Eining - 01.06.1962, Page 12
12
EINING
Vorþing Umdœmisstúkunnar nr. 1
Vorþing Umdæmisstúku Suðurlands
var haldið 12. maí sl. í Templarahöll-
inni Fríkirkjuvegur 11, Reykjavík.
Þingið var allf jölsótt og hið notalegasta.
Fráfarandi umdæmistemplar, Hreið-
ar Jónsson, klæðskeri, flutti skýrslu um
félagsstarfið á liðnu kjörtímabili. Einn
merkasti þáttur þess var hið velheppn-
aða Húsafellsmót. Tvær barnastúkur
höfðu verið stofnaðar í umdæminu. Þá
greindi umdæmistemplar frá starfsem-
inni við barnaheimilið í Skálatúni,
framkvæmdum þar og breytingu á
rekstri, og svo frá félagsstarfinu yfir-
leitt.
Aðrir embættismenn umdæmisstúk-
unnar fluttu og skýrslur sínar. Ber þar
mest á skýrslu umdæmisgjaldkera, Páls
Kolbeins, um Barnaheimili templara að
Skálatúni. Er þar gerð fullkomin grein
fyrir fjárhag og rekstri heimilisins. 1
skýrslunni er og reikningur umdæmis-
stúkunnar í heild.
Allmiklar umræður voru á þinginu
um félagsstörfin og samþykktar nokkr-
ar tillögur, t. d. að framkvæmdanefnd
umdæmisstúkunnar hafi samvinnu við
önnur félagssamtök um, að komið verði
upp heimili handa afvegaleiddum ung-
um stúlkum. Þá mótmælir þingið harð-
lega fjölgun áfengisveitingastaða og
skorar á ríkisstjórnina að koma því í
framkvæmd, að allir verði skyldaðir til
þess að bera nafns- og aldursskírteini,
til varnar því að unglingum sé veitt á-
fengi og ólöglegur aðgangur að skemmt-
unum.
Aðrar tillögur hnigu aðallega að
framkvæmdaatriðum umdæmisstúkunn-
ar.
Samþykkt var, að næst skyldi þing-
staðurinn vera Hafnarfjörður.
Hin árlegu mót umdæmisstúkunnar
hafa verið svo fjölsótt, að ekki er talið
heppilegt að hafa þau á stöðum þar sem
enginn aðgangur er að húsakosti, en
notast verður eingöngu við tjöld. Auk
þess hefur þátttaka norðanmanna verið
svo mikil, að nú þykir réttmætt að næsta
mót verði í Norðurlandi, og hefur
Reykjaskóli í Hrútafirði orðið fyrir
valinu. Að þessu sinni skal þess eins
getið, að mótið mun hefjast laugardags-
kvöldið 4. ágúst nk. Munu þá loga þar
glaðir varðeldar, m. a. Sunnudagsmorg-
uninn fer svo fram fánahylling og því
næst verður sungin messa á staðnum.
Ýmislegt verður svo á dagskrá, þar á
meðal dansskemmtun um kvöldið, en á
mánudegi verður mótinu slitið.
Framkvæmclanefnd
umdæmisstúkunnar
Á henni varð nokkur breyting. Sumir
nefndarmannanna báðust undan endur-
kjöri, þar á meðal umdæmistemplar. I
hans stað var kjörinn Ólafur Jónsson,
trésmiður. Aðrir í nefndinni eru:
Umdæmis-kanslari, Sigurgeir Alberts-
son.
— varatemplar, frú Margrét Sigmunds-
dóttir.
— ritari, Óðin Geirdal.
— gjaldkeri, Páll Kolbeins.
— kapilán, Kristjana Benediktsdóttir.
vondrar forustu leiðtoganna hafi drott-
inn enga gleSi af æskumönnum? En
það er ekki aðeins þannig ástatt um
Guð. I landinu eru einnig margir for-
eldrar, sem vegna áfengisflóðsins hafa
ýmist of litla eða enga gleði af sonum
sínum eða dætrum. Og hverjum er um
að kenna, ef ekki þeim, sem gert hafa
mönnum sem greiðastan aðganginn að
þeim eiturlindum, sem æra menn, gera
þá að umskiptingum, auðnuleysingjum,
afbrotamönnum og jafnvel glæpamönn-
um?
Spámaðurinn lét konunginn sjálfan
fella dóm yfir manninum, sem tekið
hafði lamb fátæka mannsins, og benti
svo fingri að honum og sagði: ,,Þú ert
maðurinn.“
En snúum nú blaðinu við og hlustum
á þriðja spámanninn:
„Þegar konungurinn ríkir með rétt-
læti og höfðingjarnir stjórna með rétt-
vísi, þá verður hver þeirra sem hlé
fyrir vindi og skjól fyrir skúrum. sem
vatnslækir í öræfum, sem skuggi af
stórum hamri í vatnslausu landi.“ Slíks
virði eru réttlátir leiðtogar hverri þjóð,
en hér er ræðuefni, sem ekki er unnt
að gera nein skil í stuttri blaðagrein.
Við höfum oft farið mildari orðum en
í þessari grein, um hið mikla vandamál,
en þau hafa of litlu áorkað. Verður okk-
ur þá ekki að grípa til hinna? Lái okk-
ur hver sem vill.
ÆskulýSsclaginn 20. ágúst 1961 tóku ungtemplarar þátt í skrúðfylkingu, sem fór um göt-
ur Reykjavíkur. Vagn sá, er myndin sýnir, var þeirra sýningargripur og táknaöi hann
Víkingaskip Ingólfs Arnarsonar, landnámsmanns.