Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 2
2
EINING
Fyrrverandi stórtemplar,
Benedikt S. Bjarklind.
við að láta okkur nægja í öll skipti, bæði
varðandi það, sem komið var og síðar
kom, hinn afmælda skammt, en hann var
góður.
Næst kom dálítið nýstárlegur þáttur:
Raddir úr hópnum. Lásu nokkrir menn
mjög stutta kafla úr ræðum látinna
merkismanna, og birtir blaðið sennilega
eitthvað af þeim bráðlega.
Ekki verður sagt, að dregið hafi úr
þrótti fundarefnisins, því að nú steig
á pallinn okkar alkunni, vinsæli og Ijúf-
mannlegi óperusöngvari, Guðmundur
Jónsson, og honum mistókst sannarlega
ekki. Söng hans var ákaft fagnað og
vildu menn fá meira, en honum varð
ekki umsnúið fremur en harðsvíruðum
syndara.
Hér lauk þá auglýstri efnisskrá. Var
þá aðeins eftir, að stórtemplar las öll
heillaskeytin, sem reglunni höfðu borizt,
en þingtemplar mælti að síðustu nokkur
orð og þakkaði öllum, sem eitthvað höfðu
lagt til þess að fundurinn gæti orðið sem
ánægjulegastur og minningamerkur, og
mun öllum fundarmönnum þótt, að vel
hafi tekizt. Var svo setzt að kaffiborð-
um í báðum sölunum.
Hin samfellda útvarpsdagskrá.
Að kvöldi dags afmælisdaginn 10. jan-
úar, lét ríkisútvarpið framkvæmda-
nefnd Stórstúku íslands í té klukku-
stund til að flytja samfellda dagskrá.
Var hún aðallega spurningaþættir og í
upphafi þeirra og á milli einsöngur, kór-
söngur og barnasöngur. Hér verður
birt eitthvað af svarþáttum þeirra
manna, sem komu fram í þessari sam-
Hús þetta er nú og hefur verið undanfama wratugi samkomuhús Akur-
eyrarbxjar. Það er templarahúsið þar frá fyrri árum reglunnar og sýnir
enn stórhug templa/ra á árum bjartsýninnar.
Stórtemplar,
Ólafur Þ. Kristjánsson.
léku nokkur lög, en foringi þeirra, kenn-
ari og stjómandi er Paul Pampichler,
og virtist þessi sjálega hljómsveit draga
öll dám af prúðmennsku og ljúfmennsku
stjórnandans. Leik hljómsveitarinnar
var vel fagnað og var skemmtun hennar
ágæt.
Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri
og stórtemplar, steig þá í ræðustólinn
og flutti gagnort og ágætt minni regl-
unnar. Og enn komu aðfengnir góðir
skemmtikraftar þar sem var kirkjukór
Langholtssafnaðar. Hann söng nokkur
lög undir stjórn kirkjuorgelleikarans,
Mána Sigurjónssonar. Hvað eftir annað
reyndum við með dynjandi og þrálátu
lófataki að knýja þessa góðu skemmti-
krafta til þess að snúa inn á söngpall-
inn aftur, en það tókst ekki og urðum
„Borgarstjórn Reykjavíkur sendir
Stórstúku íslands beztu árnaðaróskir í
tilefni af 80 ára afmæli góðtemplara-
reglunnar á íslandi, og þakkar merk og
mikilvæg störf í þágu borgarinnar“.
Geir Hallgrimsson.
Skeytin frá hinum háu embættis-
mönnum voru öll með líku orðalagi.
Reglunni eru þar þökkuð „ómetanleg“
störf í þágu þjóðmenningar, siðgæðis
og félagsmála. Og er þetta allt fagur
vitnisburður þessara merku manna, sem
við þökkum innilega, en munum ekki
miklast af, því að vel er okkur ljós van-
máttur okkar og ýms vandkvæði í starfi,
þótt viljinn sé góður.
Afmælisfundurinn
Þingstúka Reykjavíkur, sem er sam-
starfsstúka allra stúknanna í borginni,
efndi til afmælisfundar laugardags-
kvöldið 11. janúar. Kom þá í ljós, eins
og oft áður, hve brýn er þörf reglunnar
á nýjum og rúmgóðum húsakynnum, því
þótt salurinn í gamla Góðtemplarahús-
inu sé rúmgóður og vistlegur, að þessu
sinni skreyttur einnig, var hann svo
þéttsetinn, að fleiri máttu vart vera, ef
ekki óþægileg þrengsli áttu að vera þar.
Fundinum stjórnaði þingtemplar,
Indriði Indriðason, rithöfundur. Sung-
inn var sálmurinn, „Þú guð ríkir hátt
yfir hverfleikansstraum“. Gæti hver
kirkjusöfnuður vel unað jafnhressi-
legum og almennum söng. Þar næst
flutti þingtemplar ávarp. Gekk svo í
salinn mjög sjáleg sveit ungra sveina,
20—30 talsins. Allir báru þeir skínandi
blásturshljóðfæri, sem sum virtust
næstum stærri en sveinarnir er báru
þau. Fallega klæddir, allir í dökkum bux-
um og hvítum skyrtum og með snotran
höfuðbúnað, stigu þeir á leiksviðið og