Eining - 01.01.1964, Qupperneq 9
EINING
9
o>oooooooooooooooooooooooooooo<xxx>
I Wtt keitaya yléí I
X Kenn mér, drottinn, vegu laga þinna, X
Iv að eg megi halda þau allt til enda. V
Veit mér skyn, að eg megi halda lögmál þitt X
og varðveita það af öllu hjarta. Y
Leið mig götu boða þinna, X
því að af henni hef eg yndi. X
Beyg hjarta mitt að reglum þínum, X
en eigi ranglátum ávinningi. 0
Snú augum mínum frá því að horfa á hégóma. X
— Sálm. 119,33-87. 0
Væri ekki hyggilegt að ganga inn í hið nýja ár X
með þessa bæn sálmaskáldsins hebreska í huga og X
hjarta: Bæn um vísdóm til að ástunda réttlæti, fyrir- X
líta „ranglátan ávinning“ og snúa augum sínum „frá X
því að horfa á hégóma?“ 0
Um áramótin 1940, styrjaldarárin, flutti konung- X
ur Englands ræðu og fór þá með nokkrar setningar v
eftir óþekktan höfund. Orð þessi vöktu athyggli X
manna um allan heim, blöðin ræddu þau og klerkar Y
notuðu þau í ræðum sínum. Orðin voru þessi: X
„Ég sagði við manninn, sem stóð við inngang hins X
nýja árs: Ljá mér ljós, að eg geti gengið öruggur X
og óhultur inn í hið ókunna. Og hann svaraði: „Gakk X
út í myrkrið og legg hönd þína í hendi guðs. Það X
skal reynast þér betra en ljós og öruggara en vel X
kunnur vegur“. Y
c>ooooo<c>ooooooo<c>ooo<ooooooooooooooo
Dr. Richard Beck:
Vestan úr heimi heyröist skot, —
þá hrökk þessi álfa við.
þeim áhrifamiklu orðum (í þýðingu Einars Benedikts-
sonar) hefst stórbrotið kvæði Henriks Ibsens „Víg
Lincolns". Þessar ljóðlínur hafa dunið mér í eyrum,
eins og dimmróma klukknahljómur, síðan harmafregnin
mikla um víg Johns F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, skall
eins og reiðarslag úr heiðskíru lofti yfir amerísku þjóðina,
og barst að kalla samstundis um gjörvallan heiminn.
Þess vegna er það ekki ofmælt, að skotið hatramlega, sem
lagði Kennedy forseta að velli í blóma aldurs og mitt í mik-
ilvægu starfi hans í þágu frelsis og friðar í heiminum, hafi
eigi aðeins haft þau áhrif, að Norðurálfan hrökk við, heldur
hafi hið sama mátt segja um aðrar álfur heims, þegar það
skotið heyrðist „vestan úr heimi“ (svo að haldið sé orðalagi
Ibsens), er varð hinum unga, glæsilega og fjölhæfa forseta
Bandaríkjanna að fjörtjóni langt um aldur fram. Hvarvetna
fylltust hugir manna djúpri sorg og saknaðarkennd. Menn
og konur víðsvegar um heiminn, í milljóna tali, fundu til
þess, að heilhuga, djarfyrtur og áhrifaríkur mannvinur,
friðarvinur og frelsis, væri hniginn til moldar.
ÞAKKARÁVARP
Nú þegar ég er flutt frá Islandi til búsetu á ný í föður-
landi mínu Danmörku, vil ég þakka vinum, samstarfsmönn-
um og venzlafólki viðkynningu á liðnum árum.
Á árunum 1950 til 1954 er ég stundaði kennslu á íslandi,
eignaðist ég marga vini meðal kennara og nemenda víðs
vegar á Islandi. Síðar er ég stofnaði heimili í Reykjavík
með manni mínum Benedikt S. Bjarklind stórtemplar, eign-
aðist ég marga vini sem mér er ljúft að minnast. Við fráfall
hans 6. september síðastliðinn fann ég gleggst styrkleika
þeirrar vináttu, í þeirri margvíslegu samúð er mér var sýnd
í sambandi við útför hans og minningarathöfn.
Úr fjarlægð sendi ég öllum vinum okkar mína hjartanleg-
ustu kveðju og þakkaróskir. Sérstaka alúðarþökk sendi ég
Stórstúku íslands og reglusystkinum okkar, fjölskyldu hans
og vinum f jær og nær. Megi hugsjón bindindis og bræðralags
eflast og blessun Guðs vaka yfir þeim störfum.
Gleðilegt nýtt ár, lifið heil.
Elsa Bjarklind
öster Sögade 32, Köbenhavn K.
-X
I Bandaríkjunum sjálfum hefir því vafalaust almennt
verið þannig farið, að samhliða þjóðarsorginni yfir vígi for-
setans hafi hugir manna fyllst biturri gremju og blygðun-
artilfinningu, að ekki sé sagt, heilagri reiði, yfir því, að slíkt
níðingsverk skyldi unnið vera í landi þeirra, og sagan endur-
taka sig á hinn ömurlegasta og átakanlegasta hátt. Sjálf-
sagt hafa sambærileg örlög Abrahams Lincoln orðið þús-
undum rík í huga, eigi síður en þeim, er ritar þessi fátæk-
legu minningarorð um Kennedy forseta.
Hörmuleg fréttin um víg hans snerti sérstaklega næma
strengi í hugum okkar kennara og stúdenta á Ríkisháskól-
anum í Norður-Dakota, því að einungis tveir mánuðir eru
liðnir síðan Kennedy forseti flutti ræðu fyrir miklu fjöl-
menni í háskólanum. Mun sú ræða okkur öllum minnisstæð,
er á hann hlýddu og þá eigi síður forsetinn sjálfur.