Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 10

Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 10
10 EINING Ég átti því láni að fagna að eiga hann að vini, — og kenna ylinn frá kærleikshjarta hans. — Ásmundur Guðmundsson var sterkur, hlýr persónuleiki. Gáfur hans, lífsorka og sannleiksást gerðu hann að mikil- menni, ljúflyndið og hjartalagið að göfugmenni. — Hann minnir á máltækið: Fögur sál er gimsteinn lífsins. Ásmundur Guðmundsson var hvort tveggja, góður bróðir og traustur leiðtogi. — Hann var brennandi í andanum, ná- kvæmur og víðfeðma. — I hjarta hans var skráð, það sem stendur ritað yfir altari háskólakapellunnar: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." (Jóh. 8,32). Hann gekk til móts við verkefnin stórhuga og þolinmóður. Kristindómurinn var honum lífsaflið mikla, er mótaði hugar- far hans og verk. — Hann var óþreytandi, unni sér ekki hvíldar, og hvatti menn til dáða á akri trúarinnar með upp- örvandi orðum, hlýju handtaki og þýðlegu geislabliki augn- anna.“ — Þess var áður getið, að Ásmundur Guðmundsson hefði verið afkastamikill rithöfundur. Góð heimild telur fram eftirfar- andi rit og bækur: Frá heimi fagnaðarerindisins, 1919 (nýtt safn 1959). Heimilisguðrækni, 1927 (meðhöfundur). Fram- tíð þjóðkirkjunnar, 1930. Inngangsfræði Gamla testam., 1933. Samstofna guðspjöllin, 1938. Jórsalaför, 1940 (meðhöfund- ur). Amos. Skýringar, 1942. Markúsarguðspjall. Skýringar, 1942 og 1950. Þor og þróttur, 1944. Fjallræða Jesú og dæmi- sögur, 1948. Saga ísraelsþjóðarinnar, 1948. Ævi Jesú, 1952. Fjölda margt er þar fleira talið, ritgerðir, þýðingar bóka og fleira, og um langt skeið var hann ritstjóri Kirkjuritsins (lengst af með öðrum). Þá var þátttaka Ásmundar Guðmundssonar í félagsmál- um ekkert smáræði, 1 mörgum nefndum kirkjumála og skóla- mála og fleiri, um langt skeið í stjórn Prestafélags Islands og formaður þess. Þá var hann heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla íslands, heiðursfélagi í þjóðræknisfélagi Islendinga vestan hafs og kirkjufélagi þeirra. Enn er svo margt ótalið. Þessi ágæti embættis- og starfsmaður kirkjunnar var bæði mjög mikilvirkur og góðvirkur. Starfsgleðina og starfsþrekið sótti hann í tvær orkulindir: guðstrúna og heimilishamingj- una. Allir, sem kynnzt hafa frú Steinunni Sigríði Magnús- dóttur, munu sammála um, að þar hafi Ásmundur Guðmunds- son átt mikilhæfan og útvalinn lífsförunaut. Góð kona er gj öf frá Guði og kóróna mannsins, segir Heilög ritning. Frú Steinunn er mikil sæmdarkona. Fleiri orð þori ég ekki að hafa um hana, henni kynni að mislíka það. Hún flíkar ekki mannkostum sínum. Guð blessi henni og hennar nánustu all- ar góðu endurminningarnar um ástkæran og mikilhæfan eiginmann. Gott var jafnan að vera gestur á þeirra fyrir- myndar heimili. — Hjartansþakkir fyrir mikilsverða vináttu. Pétur Sigurðsson. Frá Áfengis- vamaráði. Ttiltölulega frjáls sala á áfengi í Sví- þjóð undanfarandi hálfan annan áratug hefur valdið því, að svo stefnir nú að 10. hver Svíi muni verða áfengissjúkl- ingur, segir sænska blaðið ,,Dagen“ í grein eftir Elis Strömberg. Þegar skömmtunarkerfið (Bratts- kerfið) var afnumið í Svíþjóð árið 1955, lögðu margir trúnað á þá kenningu, að áfengisneyzla þjóðarinnar myndi auk- ast fyrst í stað, en síðan minnka, en reynslan varð önnur. Ýmiskonar yfirsjónir og afbrot af völdum ofdrykkju hafa fjölgað geysi- lega, einkum meðal kvenna, unglinga og barna. Samkvæmt skýrslum fangelsanna kem- ur í Ijós, að 75—80% fanga afplána refsidóma vegna lögbrota, sem framin eru í ölvunarástandi eða af völdum áfengis. Það er einnig upplýst að 5000 manns deyr árlega í landinu þar sem áfengið er dauðavaldurinn beinlínis eða óbeinlínis. Áfengis-neytendur greiða árlega um 2,5 milljarða sænskra króna (42,5 millj- arða ísl. kr.) fyrir áfenga drykki. G.T. blaðið 5/3 1969. ÁFENGISVARNARÁÐ. „Sjálfsköpuð þján" Folket, Noregi: í apríl sl. voru stúdentar boðnir til heilbrigðisráðstefnu í Noregi. Þar sagði Arnfinn Teigen yfirlæknir, að 20 af hundraði þeirra sem brautskráðir hefðu verið frá eiturefnasjúklingahæli ríkisins, hefðu síðar látist af ofneyzlu eiturefna eða drýgt sjálfsmorð. Góður árangur hafði náðst með svipaða tölu þeirra, sem hælisvistar nutu á sama stað. Óheillaþróunin í þessu vandamáli er sú, að eiturefnaneyzlan nær stöðugt tökum á yngri og yngri unglingum. Þetta var fréttin úr norska blaðinu. Mikill ógæfuvegur er það, að ánetjast þeim skaðnautnum, sem eyðileggja svo líf manna, að örþrifaráðið verður sjálfsmorð. Stokkblinda og djöfulmagnaða ágirndin sér þó alltaf tvennt, hagnaðinn af eitur- efnasölunni og veiku bletti mannverunnar, og þar kemur hún sinni tálbeitu að. Afleið- ingin verður svo hin sjálfskapaða þján. Hinn frægi heimspekingur Seneca á að hafa sagt: „Ófarnaður áfengisneyzlunnar er blátt áfram sjálfvalið brjálæði. Hvenær rennur upp sá mikli dagur, sem skáldið Einar Benediktsson sá í framtíð- inni, þá „sjálfsköpuð þján bæði þjóðar og manns, skal þurrkast úr lífsins-bókum?“ „Hve gleðileg verður sú guðsríkisöld." Indversk stjórnarvöld hafa um langt skeið verið andsnúin áfengisneyzlu og sölu. Þeirra mikli Gandhi var ákveðinn bannmað- ur. Nehru, fyrrv. forsætisráðherra Ind- lands, sagði eitt sinn: „Ég hef ekki trú á stjórnarvöldum, sem þurfa að hafa áfengis- viðskipti sér til framdráttar." — Dóttir Nehrus, Indira Gandhi, sem nú er forsætis- ráðherra landsins, hefur sagt: „Vér munum framvegis fylgja þeim meginreglum, sem faðir minn setti.“ Alert. * * * Rétti gróðrarreiturinn. Á flugi hér engill fara sást, með frækorn af sannleika, ljósi og ást. Hann kallaði — : hvar skal ég sæðinu sá, er sé því borgið og dafna það má? Þá hrópaði drottinn himnunum frá: í hjörtu barnanna skaltu því sá. LMCF Bulletin. Lausleg þýð., P.S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.