Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 11

Eining - 01.10.1963, Blaðsíða 11
EINI NG 11 Hve mikils virði er mannslífið Sem betur fer virðist allur þorri manna unna slysavörnum og vilja leggja þeim lið. Þar er þó ein undan- tekning. Þjóðfélagið virðist kærulaust um það, þótt allmargir menn farizt af völdum áfengisneyzlu. Síðast liðið vor misstum við 4 unga menn í sjóinn, ekki á hinn venjulega hátt, er sjómenn far- ast. Samkvæmt eftirmælum um suma þessara manna hefur fráfall þeirra ver- ið mikill skaði. Líklega er það vegna hluttekningar við vandamenn í slíkum tilfellum, að blöð hlífast við að nefna hinn raunverulega skaðvald — áfengið, en almenningur veit þó hið rétta. Full þörf væri þó, að skrifa sem flest það á reikning áfengispúkans, sem hann á sök á. Sem flestir þurfa að fá að vita það, gæti þá svo farið að menn vöknuðu betur. Þessir fjórir ungu menn, sem hér er minnst á, eru ekki nema örlítið brot af öllum þeim mannslífum, sem íslenzka þjóðin tapar af völdum áfeng- isneyzlunnar, og svo er þetta um allan hinn menntaða heim. Erlent blað sagði frá því nýlega, að í einu Norðurlandanna hefðu börn geng- ið fram á tvo unga menn, sem lágu úti á víðavangi, sem dauðir væru. Þegar lögreglan kom á staðinn, varð hún þess vör að annar maðurinn var dáinn, en hinn var meðvitundarlaus. Áfengis- eitrun hafði verið þarna að verki. Marg- ar tómar áfengisflöskur lágu á staðn- um. Hinum mesta slysavaldi í heimi manna auðsýna þjóðir og ríkisstjórnir þeirra enn fullkomið umburðarlyndi. Hve margar áfengisflöskur þarf einka- lorræna bindindisþingið.... Framhald af bls. 4. Milli þess sem ræður voru fluttar var hljóðfærasláttur og söngur. Að síðustu var svo safnast saman í göngum þeim hinum miklu, sem fyrr voru nefndir, og notið hressingar, eftir því sem hver óskaði. Hittust þar góð- kunningjar og vinir frá fyrri bindind- isþingum og kynni hófust við aðra, sem nú eru farnir að láta til sín taka í bind- indishreyfingu þessara frændþjóða. Þetta hafði verið ánægjulegt kvöld og því lauk með fagnaðarfundi. (Frh. í næsta blaöi). sala ríkisins á íslandi að selja, nýjum fórnarlömbum til falls, til þess að hafa af þeim flöskum þann ágóða í krónu- fjölda, sem líf hinna fjögurra ungu manna, sem nefndir voru, yrði metið? Hvað svo ef allt væri talið? Háskólamaður í Ástralíu, dr. D. A. Cameron segir að þar í landi tapist iðn- aðarframleiðslunni það sem svarar til 241 milljón dollara árlega, vegna drykkjuskapar manna. Fjármálaráðherra Indlands segir, að markmið stjórnarinnar sé algert áfeng- isbann í öllu Indlandi árið 1966. Vakningaprédikarinn Billy Graham lét tímarit í Bandaríkjunum verða af með 13,000 dollara vegna þess, að tíma- ritið hafði birt heilblaðsíðu-áfengisaug- lýsingu í sambandi við grein um hann, en þar er hann sagður hafa kallað áfeng- issöluna „leikvettvang djöfulsins." í Ástralíu er sagðir 300,000 áfengis- sjúklingar. Áfengisreikningur Queens- lands árlega er 40 milljónir sterlings- punda. Það eru 30 pund á hvert manns- barn í fylkinu. í Suður-Afríku eru 23 af hundraði áfengissjúklinganna mæður. Svo segir í skýrslu áfengismála þar. 1 Perú eru sagðir 200,000 algerir á- fengissjúklingar, og kosta þeir landið árlega 10 milljónir dollara. -J^Ceppn ió Itjd íœ <$i cf Því miður hefur ritstjóra blaðsins láðst að merkja sér dagsetningu og úr hvaða blaði hann hefur tekið eftirfar- andi úrklippu (sennilega Tímanum). En hún sýnir hve geigvænlegt allt nútíma- brjálæðið er, öll hin fáránlega keppni og svo margt og margt. Vísdómsorð ritningarinnar hefur aldrei átt betur við en á þessari öld: „Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóð- um.“ — „Það er Berghe von Trips greifi, sem ekur inn í beygjuna á rauða Ferrari- bílnum á 180 km. hraða. Rétt á eftir honum kemur ungur Englendingur í Cooper Lotus. Bíll hans snertir aðeins við bíl greifans með þeim afleiðingum, að hann rennur út af brautinni, þýtur í gegnum stálvírsgerði og flýgur yfir skurðinn, sem ætlaður er til að halda áhorfendunum í öruggri fjarlægð. Von Trips kastast út úr bílnum og þeytist 30 metra í gegnum loftið. Hann lætur lífið á stundinni — og 14 áhorfendur verða fyrir hlutum úr bílnum og deyja samstundis. Kappaksturinn heldur áfram, hinir dauðu eru dregnir til hliðar og breidd yfir þá dagblöð. 10. september 1961. Þessa dags mun lengi verða minnzt. Stærri og hrylli- legri slys hafa átt sér stað í sambandi við kappakstur, það stærsta er senni- lega slysið, sem varð í Le Mans árið 1955. Og yfirleitt hefur dauðinn upp- skorið ötullega á evrópskum kappakst- ursbrautum. En slysið á Monzabraut- inni verður a. m. k. áreiðanlega minnzt af einhverjum mesta bílaframleiðanda heimsins, Enzo Ferrari. Ferraribílar eiga ekki framar að taka þátt í Grand Prix keppni.“ Helftin af afbrotaunglingum 1 Frakk- landi er frá drykkjumannaheimilum, 60 af hundraði glæpamannanna eru drykkjumenn og drykkjumenn valda 40 af hundraði umferðarslysanna. Einn af hverjum þremur landsmanna á aldr- inum 35—50 drepur áfengisneyzlan. (Þetta er landið, sem á að vera „fyrir- mynd í áfengismenningu." Þýðandinn). Alert. -X— Leiðrétting: Á blaðsíðu 15 í síðasta tbl. Einingar er sagt, að í Bretlandi munu vera 350 ofdrykkjumenn. Á að vera 350,000. Þá hafði fallið niður , í upptalningu á fram- kvæmdanefnd Stórstúku Islands, nafn Sigurðar Gunnarssonar, kennaraskólakennara, en hann var gæzlumaður unglingastarfs stórstúkunnar. 1=1 Hjúskapurinn Skaparinn gerði þau, hann og hana, og hélt að þeim mundi verða rótt, en þau hafa gert sér það að vana, að þreyta hvort annað dag og nótt. [=i Vægðu hjarta þínu Nú margfaldast hraðinn hér og þar, en hjarta mannsins er eins og það var Því virða skyldir þú varnarorð mitt: að vera góður við hjarta þitt. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.