Eining - 01.06.1962, Page 14
14
EINING
Spurt og spjallað í ntvarpssal
■ini kveðskap
Þótt nokkuð sé síðan að þáttur þessi
var fluttur, mun hann ekki vera gleymd-
ur. Þar ræddu og svöruðu spurningum
fjórir þekktir menn. Ég hlustaði aðeins
á framsöguávörpin og hefði getað látið
mér nægja hið fyrsta, fannst það nægi-
legt, sem Gunnar Dal sagði. — Efni
þáttarins var aðallega órímuðu ljóðin.
Það var víst Matthías Jóhannessen,
sem nefndi þetta „deilu um keisarans
skegg.“ Hún mun auðveldlega leysa sig
sjálf, því að þetta rímlausa, sundur-
lausa og oft efnislitla orðahröngl lærir
enginn maður, og það sem ekki er hæft
til að læra, gleymist og grefst.
Margvísleg hyggindi hafa legið á
vörum allrar þjóðarinnar öldum sam-
an, einmitt vegna þess, að hyggindun-
um var komið fyrir í ljóði, sem allir
gátu lært. Ekki einu sinni vitleysan,
sem jafnan er svo ákaft fagnað, heldur
velli, ef hún er ekki í snyrtilegum bún-
ingi. Þó að hagyrðingurinn á Sauðár-
króki hefði sagt, að nú væru regndrop-
arnir stórir og blotnaði því í sveitum,
en taktu bara í hornið á geitinni og
mundu að tvisvar tveir eru fjórir, þá
hefði enginn veitt því eftirtekt, en ár-
um saman söng ferðafólk um allt land
vitleysu þessa, af því að hún var rím-
uð:
Detta úr lofti dropar stórir,
dignar um í sveitinni.
Tvisvar sinnum tveir eru fjórir.
Taktu í horn á geitinni.
Auðvitað hefðu menn verið eins vel
settir, þótt þeir hefðu aldrei lært gam-
anið, rímið gaf því líf.
En við skulum nefna annað veg-
legra dæmi. Þótt góðskáldið, Guðmund-
ur Friðjónsson, hefði sagt í órímuðum
setningum, að þreytt sveitakona sæi eft-
ir að missa dóttur sína, sem ekki vildi
una sér lengur við sveitavinnu, í kaup-
túnið, þar sem saman færi táldragandi
glaumur, nautnir og hrekkvísi í við-
skiptum og gáleysi í lifnaðarháttum,
þá hefði það ekki vakið mikla eftirtekt
né orðið mönnum ræðuefni, en þegar
skáldið klæðir efni þetta í glæsilegan
búning, þá skín þar fögur perla, sem
er eiguleg. — Takið eftir og lærið:
Svefnlítil sauma-Gefn
sér eftir mey í ver.
Glóir í glaumbæ
gullspöng, er hatar ull.
Hringiðu hljómföng
liylla sál, er neitt vill.
Reykur, sumbl og refskák
rangar lýð á húsgang.
Þannig gekk skáldið frá þessu. Hví-
lík snilld og efnisauðlegð! Mikið ræðu-
efni í örfáum og hnitmiðuðum orðum,
undir dýrum bragarhætti.
Órímað mál getur verið svo haganlega
flutt, að auðlært sé. Má þar t. d. nefna
fjölda spakmæla. Auðvelt er að læra
þetta úr Orðskviðunum:
„Hurðin snýst á hjörunum og letinginn í
hvílu sinni.“
„Vitrir menn munu lieiður hljóta, en heimsk-
ingjar bera smán úr býtum.“
„Far til maursins, letingi! Skoða háttu hans
og verð hygginn.“
„Snauður verður sá, sem með hangandi
hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.“
„Eins og gullhringur í svínstrýni, svo er fríð
kona, sem enga siðprýði kann.“
„Hinn vitri liyllir að sér hjörtun.“
„Margur vegur virðist greiðfær, en endar
lm á helslóðum.“
„Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dap-
urt geð skrælir beinin.“
„Sjáir þú mann vel færan í verki sínu, hann
getur boðið konungum þjónustu sína.“
Af miklu er hér að taka, en allt leik-
ur þetta í munni, eins og rímað stuðla-
mál, er auðvelt að læra og varðveita í
minni. Minna mætti á ýmislegt í Ljóða-
Ijóðunum, eins og t. d. þetta:
„Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér.
Sem innsiglishring við armlegg þinn.
Því að elskan er sterk, eins og dauðinn,
ástríðan hörð eins og hel.“
Þetta er órímað mál, en stuðlamál og
létt að læra. Hér skal svo nefnt enn
dæmi úr ritningunni:
„Ég vil kveða kvæði um ástvin minn,
ástarkvæði um víngarð hans, Ástvinur
minn átti víngarð á frjósamri hæð.
Hann stakk upp garðinn og tíndi grjótið
úr honum, hann gróðursetti gæða-vín-
við í honum, reisti turn í honum miðj-
um og hjó þar einnig út vínlagarþró;
og hann vonaði að garðurinn mundi bera
vínber, en hann bar muðlinga."
Þetta er laust mál, en málsmeðferðin
slík snilld, að kaflinn er auðlærður,
framhaldið einnig, sem er raunasaga,
en slíkt kemur ekki hér við sögu.
Bent er á það, hve rímaða ljóðasniðið
sé auðvelt til leirburðarframleiðslu, en
hin svokölluðu órímuðu ljóð geta einnig
verið efnislítill leirburður. Annars eru
dómar manna ekki alltaf réttlátir á því,
sem leirburður kallast. Eftir að Magnús
Jónsson, prófessor, hafði ritað um ljóða-
bók Káins og talið hann vel hlutgengan
meðal ljóðskálda, orti Káinn á sína
venjulega spaugilegu vísu:
„Nú er ég ekki leirskáld lengur,
en ljóðskáld, svona eins og gengur,
af leirskáldum í landi er nóg.
Sannleikur er sagnabeztur,
sagði þetta Magnús prestur,
fleiri vissu en þögðu þó.“
Það er ekkert smáræði, sem ort hef-
ur verið af leirburði hér í landi, en
skyldi nokkur geta dæmt um það, hvers
virði sumt af þeim leirburði hefu." ver-
ið þjóðinni öldum saman, — hafra-
grauturinn er matur, engu síður en
kræsingar. Til gamans skal ég geta þess,
að 1917 var ég eitt sinn á gangi að
kvöldi dags milli Stokkseyrar og Eyrar-
bakka. Hlýtt var í veðri og rigningar-
salli. Á göngu minni setti ég saman of-
urlítið ljóð, auðvitað leirburð, slíkt er
svo auðvelt. Ekki var ég svo hygginn
að eyðileggja það nógu fljótt, en mörg-
um árum síðar hitti ég íslending í fjar-
lægri heimsálfu, sem gat þess við mig,
hve þetta lítið vandaða ljóð hefði oft
verið sér huggun og uppörfun. Hver
mundi hafa trúað því, því að vissulega
var ljóðið leirburður að frágangi til,
en er þá það, sem orðið getur mannssál
til hvatningar og huggunar, gagnslaust,
þótt ekki sé um hagleik að ræða? Ég
hef oft minnst þessa atviks. Þessi mað-
ur hefði ekki lært þetta lélega ljóð mitt,
og enga blessun af því haft, ef það
hefði verið órímað, það eitt er víst.
Hér dugar nú ekki að eyða meiru
máli í þetta, en ég vona, að okkar rím-
aða Ijóðagerð, ekki sízt hin dýra, haldi
áfram að vera þjóðinni svölunarbrunn-
ur og andleg mögnun um ókomnar aldir.
Pétur Sigurðsson.
Hnefaréttur og hópsamtök
Eftir skólastjóra Hólaskóla, Gunnari
Bjarnasyni, hafði eitt dagblaðanna fyrir
skömmu orð á þessa leið:
„í öðru lagi tel ég, að í atburðarásinni
birtist afleiðingar af uppeldisvenjum þess-
arar kynslóðar, þar sem drengskapur og sið-
gæði eru að verða óljós hugtök meðal æsku-
fólks, en hnefaréttur og hópsamtök eru orð-
in mikilvægari í samskiptum manna en lög
og réttur.“
Einu sinni var vakað yfir túnum á íslandi,
Vökum við nú yfir þjóðlífsakrinum til þess
að stugga bitvarginum frá — þeim öflum,
sem mestum skemmdum valdi í þjóðarupp-
eldinu? Ræktum við akurinn samvizkusam-
lega?