Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 5
EINING 5 \ ocf 1/ SUMARMÁL Ritstjórn blaðsiöunnar: Guðmundur I’órarinsson og Rinar Hanncsson. Ánægjulegt Jaðarsmót Hið árlega Jaðarsmót ÍUT var lialdið 17. og' 18. ágúst s.l. Að venju voru tjaldbúðir um helgina og skemmtikvöld inni að Ja'Sri á laugardag og kvöldvaka og dans ú sunnu- dag'skvöldið. Var húsfj'llir bæði kvöldin. A sunnudag var guðsþjónusta, séra Áre- líus Nielsson prédikaði. Síðar run daginn var dagskrá með fjölbreyttum atriðum. Þar kom fram 20 manna hópur erlendra gesta úr vinnubúðum þjóðkirkjunnar undir stjórn Vil- hjálms Einarssonar, kennara, Þjóðdansafélag- ið sýndi þjóðdansa og nokkrir félagar úr Ármanni sýndu glímu og hráskinnaleik og Ómar Ragnarsson skemmti með söng og lát- bragíisleik. A 6. hundrað manns sóttu mótið að þessu sinni, en þetta var í sjötta skiptið, sem IUT stendur fyrir slíku móti. að Jaðri. -K -K -X íslenzkir ungtemplarar héldu 5. ársþing sitt að Jaðri 16. ágúst s. 1. Á þinginu mættu 16 fulltrúar auk stjórnar sambandsins. Forseti þingsimis var Grétar Þorsteinsson, en ritarar þess María Árelíusdóttir og Gunnar Þorláks- son. I þingbyrjun flutti Ulfar Ragnarsson, læknir afar athyglisvert og fróðlegt erindi um áfengismál. Þingið gerði nokkrar samþykktir. Þar er skorað á löggæzlu landsins að framfylgja settri löggjöf fastara og með réttlátum refs- ingrnn og viðurlögum gagnvart lögbrotum um útvegun og veitingar áfengis handa ungu fólki. Aukið eftirlit Þingið leggur til að aukið verði eftirlit með skemmtistöðum í Revkjavík og nágrenni borgarinnar, því reynslan sannar, að þar er þörfin mest. Þá skorar þingið á opinbera aðila að koma liið allra fyrsta í framkvæmd vegabréfaskyldu ungs fólks. -X— Hættið að veita áfengi Ársþingið skoraði á stjórn lands og borg- ar að afnema áfengisveitingar í opinberum veizlum og liópferðmn opinberra starfsmanna, þar sem það gefi æskufólki hið versta for- dæmi. -X-- Styðjum þeldökka i S-Afríku Þingið samþykkti að lýsa yfir eindregnum stuðningi við tilmæli Æskulýðssambands Is- lands þess efnis, að íslendingar taki til al- varlegrar athugunar að liætta öllum viðskipt- um við S-Afríku vegna kynþáttamisréttisins í landinu. -X— Þakkir til borgarstjórnar Ársþing lUT 1963 þakkar borgarstjórn Reykjavíkur fyrir veittan stuðning við æsku- lýðsstarfsemi ungtemplara. í stjóm samtakanna fyrir næsta starfsár vora kosnir: formaður séra Árelíus Níelsson, varaformaður Grétar Þorsteinsson, ritari Gunnar Þorláksson, gjaldkeri Kristinn Vil- hjálmsson, fræðslustjóri Jóhann Larsen, Sig- urður Jörgensson og Einar Hannesson. íþróttakeppni Hinn 25. ágúst s.l. fór fram að Jaðri keppni milli Hreppamanna og ÍUT í frjáls- um íþróttum. Sigruðu Hreppamenn glæsilega að þessu sinni. Ungtemplarar hafa liaft ánægjulegt sam- starf við meðlimi ungmennafélaganna í Gnúpverja- og Hrunamannahreppi í Ámes- sýslu. Hefur verið efnt til íþróttakeppni með félögum úr samtökunum. Eyrsta keppnin fór fram austur í Gnúpverjahreppi, næst að Jaðri og þriðja keppnin austan fjalls sum- arið 1962 og hin fjórða nú í sumar að Jaðri. Hafa ungtemplarar sigrað tvisvar og hreppa- menn tvisvar. Næsta keppni verður austan fjalls sumarið 1964. Síra Árelíus Níelsson Forðið unglingunum frá jbessu Fréttir úr heimi lœknisírœðinnar heitir grein, sem Morgunblaðið birti 18. september 1963. Þar er sagt á þessa leið: + „500 látast vikulega úr lungnakrabba. Fyrir skömmu ræddi lávarðadeild brezka jnngsins lungnakrabba og sígarettureylungar í Bretlandi. Við umræðumar kom fram, að nú lútast 500 menn á viku úr lungnakrabba í landinu, það er að segja 1 maður á 20 mínútna fresti. Á áranum frú 1920 til 1962 hefur sala sígaretta í Bretland aukizt úr 36,- 000 milljónum á ári í 110,000 milljónir á ári. Á sama tíma hafa dauðsföll af völdum lungnakrabba aukizt úr 592 í 26.358 á ári. Talið er að fjölgun skráðra dauðsfalla af völdum lungnakrabba stafi að nokkra leyti af nákvæmari sjúkdómsgreiningu á síðari ár- um.“ ' Vitnisburður margra þjóða um þetta mikla alvörumál er orðinn svo sterkur, að varla er unnt að sniðganga hann. Hverjir vilja nú hér á landi ganga fram til forastu og kalla til liðs við sig sóknreifa breiðfylkingu manna, helzt ungra manna, til þess að hnekkja sem mest valdi reykingavanans, þessa skaðlega vana, sem gerir menn að þrælum og stofnar í liættu heilsu og lífi geigvænlega margra nú orðið. ? Hér er þörf raunhæfra aðgerða. * Afengisverzlun lokað Ársjiingið leggur til að áfengisverzlun rík- isins verði lokað um ákveðinn tíma t.d. einn oða tvo mánuði, svo unnt verði að rannsaka vísindalega livaða áhrif jrað hefur á siðferð- isástand þjóðarinnar og æskunnar, glæpi og slys. Þingið hvetur til þess að aukið verði eft- irlit með hópferðum og telur að ekki ættu að leyfast hópferðir, nema undir fararstjóm fullorðins fólks, sem kvnnir sér ferðalagið, takmark þess og framkvæmd, svo að það geti orðið til gagns og gleði þáttakendum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.