Eining - 01.11.1968, Blaðsíða 15
E I NING
15
á óvart, að þarna uppi í 800 til 1000
metra hæð vex ekki skógur og minnir
landslagið því talsvert á íslenzkar heið-
ar.
Á föstudagskvöldið, 9. ágúst, var síð-
asta samkoman í stúdentagarðinum í
Manchester. Fluttu þar hópar og ein-
staklingar frá þátttökulöndunum ýmist
söng, upplestur eða leikþætti. Fulltrú-
inn frá Kenya, Isaac Ayoro, gaf grein
af tré úr heimalandi sínu sem tákn þess,
að þeir teldu sig grein á meiði Alþjóða-
reglunnar. íslenzki fulltrúinn flutti
kveðjuljóð.
Ekki verður skilið við frásögn af þess-
um hátíðarhöldum án þess að minnast á
Gun Jacobsson, hina tápmiklu og vel
menntuðu, sænsku konu, sem gegnir nú
embætti hágæzlumanns ungtemplara.
Hún var aðalleiðsögumaður Svíanna,
þýddi flestar ræðurnar á sænsku og
talaði sjálf ágæta ensku. Hún var önn-
ur tveggja kvenna sem töluðu á útifund-
inum á Trafalgartorginu. Hún gekkst
fyrir samskotum til að gefa Peet, hárit-
ara, segulbandstæki ásamt segulbands-
spólum með öllum ræðunum, sem fluttar
höfðu verið á ráðstefnunni.
Peet talaði síðastur í Manchester og
sleit samkomunni með kveðjuorðum til
allra þátttökulandanna. Hann endaði
mál sitt með áskoruninni: Hittumst í
Istambúl 1970!
Njáll Þórarinsson.
Kveöjuljóö
NJÁLS ÞÓRARINSSONAR
We came by air, by land and sea.
We came from far and near
To celebrate the century
Of Good-Templary here.
We saw the land from coast to coast
Neath sunny skies of blue
And marvelled at its endless host
Of wonders old and new.
We thank you, Peet, we thank you all
For what you let us see,
And in our homes we shall recall
Your hospitality.
And now there’s nothing left to do
But sign this little rhyme.
It was so great to be with you.
We had a lovely time.
N. Þ.
Þetta er nafnið á litlu en snotru riti,
sem skráð hefur Stefán Jónsson í Hlíð
í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu. Ritið
er 32 bls. og er um Stafafellskirkju og
alla presta hennar frá siðaskipunum
1546 til 1920. Kirkjan er byggð á ár-
unum 1866—1868 og á því hundrað ára
afmæli á þessu ári 1968. I forspjallinu
segir höfundur m. a. orða:
,,Því þarf ekki að lýsa hvaða sjónar-
sviptir varð af því að missa búsetu
prests frá Stafafelli, sem hafði haldizt í
aldaraðir, frá því kirkja var þar sett.
Frásögn þessi verður tregablandin
minningargrein um horfið prestssetur."
Þannig er vitnisburður merkisbónd-
ans um prestssetrið. Skiljanleg eru orð
hans um „trega,“ því að í sóknarnefnd
var Stefán Jónsson 51 ár og oftast for-
maður sóknarnefndar.
I upptalningu Stefáns á eignum kirkj-
unnar á þessu tímabili, sem ritið ræðir,
og prestum hennar, er allmikill og góður
fróðleikur. Margir voru klerkarnir
dugnaðar- og hæfileikamenn, einstöku
ekki lausir við tvenns konar óreglu í
sambandi við áfengi og kvenfólk.
Einn presturinn, Gunnar Árnason,
„tók við brauðinu 1698 en missti ári síð-
ar vegna barneignar og galdra áburðar,
sem hann sór fyrir á Alþingi 1700.“
Séra Gunnar var sonur Árna Jónssonar
prests að Hofi á Höfðaströnd og konu
hans Ingibjargar Jónsdóttur, „sem
þjóðsögur kölluðu Galdra-Imbu.“
Einkennilegt, bæði móðir og sonur
voru kennd við galdra. Var þar um ein-
hverja sérhæfileika að ræða, sem fólk
gat ekki skilgreint, nema kalla þá galdra.
Á þeim öldum var algengt að bendla
fólk við galdra.
Þegar höfundur ritsins lýkur spjalli
sínu um prestana, kemst hann svo að
orði:
„Þar með slokknaði sá kyndill, er það-
an hafði lýst sveitinni um aldaraðir.“
Síðustu 5 bls. ritsins skrifar frú Sig-
urlaug Árnadóttir í Hraunkoti og er
hún í sóknarnefndinni, en hefur einnig
verið organisti kirkjunnar sl. 29 ár.
Hún er og formaður áfengisvarnanefnd-
ar þar í sveit, og sögð hin mesta ágætis-
kona.
Stefán Jónsson, höfundur ritsins, á
að baki langan starfsdag, er nú 84 ára.
Hann varð gagnfræðingur frá Flens-
borgarskóla 1903. Auk þess að hlúa að
kirkjumálum og vera sóknarnefndar-
formaður um hálfraraldarskeið, hefur
hann sinnt margvíslegum störfum, verið
barnakennari, sveitaroddviti, í stjórn
búnaðarfélags, prófdómari barnaskóla,
endurskoðandi kaupfélags Austur-
Skaftafelssýslu og fleira mætti nefna,
en bóndi í Hlíð hefur hann verið síðan
1915.
Undirritaður átti eitt sinn för með
séra Eiríki Helgasyni í Bjarnanesi
austur í Lón og á um hana góðar endur-
minningar.
Pétur SigurSsson.
Unaður kvöldsins
Hér er ekki hægt að snúa
hug né sjón frá dýrðarmynd.
Út við sjónhring loftið logar,
ljóminn roðar fjallsins tind.
Engin megna orð að lýsa
undrinu, er geislaflóð
hátt og lágt á himinhvolfið
hellist upp frá sólarglóð. —
Enginn hefur augum litið
alvaldshönd, sem þetta spil
leikur fyrir allra augum,
augljóst þó, að hún er til. —
Orðlaus því vér höfuð hneigjum
hljóð við ljóssins veldisstól.
Skynjum bak við al-lífsundur
allra heima sólnasól.
Pétur Sigurðsson.