Eining - 01.11.1968, Blaðsíða 13
E I N I N G
13
Aldarafmælisráðstefna í Englandi
Karl Wennberg.
mest, og svo mun hafa vei’ið um fleiri,
var hinn mjög kunni orðkappi og ræðu-
skörungur Monrad Norderval biskup
í Norður-Noregi, áður prestur í Ála-
sundi og þá oft nefndur íshafsprestur-
inn. Eining hefur oft áður minnst
á þenna þrekmikla stríðsmann Krists,
alltaf „brennandi í andanum" vegna
allra góðra málefna. Hann hefur oft
greitt áfengispúkanum þung högg. Hann
er vopnfimur og slær helzt ekki vind-
högg. Kristinn Vilhjálmsson sagðist
hafa hlustað á biskupinn flytja mikla
ræðu í kirkju staðarins, og undir ræðu
hans hefði fólk bæði hlegið og grátið.
„Þótt ég hefði ekkert annað sótt á nám-
skeiðið en það að kynnast þessum sér
stæða manni og hlusta á hann,“ sagði
Kristinn, „hefði ég ekki viljað fyrir
nokkurn mun fara á mis við það.“ Slíkir
menn eru varðmenn, vökumenn. Menn
komast ekki hjá því að hlusta og
hrökkva við og vakna.
1 sambandi við þetta námsskeið var
auðvitað ýmislegt til skemmtunar og
upplyftingar: kvöldsamkomur, ferða-
lög og veizluhöld. Allt það er margsögð
saga.
Hér í blaðinu birtist ennfremur grein,
sem Njáll Þórarinsson heildsali hefur
skrifað um 100 ára afmælishátíð Góð-
templarareglunnar í Englandi. Hann og
frú hans voru fulltrúar Stórstúku ís-
lands á því afmælisþingi og menningar-
ráðstefnu.
I§Í|fTIR að ákveðið var að halda
VlM. hástúkuþing fjórða hvert ár,
var tekin upp sú regla að hafa hástúku-
fund eða ráðstefnu milli þinga. Síðast
var slík ráðstefna haldin í Aþenu árið
1964. Með því að hundrað ár eru liðin
á þessu ári frá því að fyrsta stúkan var
stofnuð í Englandi og jafnframt í
Evrópu, þótti sjálfsagt að ráðstefnan
og hátíðarhöldin færu saman. Voru þau
haldin í Lundúnum dagana 28. júlí til 3.
ágúst, en á eftir var farin 6 daga hóp-
ferð um England.
Fyrsta atriðið á dagskránni var úti-
fundur á Trafalgar torginu í London
sunnudaginn 28. júlí og stóð hann frá
kl. 3 til 5 e. h. Komið var fyrir hljóð-
nema á fótstalli Nelsonstyttunnar, og
gjallarhornum á ljónunum beggja
vegna. Stói’templar Englands, sem setti
fundinn, sagði, að templarar héldu ár-
lega útifund á torginu í október mán-
uði, en að fundurinn hefði að þessu
sinni verið færður fram vegna ráðstefnu
hástúkunnar og aldarafmælisins.
Fyrstur ræðumanna var prestur úr
London og lýsti hann ástæðum hinna
aumustu meðal drykkjumanna, sem
hefðust við í húsarústum frá stríðsár-
unum, og því hvað gert væri til að reyna
að bjarga þeim við.
Síðan töluðu framkvæmdanefndar-
menn hástúkunnar hver af öðrum, en
Christopher G. Peet, ritari hástúkunnar
kynnti ræðumenn. Ræðurnar voru vel
fluttar og fróðlegar, en fáir entust til
að standa á torginu og hlusta á þær til
enda. Þetta var í blíðskaparveðri og
fólk var að gefa dúfunum á torginu og
éta ís. Kröfuganga Biaframanna gekk
þarna fram hjá með hornablæstri og
kröfuspjöldum og dró til sín talsverðan
hluta þeirra, sem enn hlýddu á erindin.
Eg var eitt sinn fyrir 20 árum á sam-
komu Hjálpræðishersins á þessum sama
stað. Okkar menn hefðu getað lært mikið
af Hernum; hann hafði mikinn hljóð-
færaleik og söng, og stutt, hressileg
ávörp, og safnaði að sér miklum áheyr-
endaskara.
Ráðstefnan og um leið hátíðahöldin
vegna aldarafmælisins voru sett á mánu-
dagskvöld að Café Royal, rétt hjá Picca-
dilly Circus, með ræðum stórtemplars
Englands og hátemplars. Veitingar voru
bornar fram, og ágætt skemmtiatriði var
söngur og tónlist. Flutt var „Roses
Presentation“, en söngvarinn gekk um
syngjandi með bakka af rauðum rósum
og gaf þær konum í salnum á göngu
sinni. Hending virtist ráða því, hver
yrði hnossins aðnjótandi. Eina íslenzka
konan í salnum fékk þó sína rós og
festi hana í barm sinn.
Þriðjudaginn 30. júlí voru flutt tvö
erindi fyrir hádegi og tvö eftir hádegi.
Verður efni þeirra ekki rakið hér, en
þó verður ekki komizt hjá því að geta
nokkuð um erindi, er Mark Hayler flutti
um Joseph Malins. Hayler er 81 árs
T.v. Hátemplar Sven Elmgren og frú, ritari hástúkunnar, Christopher G. Peet.