Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 7

Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 7
Nr.: 1683 Fullt verð: 1.798 kr. Okkar verð: 1.528 kr. Smásagnasafn eftir Svövu Jakobsdóttur Nýjar íslenskar skáldsögur eftir konur settu einna mestan svip á bókaútgáfu síðasta árs. Fremst var þar í flokki ný skáldsaga eftir Svövu Jakobsdóttur, Gunnlaðar saga. En samtímis gaf Vaka-Helgafell út tvö fyrstu smásagnasöfn Svövu, sem ófáanleg hafa verið um skeið - og sú bók er nú í boði fyrir félagsmenn Veraldar sem aukatilboð. Nýir lífshættir Smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur hafa aö geyma tvær fyrstu bækur hennar: Tólf konur, sem komu út 1965, og Veislu undir grjótvegg, sem kom út 1967. Um síðar- nefndu bókina sagði Ólafur Jónsson bók- menntagagnrýnandi í ritdómi: ,,í sögum Svövu Jakobsdóttur kemur nútímakonan, harla síðbúin, inn í íslenskar nútíðarbók- menntir. Hún á sér eiginmann, stundum börn; hjónin eru að byggja, nýbúin að því eða ætla að fara til þess; þau eru borgarar í ungri og uppvaxandi borg, nýttfólk við nýja lífs- og þjóðfélagshætti..." Ritsnilld Eins og þessi stutta tilvitnun ber með sér vöktu fyrstu smásögur Svövu óskipta at- hygli, þegar þær komu út. Einkum þótti at- hyglisverð og nýstárleg sú frásagnaraðferð hennar að stílfæra veruleikann að mörkum fáránleikans. Sögur Svövu eru áhrifaríkar og vekja lesendur til umhugsunar um sögu- efnið, sem gjarnan snertir sjálfstæði ein- staklingsins og tengist reynslu og skynjun höfundar sem konu. í þessum sögum geta lesendur notið rit- snilldar eins fremsta sagnahöfundar á ís- landi, svo aö hér er á ferðinni bók, sem óhætt er að mæla með. Febrúar- getraunin Fjögur skáldverk eftir Halldór Laxness Sem verðlaun að þessu sinni höfum við valiö þau fjögur verk Halldórs Laxness sem eru einna þekktust: íslandsklukkuna, Vef- arann mikla frá Kasmír, Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Kosta bækur þessar 9.960 kr. út úrbúð í dag. Spurningin að þessu sinni hljóðar svona: Hver er ritstjóri bókarinnar Þeir settu svip á öldina, íslenskir athafnamenn? Skrifaðu svarið á bls. 11 og sendu okkur eða hringdu inn rétta lausn. 7

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.