Eining - 01.01.1964, Síða 8
8
EINING
/------------------------------------------------------------------■'l
TiTATTJSJC^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
VJ-L V vJ menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrkfrá ríkinu og Stórstúku
íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956
k..________________________________________________________________J
Nokkur orð til kaupenda
blaðsins
Um leið og ritstjóri blaðsins óskar
ykkur öllum, kaupendum og lesendum
þess, allra heilla á nýja árinu og
blessunar drottins, og þakkar góð við-
skipti liðinna ára, verð eg að ræða við
ykkur nýtt vandamál.
I þjóðfélagi, þar sem erfitt er að
komast áfram með ýms störf vegna
verkfalla og sífeldra frídaga og tylli-
daga, og verðlag stendur aldrei í stað,
væri sjálfsagt réttast að láta ógert allt,
sem unnt er.
Þessi rúm 20 ár, sem eg hef séð
um blaðið, hef eg aldrei staðið jafnhik-
andi og nú við nein áramót. Sú spurn-
ing hefur sótt á mig, væri ekki réttast
að leggja blaðið niður? Myndi nokkur
syrgja? Og myndi ekki öllu jafnborgið
eftir sem áður? Sjálfur gæti eg senni-
lega sætt mig við þetta, en beztu sam-
Framhald af 7. bls.
taka fjörkipp. í þeim tilgangi hefði
stjóm þess lagt fram hér á ráðstefn-
unni tillögur um framtíðarverkefni
þess.
Formaður sagði, að æskulýðurinn í
Reykjavík yrði oft fyrir hörðum áfell-
isdómi, þótt mestur hluti hans væri
glæsilegt og gáfað fólk, og verðskuld-
aði ekki slíka dóma yfirleitt. Þessu áliti
gæti unga fólkið breytt með samstöðu
sinni um að útiloka ósómann og skipa
sér heiðurssess. Það þyrfti að skipa sér
í félögin og gera bandalagið að þeim
aðila, sem kæmi fram fyrir hönd ung-
menna með óskir þeirra og framkvæmdi
þeirra áhugamál. Þá myndi æskulýður
Reykjavíkur eiga gott mannorð hjá
borgarbúum og allri þjóðinni.
Að loknum framsöguerindum urðu
fjörugar umræður. Kom þar í ljós mik-
ill áhugi á því, að markvisst yrði unn-
ið að þeim málefnum, sem stjórn banda-
lagsins hefði lagt fyrir ráðstefnuna.
Ársþing bandalagsins verður haldið í
febrúar n. k. og verður þá tekin ákvörð-
un um framtíð þess.
herjar mínir taka ekki undir við mig
um þessa lausn málsins, en við stönd-
um andspænis nýjum vanda, sem verð-
ur að leysa á einhvern hátt.
Þjóðarbúskapurinn er slíkur, að ekk-
ert lát verður á kaupskrúfunni og verð-
hækkun á flestu eða öllu. Sumir fá
miklar launahækkanir og fjöldi manna
virðist hafa góð auraráð, en þeir munu
þó allmargir, sem búa við fremur þröng-
an kost.
Mörg undanfarin ár hefur Isafoldar-
prentsmiðja verið svo gestrisin og góð-
viljuð við blaðið, að prenta það langt-
um ódýrara en verðlag gerir ráð fyrir,
en ekkert fyrirtæki getur lifað á góð-
semd. Nú er því svo komið, af ýmsum
ástæðum, sem flestir munu skilja og
óþarft er að nefna, að pappír og prent-
kostnaður hækkar um helming, ef ekki
meira, sama er orðið um póstgjald.
Fyrir örfáum árum kostaði útsending
blaðsins ekki nema 3—4 hundruð kr.
en nú er það komið á 9. hundrað mánað-
arlega, og þannig er þetta allt í sam-
UT-félag í Garðinum
I Garðinum eru um 30 félagar í hinni
nýju ÍUT-deild. For maður er Ragn-
heiður Hjálmarsdóttir, 15 ára.
Við bjóöum báðar deildirnar velkomn-
ar í hóp ÍUT-deildanna, sem eru orón-
ar 9 talsins.
* >f *
Ungtemplarafélag í Sandgerði
í haust voru stofnuð tvö ný ungtempl-
arafélög hér Sunnanlands, annað í Sand-
gerði en hitt í Garðinum. Bæði félögin
starfa innan vébanda undirstúknanna á
stöðunum. Á stofnfundinum í Sandgerði
gerðust 23 ungmenni félagar. Formað-
ur var kosinn Einar Sigurður Sveins-
son, en hann er 15 ára gamall.
* >f -K
SBS stofnað í Englandi
Hliðstæð samtök sambandi bindinis-
félaga í skólum eru í undirbúningi í
Englandi. Fyrir nokkru var stofnað
bandi við blaðið. Hér er því aðeins um
tvennt að ræða: leggja blaðið niður eða
hækka árgjald þess um helming, úr
50 í 100 kr. Þetta vex auðvitað ekki
þeim kaupendum í augum, sem um
margra áraskeið hafa greitt 100 kr.
fyrir árganginn, og einstöku miklu
meira. En svo eru hinir mörgu, sem
minni ráð hafa ?
Líklega verðum við þó að gera til-
raun með blaðið og sjá, hvernig þess-
ari verðhækkun verður tekið, en þess
vil eg biðja alla viðskiptamenn blaðs-
ins, sem af þessum ástæðum kunna að
vilja segja því upp, að láta mig vita
það, sem allra fyrst, svo að við getum
áttað okkur á hvar við stöndum með
blaðið.
Aldrei hefur dálítill hópur kaupenda
sýnt blaðinu meiri velvild en sl. ár og
flestir staðið vel í skilum, aðeins örfáir
líklega gleymt að borga síðasta árgang.
Mér er það ákaflega ógeðfelt, að þurfa
í annað sinn að breyta verðlagi blaðs-
ins, en meinþróun fjármála þjóðarinn-
ar bitnar á flestum börnum hennar.
Að svo mæltu endurtek eg hinar beztu
heillaóskir mínar til ykkar allra, um
blesunarríkt nýtt ár, og þakka öll góðu
bréfin, góð kynni og viðskipti liðinna
ára. Góðvild manna á ævinlega innileg-
ustu þakkir skilið.
Pétur Sigurðsson.
fyrsta bindindisfélagið af þessu tagi þar
í landi. Þetta skref var stigið fyrir til-
stuðlan alþjóða hástúkunnar, en þeir,
sem unnu að því að koma félaginu á
stofn, voru formaður sambands bind-
indisfélaga í skólum í Svíþjóð og rit-
ari IOGT þar í landi.
Stofnun nefndra samtaka í Englandi,
er talið mjög mikilvægt með tilliti til
þess að fjöldi nemenda frá Afríku og
Asíu stundar skólanám í Englandi.
Gefst þar með færi á að ná sambandi
við námsmennina í því skyni að vinna
þá til fylgis við bindindismálið, að þeir
geti síðan starfað að slíkum málefn-
um í heimalandinu, að námi loknu.
-X >f *
Vakin skal athygli lesenda blaðsins á
því, að þetta tölublað gildir fyrir mánuð-
ina janúar og febrúar, og: er 16 bls., sem
annars hefði verið aðeins 12. I’etta er
gert til þess að komast á rétta áætlun
með blaðið, því að prentaraverkfallið
raskaði henni svo mjög. Einnig er þetta
gert af sparnaðarráðstöfun, því að, eins
og greint er frá á öðrum stað í blaðinu,
hækkar nú allur kostnaður við blaðið um
meira en helming.