Eining - 01.11.1968, Blaðsíða 18
18
E I N I N G
hæpin og hana verði að undiroka og
hafa hemil á henni. En í heild séð er
listin frjáls, blygðunarlaus, óábyrg og
eins og sagt hefur verið er framtaks-
semin áköf, næstum taugaveikluð, og
fyrir mér lítur hún út eins og högg-
ormurinn sjálfur er löngu dauður, upp-
étinn, sviptur eitrinu sínu, en hamur-
inn hreyfir sig enn, fullur af áköfu
fjöri.
Ef ég nú kemst að því, að ég sé bara
einn þessara maura, verð ég þá ekki að
spyrja sjálfan mig, hvort nokkur ástæða
sé til að halda þessari starfsemi áfram?
Svarið er jákvætt. Þrátt fyrir það að
mér finnst leikhúsið vera gömul en vin-
sæl lauslætisdrós, sem hefur séð sinn
fífil fegurri. Þrátt fyrir það að ég og
margir með mér telja wild west meira
spennandi en Antonioni eða Bergmann.
Þrátt fyrir það að nýja tónlistin veldur
okkur köfunarkennd hinnar stærðfræði-
legu loftþynningar, að málara- og högg-
myndalistin gerist ófrjó og tærist upp í
þessu lamandi frelsi sínu. Þrátt fyrir
það, að bókmenntirnar eru orðnar að
grafarhaug af orðum, án boðskapar, án
hættu......
Maðurinn (eins og ég lifi sjálfan mig
og umheim minn) hefur slitið sig laus-
an — hræðilega svimandi lausan. Trú-
málin og listin eru varðveitt af tilfinn-
ingaástæðum, eins konar vanabundin
kurteisi við hið liðna, velvilji gagnvart
sífjölgandi fórnardýrum frelsisvanda-
málsins.
Ég er hér ekki með annað en mitt
eigið, persónulega álit. Ég vona, og er
reyndar sannfærður um, að aðrir hafi
aðra hlutlægari og jafnvægari skoðun.
Ef ég nú, að allri þessari eymd at-
hugaðri, held því samt fram, að ég ætli
að halda áfram að framleiða list, þá
stafar það af aðeins einni ástæðu. (Ég
sleppi hér því hagsmunalega).
Og það er FORVITNI. Takmarkalaus,
óseðjandi sí-endurnýjuð, óþolandi for-
vitni, sem rekur mig áfram, lætur mig
aldrei í friði, og kemur fullkomlega í
staðinn fyrir félagslífið, sem ég þráði
einusinni forðum daga.
Mér finnst ég vera Hfstíðarfangi, sem
brýzt snögglega út í öskrandi, dunandi
og hvæsandi líf. Ég er gripinn stjórn-
lausri forvitni. Ég krota hjá mér og tek
eftir, ég hef augun hjá mér og allt er
óraunverulegt, svimandi, hlægilegt —
eða hræðilegt. Ég gríp svífandi ryk-
korn, kannski er það kvikmynd—hvaða
þýðingu hefur nú það? Yfirleitt enga,
en sjálfum mér finnst það eftirtektar-
vert, þess vegna er það kvikmynd. Ég
hringsóla kringum þetta nýgripna, per-
sónulega viðfangsefni, og er kátur eða
hryggur í huganum.
Ég iða innan um hina maurana, við
framkvæmum gífurlegt verk. Högg-
ormshamurinn er á hreyfingu."
Oftast hefur verið einhver ljómi um
orðið list, en nú er því fallega orði klínt
á margt, sem alls ekki er neitt lómandi.
Sum börn listarinnar hafa sannarlega
orðið að umskiptingum, og afskræmi
komið víða í stað fegurðar.
Þetta kann að vera einhverjum hag-
stætt í samræmi við aldarfarið, þegar
vitleysan er í háu verði, og því hærra
sem hún er vitlausari.
Fyrir nokkru var mér boðið að horfa
á leikinn ítalskur stráhattur. Leikar-
arnir unnu verk sitt vel, og hvorki
skorti tilkostnað né aðsókn, en að nokk-
ur maður skuli nenna að sjóða saman
aðra eins vitleysu.
Freistandi er að staldra við nokkrar
setningar í spjalli þessa kunna kvik-
myndafrömuðar, t. d. eftirfarandi orð:
„Mér varð það snögglega fært að tjá
mig umheiminum á máli, þar sem sál
bókstaflega talar við sál, með orðum,
sem á næstum þægilegan hátt sleppur
undan stjórn skynseminnar." Já, slepp-
ur undan stjórn skynseminnar.
„Ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir
hann, „finnst mér listin (ekki kvik-
myndalistin ein) fánýt.“ Ekki hin já-
kvæða og göfgandi list, hún er aldrei
fánýt. Hin getur verið fánýt og bein-
línis skaðleg.
Og enn segir listamaðurinn: „En í
heild séð er listin frjáls, blygðunarlaus,
óábyrg og eins og sagt hefur verið er
framtakssemin áköf, næstum tauga-
veikluð, og fyrir mér lítur hún út eins
og höggormshamur fullur af maurum.“
Áfram segist hann þó halda. „Þrátt
fyrir það að mér finnst leikhúsið vera
gömul en vinsæl lauslætisdrós, sem hef-
ur séð sinn fífl fegri.. . Þrátt fyrir það
að nýja tónlistin veldur okkur köfn-
unarkennd hinnar stærðfræðilegu loft-
þynningar, að málara- og höggmynda-
listin gerist ófrjó og tærist upp í þessu
lamandi frelsi sínu. Þrátt fyrir það, að
bókmenntirnar eru orðnar að grafar-
haug af orðum, án boðskapar, án
hættu.“ — Samt skal haldið áfram.
Bókmennt.irnar orSnar grafarhaugur
af oróum, án boðskapar. Hugleiðið þetta
símokandi rithöfundar. Nýja tónlistin
vekur köfunarkennd. - Listamaður tal-
ar, og á einum stað um „alla þessa
eymd.“ — Já, eymd, — sálarfóður kyn-
slóðarinnar. pétur Sigurðsson.
List viSskila viS fólkið
Norski myndhöggvarinn Per Ung lét
falla nokkrar athyglisverðar setningar
í viðtali við Morgunblaðið 10 ágúst sl.
Hann sagði:
„Nú er svo komið, að fólk ypptir bara
öxlum og vill ekki fylgjast með. Áður
náði höggmyndalist til fleiri manna, en
nú eru myndhöggvarar að einangrast.
Fólk þarf núna að læra að skilja listina
og þá hefur það ekki áhuga á henni
lengur.“
„Og ert þú einn af þessum einangr-
uðu listamönnum?" spyr blaðamaður-
inn.
„Ég vona ekki, og held ekki. Ég vil að
fólk skilji hvað ég meina með verkum
mínum, og mínar myndir eru hlutlægar,
þannig að ég reyni að sýna í myndinni,
hvað hún á að tákna .... En eins og
ég sagði áðan, hefur fólk fjarlægst list-
ina. Það er orðið hrætt við að hafa skoð-
un á list, því að það veit ekki lengur
hvað hún er.“
Lærdómsríkur vitnisburður. „Fólk
upptir bara öxlum. Barnið í ævintýrinu
yppti reyndar ekki öxlum, en það sagði
sannleikann upphátt: Keisarinn er ekki
í neinum fötum. Hið sarna segjum við
náttúrubörnin um margt, sem nú er
kallað list á þessari furðuöld afskræm-
ingarinnar, að það sé engin list. Þetta
gildir um margt bæði í málverkum,
höggmyndum, ljóðagerð, skáldritum og
alls konar myndskreytingum. Þegar við
komum inn í stóra sali hérlendis eða
erlendis og rekum augun í myndskreyt-
ingar, þá ypptum við öxlum, glottum og
snúum okkur undan. En að koma inn í
mestu listaverkasöfn erlendis, og reynd-
ar hérlendis líka, og skoða hina sígildu
list fyrritíðamanna og það, sem bezt er
nu gert, þá vaknar hrifning og fagnað-
arrík aðdáun. Þar er fegurðin túlkuð og
mikilvægu sannindin augljóslega. Við
slíka list verður heilbrigður maður aldrei
viðskila. Slík list „einangrast“ ekki.
Fólk sér að blóm eru falleg, svo er og
um sanna list. Afskræmið dá ekki aðrir
en afvegaleiddar sálir.
-k-x-K-xk
Föstudaginn og laugardaginn 19. og 20.
júlí 1968 sögðu blöðin frá því að stolnum
bíl hefði verið ekið upp á gangstétt og á
húströppur þar, síðan á ljósastaur og brot-
ið hann, strandað þar næst á húströppum
og var bíllinn þá að mestu eyðilagður. Auð-
vitað var ölvun með í verki. Alltaf sama
sagan, áfengið skaðvaldurinn. Það erþjóð-
um afleiðingaríkt og kostnaðarsamt að
selja áfengi.