur fjóra innbrots-
þjófa“....Maðurinn var undir áfeng-
isáhrifum.“ — Mbl. 13. febr. 1962.
Þessar 16 blaðafregnir eru frá aðeins
8 mánuðum, og auðvitað skilja allir,
sem eitthvað þekkja til skemmdarverka
áfengisneyzlunnar, bæði á heimilum
manna og í félagslífi, að hér er aðeins
um örlítið sýnishorn að ræða. Síðasta
blaðafregnin um vertíðarlokin í vor
sagði frá miklum drykkjuskap, og var
auðskilið að hann var ekki neitt smá-
ræði.
Þetta er það, sem löggjafar þjóðar-
innar, og að nokkru leyti í umboði meiri
hlutans, leiðir yfir almenning.
Á 25—30 árum vann góðtemplara-
reglan á íslandi eitt hið mesta siðbótar-
verk, sem unnið hefur verið í allri sögu
þjóðarinnar, og þar á það sannarlega
að vera skráð feitu letri, til vitnisburð-
ar öllum komandi kynslóðum. Á þess-
um tveim til þremur áratugum — 1884
—1915 — þurrkaði góðtemplarareglan
landið, friðaöi heimilin og tæmdi fang-
elsið. Þetta er söguleg og óhrekjandi
sannreynd. Allur almenningur í landinu
undi þessu vel, en nokkrir broddborgar-
ar linntu ekki látum fyrr en þeir gátu
brotið skarð í varnarmúrinn, og svo
hvert af öðru, unz áfengið flæddi aftur
yfir landið. Afleiðingarnar þekkja svo
allir. Fyrst hugguðu þessir menn sig
við Spánarvínin, en heimtuðu brátt
meira, sögðu að menn yrðu „magaveik-
ir af þessu vínsulli,“ sterku drykkina
yrði þjóðin að fá. Þegar þeir voru svo
fengnir, þá var nauðsynlegt að rýmka
enn betur um áfengissöluleyfin til þess
að rekstur félagsheimila og veitinga-
húsa gæti borið sig. Þessu greiddi síð-
asta áfengislöggjöf okkar braut og nú
fjölgar áfengisveitingastöðum og útsöl-
um, unglingum og kvenfólki gengur vel
að læra drykkjuskapinn og svo hrópa
blöð, útvarp og aðrir aðiljar um siðleysi,
svall, ölvunarhneyksli, skemmdarverk
ölvaðra ungmenna, tíð innbrot, þjófnað.
slys af ölvun við akstur, áflog á heim-
ilum, sem draga jafnvel til dauða, og
þó er frá minnstu sagt af því, sem raun-
verulega gerist í hringiðu áfengissvelgs-
ins.
Til þess að þagga niður í vondri sam-
vizku iðka svo margir þá ánægjulegu
iðju að viðhalda látlausum blekkingum,
rógi og níði um þá, sem vilja láta
stemma stigu alls þessa ófarnaðar. Þeim
er að vísu hrósað, sem vinna það lofs-
verða líknarstarf, að draga skepnuna
upp úr brunninum, en hinir eru níddir
og gerðir hlægilegir, sem byrgja vilja
brunninn. Slík hugsanaranghverfa lýs-
ir dável sálarástandi manna, sem þetta
aðhafast.
Stjórnendur bæja og þjóðfélagsins
umbera og leyfa, að upp rísi fleiri og
fleiri vínstíur, og sullkrárnar í námunda
við skóladyrnar, þrátt fyrir ítrekuð
andmæli kennara og annarra, sem gera
sér ljósa skaðsemi þessara „sjoppa.“
Mönnum leyfist að raka saman fé á
sölu áfengis og annarra skaðnautna,
sölu sorprita, klámbóka, glæpakvik-
mynda og siðspillandi skemmtana. Póli-
tískir flokkar segja löggjafanum fyrir
verkum og þess vegna fáum við slíka
áfengislöggjöf, sem við búum nú við og
ýms leyfi, er til óheilla leiða.
Hér má enn einu sinni minna á orð
spámannsins:
„Því að leiðtogar þessa fólks leiða
það afleiðis, og þeir, sem láta leiða sig,
tortímast. Fyrir því hefur drottinn enga
gleði af æskumönnum." Jesaja 9, 16.
Ætli manneðlið hafi ekki verið eitt-
hvað svipað á dögum spámannsins og
nú? En hann þorði að leiða leiðtoga
þjóðarinnar fram fyrir dómstól alls
réttlætis og ákæra þá fyrir að leiða ó-
gæfu yfir þjóðina. Hvað hafa sumir
leiðtogar þjóðanna leitt yfir þær og
reyndar allt mannkyn á þessari öld?
Fleira er ógæfa en styrjaldir. Frægir
stjórnmálaleiðtogar stórvelda hafa tal-
ið áfengisbölið verra en allar styrjaldir.
Hefur íslenzka þjóðin beðið um fleiri
og fleiri áfengisstíur? Eru það ekki
leiðtogar þjóðarinnar, sem í þessum
efnum láta að óskum ágjarnra manna?
Frammi fyrir blekktum lýð, geta menn
nú eins og fyrr viðhaft einhvern handa-
þvott, en frammi fyrir dómstóli alls
réttlætis gildir hann lítið, og hvað sagði
spámaðurinn? „Leiðtogar þessa fólks
leiða það afleiðis, og þeir sem láta
leiða sig, tortímast. Fyrir því hefur
drottinn enga gleði af æskumönnum.“
Vilja menn ekki, einnig hér á landi,
hugleiða þessi síðustu orð, að vegna