Eining - 01.01.1964, Blaðsíða 6
6
EINING
fer lítið fyrir framlagi hins opinbera
— allt of lítið. Tímarnir eru breyttir
frá því, sem áður var. Nú kostar allt
peninga — miklar fjárfúlgur. Og starf
bindindishreyfingarinnar getur ekki
borið nema takmarkaðan árangur, nema
hún hafi yfir nægilegu fé að ráða til
þess að hafa í þjónustu sinni hæfilega
marga fastráðna menn. Ekki skortir
verkefnin. Alls staðar er verk að vinna“.
Hér lýkur að mestu máli þeirra
þriggja manna, sem fyrstir komu fram
í hinni samfeldu dagskrá útvarpsins.
Milli hins mælta máls var einsöngur,
kórsöngur og söngur bama. Hér með
er svo ekki öll saga, en þetta er þegar
orðið langt mál og verður því að bíða
næsta blaðs, sem ótalið er, bæði varð-
andi æskulýðsstarfsemina og þátturinn
frá Akureyri, sem sízt má verða út-
undan, því að þar stóð vagga reglunnar.
Saga reglunnar hefur oft verið rakin
hér í blaðinu og frá starfi hennar sagt
bæði fyrr og síðar, verður það því ekki
rakið hér nánar að þessu sinni. Von-
andi á þáttur hennar í menningarlífi
þjóðarinnar eftir að verða framvegis
eins og áður mikill og blessunarríkur.
Til þess biður blaðið henni blessunar
drottins og velvildar allra góðra manna.
-K >f -X
Myndirnar á opnunni hér að framan eru til að
minna á, í sambandi við þetta merkisafmæli
reglunnar, að einn veigamikill þáttur í starf-
semi hennar hefur jafnan verið æskulýðsstarf-
semin.
Frá Tómstundaheimili ungtemplara í Reykjavlk.
Góðtemplarareglan
Hvað er reglan? —
Það fólk, sem ekki gat illu vanizt,
en eymdin til hjarta gekk,
og hét að berjast gegn bölvun hennar
og brjóta hvern þrældómshlekk,
að afhjúpa guðlaust athæfi þeirra,
sem afla sér fjár á þá leið,
að byrla mönnum þær banvænu veigar,
sem búa þeim kvöl og neyð.
Hvað er reglan? —
Uppreisn gegn vondum og óhollum siðum
og öllu, sem spillir þjóð,
en af því er skæðast til eyðingar flestu
það eiturdrykkjanna flóð,
sem flæðir um löndin og fellir og brýtur
jafnt frumkvist sem efldasta hlyn
og varpar heimilishamingju manna
í hræsvelgsins opna gin.
Hvað er Reglan? —
Samtök manna, sem meinin sáu
og manninn, er særður lá
og rúinn við veginn, þar ræningjar höfðu
ráðist hann saklausan á. —
Þeir Samverjans fagra góðverk gerðu
og græddu hans djúpu sár.
Og það hefur verið þeirra iðja
að þerra hin beisku tár.
Hvað er Reglan? —
Vígðar og þjálfaðar siðbótasveitir
með sannleikans bjarta hjör
og alvæpni guðs, til að eiga sér vísa
óslitna sigurför,
sú liðsveit, sem einatt ámæli hlýtur
frá unnendum nautna og prjáls,
en mótspyrnu alla á bak aftur brýtur,
er blessuð af guði og frjáls.
Hvað er Reglan? —
Samtök manna, sem hugsjón hæstri
helguðu sérhvern dag,
og iðju þeirri að efla á jörðu
allsherjar bræðralag,
að uppræta meinið meinanna versta,
þá mannkyns háðung og kvöl,
sem manndómi eyðir, myrðir og spillir,
og margfaldar kynslóða böl.
Hvað er Reglan? —
Alþjóðasamtök, sem að því stefna,
að algáð verði hver þjóð
og hervélar brotnar, svo hætti að streyma
í heiminum saklaust blóð.
En brennd öll „harkmikil hermannastígvél",
og hergögnum breytt í plóg,
svo enginn búi við örbirgð né þrælkun,
en aflað, svo hver hafi nóg.
Hvað er Reglan? —
Alþýða manna af öllum stéttum,
sem ala í brjósti þá von,
að guð muni heiminum gefa þær mæður,
sem geti svo fóstrað hvern son,
að hér verði betri og batnandi heimur,
og bróðernið fái völd,
svo upp renni sannleikans sæluríki
með sigursins veglegu gjöld.
Á Islandi hefur hún áttatíu
ár staðið helgan vörð
um helgidóm þann, sem öll blessun á byggist
og beztur er hér á jörð:
Um vöggu barnsins og heimilishelgi,
og hamingju náungans,
um frelsi þjóðar og framtíð hennar,
og framtíð hins unga manns.
Pétur Sigurðsson.