Eining - 01.01.1964, Síða 10
10
EINING
SKÓLAMÚT í SINDRABÆ
Hinn 8. des. síðastliðinn var haldið
skólamót á Höfn í Hornafirði í hinu
nýja og glæsilega samkomuhúsi þar,
Sindrabæ. Til mótsins komu svo að
segja öll börn á skólaskyldualdri í sýsl-
unni utan börnin úr öræfum, en það-
an er löng og oft torsótt leið yfir úfin
vötn og ægisanda. — Auk þess bauð
félag Áfengisvarnanefnda sýslunnar,
sem fyrir mótinu stóð, stjórnum kven-
félaga, kennurum, formönnum ung-
mennafélaga, skólanefndarmönnum og
að sjálfsögðu áfengisvarnanefndar-
mönnum til mótsins.
Mótið var sett klukkan 2 eftir há-
degi. Fallegur, stór hópur prúðbúinna
barna fyllti stóra salinn í húsinu, ásamt
hinum fullorðnu gestum, sem voru fáir
í samanburði við börnin. Munu þátt-
takendur hafa verið hátt á þriðja
hundrað talsins í allt.
„Góðan vin að garði bar“, þar sem
var Pétur Björnsson erindreki, en hann
kom til okkar með erindi og kvikmyndir,
og var sérstök ánægja og uppörfun að
komu hans.
Mótið hófst á ávarpi formanns Fé-
lags áfengisvarnanefnda. Síðan komu
barnahóparnir úr hinum ýmsu skóla-
hverfum, hver með sín skemmtiatriði.
Þau sýndu leikfimi, lásu upp ljóð og
sögur sögðu fram kvæði, sýndu leik-
þætti, höfðu spurningaþætti, barnakór
söng á leiksviðinu o. s. frv. Á milli
þátta var almennur söngur. Ræður
fluttu prófasturinn, séra Skarphéðinn
Pétursson í Bjamanesi og Pétur Bjöms-
son erindreki. Sá síðamefndi bauð börn-
unum að veita þeim verðlaun, fyrir
beztu ritgerð um það, sem fram fór á
mótinu. Kaffihlé var gefið um fjögur
leytið og bauð fél. áfengisv.nefnda öll-
um viðstöddum kaffi. Var tvískipt í
kaffistofuna og börnunum sem biðu
sýnd stutt kvikmynd meðan drukkið
var.
Gunnar Snjólfsson, hreppsstjóri í
Höfn sleit mótinu með stuttri en snjallri
ræðu.
Allt fór mótið vel fram. Börnin voru
ánægð, glöð og prúð og dagurinn allur
hinn ánægjulegasti.
Um kvöldið sýndi leikfélagið á Höfn
leikinn „Klerkar í klípu“ með barna-
sýningarverði, svo aðkomubörnin gætu
fengið tækifæri til að sjá leikinn í leið-
inni. Á meðan sátu áfengisvarnanefnd-
armenn á aðalfundi Fél. áfengisvarna-
nefnda, og nýttist þannig dagurinn hið
bezta, og ég vona að hann hafi orðið
öllum sem þar voru staddir til upp-
lyftingar og ánægju. S. Árnadóttir..
Konan, sem sendir þessar góðu frétt-
ur, frú Sigurlaug Árnadóttir, er for-
maður Félags áfengisvarnanefnda í
A.-Skaftafellssýslu. Á því er enginn
vafi, að þessi skólamót eru prýðilegir
mannfundir. I höndum áhugasamra,
ágætra og vakandi manna verða þau
bæði skemmtileg og hin gagnlegustu.
Þótt oftast sé fremur hljótt um þau
í fréttum, eru þau sannarlega ekki síð-
ur frásöguverð en margt annað. P. S.
BLESSIJÐ JOLIM
Þetta eru algeng orð hér á landi, álíka
og „blessuð sólin“. Áreiðanlega hafa
margir átt indæl og blessunarrík jól,
og erum við þakklát, sem þeirra gæða
nutum. Vissulega var það sönn hátíð
að vera í hinum notalegu og Ijósum-
skreyttu húsakynnum á jólanóttina og
hlusta á kvöldskrá ríkisútvarpsins. Hún
var öll ágæt: Blessaðir hugþekku jóla-
sálmamir, ræður prestanna og biskups,
hljómlistin og einsöngvararnir. Allt
kærkomið og gott. Hér mætti svo minn-r
ast á fleira, alla hátíðar-„stemmning-
una“ og þau gæði, sem jólunum fylgja.
Því miður er jólahald þjóðanna ekki
skuggalaust. Að þessu sinni voru mörg-
hundruð manns í jólaskemmtiför á
miklu hafskipi. Skipið brennur og á
annað hundrað manns ferst, en alls
voru á gríska skipinu Laconia um þús-
und manns. I járnbrautarslysi farast
40 í Austur-Evrópu, menn drepa hver
annan á Kýpur og útvarpið flytur þá
frétt, að 94 hafi farizt um jólin í um-
ferðarslysum í Bretlandi. Glannalegum
akstri kennt um aðallega. Raunalegt að
menn skuli ekki geta notið hins góða,
án þess að spilla því fyrir sjálfum sér
og öðrum. — Víðar var auðvitað að
verki allt annað en hinn góði andi jól-
anna, en áreiðanlega eyddu þau víða
dapurleik og glöddu hjörtu milljónanna.
Og boðskapinn um endanlegt bjargráð
guðs mannkyni til handa flytja þau ætíð
og mun hann halda áfram að þoka heim-
inum nær þráðu og settu marki.
Ógleymanlegur verður hann mér í ræðustólnum: — Svip-
hreinn og djarfmannlegur glæsileikinn persónugerður; lífs-
þrótturinn geislaði af honum, einurðin og einlægnin s v i p -
m e r k t u málaflutning hans. Auðséð og auðfundið var,
að þar fór leiðtogi, sem gæddur var óvenjulegum forystu-
hæfileikum, og brann í brjósti heitur eldur mannástar og
göfugra hugsjóna.
Slíkum mönnum er rétt lýst og vel í eftirfarandi erindum
úr fögru kvæði Einars P. Jónssonar „Þjónn ljóssins“:
Hamrarnir skelfa ’ekki hug þess manns,
er, helgaður þjónustu sannleikans,
leitar til ljóssins hæða
að lind hinna dýpstu fræða.
Útverðir dagroðans eggja hann,
þann andlega brattsækna konung-mann,
að klífa upp björgin bláu
og af brúninni skyggnazt háu.
Um aldirnar stendur þar óðal hans,
þess einbeitta talsmanns sannleikans —
í álfunni óðs og hljóma,
við eilífan dýrðarljóma.
Vafalaust erum við samtímamenn Kennedys forseta of
nærri atburðunum, til þess að meta til fullnustu forystu
hans og mikilvæga starfsemi í innanlandsmálum þjóðar sinn-
ar og á alþjóðavettvangi. Það bíður sögunnar að sannmeta
forsetastarf hans í réttu ljósi og skipa honum í þann
sess, er honum ber að verðugu. Hitt er þegar óhætt að full-
yrða, að hann var verðugur arftaki þeirra fyrirennara sinna
í forsetaembættinu, sem helgað hafa hæfileika sína og starf
sitt hinum göfugustu hugsjónum, þjóð sinni, og um leið
öðrum þjóðum heims, beint og óbeint, til heilla og blessunar.
Og þegar slíkir foringjar sem hann falla að velli, er holt
að minnast spaklegra orða norska skáldsins Pers Sivle (í
þýðingu síra Matthíasar Jochumsonar):
Ef bila hendur,
er bættur galli:
Ef merkið stendur,
þótt maðurinn falli.
Merki hins mikilhæfa og ástsæla forseta Bandaríkjanna
stendur óhaggað í höndum fjölmargra, er af heilum huga
fylgja honum í spor. Miklar hugsjónir deyja aldrei. Þær
skína bjartar eins og staðfastar stjörnur himinsins, hefja
hugi manna til hærri sjónar, og eignast alltaf sína einlægu
unnendur og ótrauða merkisbera.