Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 4

Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 4
4 EINING Ávarp Olafs Þ. Kristjánssonar Norrœna þingið framhald af 2. bls. árvekni og samvizkusemi stórt atriði. Þeim var treyst og það reyndist óhætt. I undirbúningsnefndunum voru eftir- taldir: Aðalnefnd: Ólafur Þ. Kristjánsson, Einar Hannesson, Jóhann Björnsson. Dagskrárnefnd: Séra Kristinn Stef- ánsson, Indriði Indriðason, Pétur Sig- urðsson. Hótelnefnd: Sigurður Gunnarsson, Guðlaug Narfadóttir, Sigurgeir Alberts- son. Ferðanefnd: Kjartan Ólafsson, Jóna Erlendsdóttir, Pétur Björnsson. Skemmtinefnd: Hrefna Tynes, Hall- grímur Sæmundsson, Kristinn Gíslason. Tilhögunarnefnd: Hreggviður Jóns- son, Höskuldur Frímannsson, Sigríður Sumarliðadóttir. — Öll unnu þessi verk sín prýðilega, en freistandi er að hrósa frú Hrefnu Tynes ofurlítið sérstaklega. Stjórn Neskirkju færum við beztu þakkir fyrir húslánið, og sömuleiðis kirkjuverðinum, Hjálmari Gíslasyni, fyrir lipurð og ágæta aðstoð. Allt hjálp- aðist til við að gera þingið og allt í sam- bandi við það, sem ánægjulegast. Góðar endurminningar geymast. Hér fara svo á eftir ávörpin, sem flutt voru í Neskirkju þegar þingið var opn- að, og í þeirri röð sem dagskráin hafði skipað þeim. Archer Tongue flutti sitt ávarp blaðalaust og hefur blaðið því ekki fengið neitt enn frá honum. tz æ--------------------------------- Ungtemplarar framhald af 3. bls. Guðbjartsson, Reykjavík og Jónas Ragnarsson, Siglufirði. Formenn starfs- nefnda IUT voru kosnir: Alþjóðanefnd: Hilda Torfadóttir, Fjármálaráð: Krist- inn Vilhjálmsson og Útbreiðsluráð: Torfi Ágústsson. LANDSMÓT ÍUT. Að loknu ársþingi ÍUT á laugardag 5. júlí, hófst Landsmót samtakanna að Staðarhrauni, í næsta nágrenni Lyng- brekku. Mótið setti nýkjörinn formaður IUT, en séra Árni Pálsson, Söðulsholti flutti staðarlýsingu á skemmtilegan hátt. Um kvöldið var kvöldvaka og dans Herra forseti íslands, virðulega for- setafrú, hæstvirti ráðherra og frú, borgarstjóri Reykjavíkur og fulltrúar erlendra ríkja og stofnana og aðrir ágætir gestir, innlendir sem erlendir. Ég býð yður öll innilega velkomin hingað til þess að vera viðstödd setn- ingu hins 24. norræna bindindisþings. Bindindismönnum íslenzkum er það mikil gleði og engu minni sómi að þetta þing skuli nú haldið hér á landi. Sextán ár eru liðin frá því að það var haldið hér í Reykjavík, og þá í fyrsta sinn hér á landi. Þér eruð, kæru erlendu gestir, komnir hingað langan veg, og hefði þetta verið fyrr á öldum, hefði för yðar yfir hið dimma haf — eins og skáldin komust að orði — tekið langan tíma, en nú hafið þér farið þessa leið á fáum klukku- stundum ofar hinum ljósu skýum. Ég býð yður aftur velkomna hingað. Ég segi þetta ekki fyrst og fremst af kurteisi einni saman, og ekki heldur af því, að það hefur lengi verið talin dyggð hér á landi að taka vel á móti gestum, og þá raunar ekki aðeins í orði. Ég segi þetta einkum vegna þess, að koma yðar hingað og dvöl yðar hér á að verða bind- indishreyfingunni í landi voru að gagni — og um leið bindindishreyfingunni í löndum yðar. Svo er ráð fyrir gert, að bindindis- þingið taki til meðferðar ýmis atriði, sem miklu skipta fyrir bindindisbarátt- --------------------------------------» inni í félagsheimilinu Lyngbrekku og var þar fullsetinn bekkurinn. Á sunnudag var íþróttakeppni og mót- inu var slitið síðdegis á sunnudag. Sér- stök j eppakeppni var á laugardag í landi Hítardals, en á sunnudagsmorgni var farin veiðiferð inn í Hítarvatn. Um 350 ungtemplarar víðsvegar að af landinu sóttu mótið. I þeim hópi voru 40 félagar nýstofnaðs ungtemplarafélags á Isa- firði, en formaður þess Reynir Ingason var fararstjóri. Veðurguðirnir voru hliðhollir íslenzkum ungtemplurum að þessu sinni og nutu félagarnir sérstak- lega veðurblíðunnar á sunnudaginn, enda kátt fólk og skemmtilegt við tjald- búðasvæðið í landi Staðarhrauns þann dag. — Formaður landsmótsnefndar var Jóhann Jakobsson, Reykjavík. una á líðandi stund. Ekki er að efa, að hér verður margt sagt, sem vekur til umhugsunar um vandann, sem við er að stríða, eykur skilning á nauðsyn og eðli baráttunnar, bendir á aðferðir, sem reyna mætti, vísar á leiðir að marki. Nú er það að vísu svo, að viðfangsefnin eru breytileg eftir löndum og þjóðum, að- stæður til aðgerða eigi hinar sömu, að- gerðirnar mismunandi vænlegar til ár- angurs, þótt framkvæmdar væru, enda þörfin fyrir þær ekki alls staðar söm. En margt er sameiginlegt hjá þjóðum, sem eru svo fast tengdar menningarlega sem Norðurlandaþjóðirnar eru. Margt má jafnan læra af reynslu annarra, þótt við aðrar aðstæður sé að einhverju leyti. Og það sem mestu máli skiptir: mark- miðið er hið sama hjá oss öllum, úr hvaða landi sem vér erum komnir: að efla og auka bindindissemi hjá vorri eigin þjóð og meðal hinna norrænu þjóða sameiginlega. Það er þetta sameiginlega markmið, sem tengir oss að einu verki, það er ástæðan til þess, að þetta þing er haldið, það er grundvöllurinn undir þeim samtökum, sem að þinginu standa. Ég býð yður alla velkomna til þessara starfa. Brynleifur heitinn Tobíasson, stór- templar sagði, er hann fagnaði gestum á norræna bindindisþinginu í Reykjavík 1953, að það fælist í eðli bindindis- hreyfingarinnar að meta einstaklinginn mikils. Norrænar þjóðir skilja það ekki síður en aðrar, hve mikla rækt ber að leggja við einstaklinginn, við réttindi hans, við frelsi hans, og ekki sízt við þroska hans og manngildi. Þetta táknar ekki, að vanmeta eigi heildina eða van- rækja. En það eru einstaklingarnir, sem mynda heildina. Öll framþróun hvílir á þroska og aðgerðum einstaklinganna. Sé einhver hópur fámennur, vaxa kröfurn- nar til sérhvers einstaklings. Geti hann ekki risið undir þeim, er tjón heildar- innar tiltölulega meira en þar, sem fjöl- menni er fyrir. Þetta hefur reynslan kennt fámennum þjóðum, svo sem vér erum, Islendingar. Og baráttumenn bindindismála eru ekki margir, miðað við alla hina. Þess vegna er svo mikið komið undir hverjum einstökum bind- indismanni. Það er ekki aðeins áhugi hans, sem skiptir máli, ekki aðeins dugn- aður hans í bindindismálum, heldur

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.